Leita í fréttum mbl.is

Austurvöllur 30. mars 1949

Fyrir 59 árum áttu sér stað atburðir á Austurvelli sem vert er að minnast. Þá mótmælti fólk fyrirhugaðri inngöngu Íslands í hernaðarbandalagið NATO. Yfirvöld brugðust þannig við að kallaðir voru út ungir Heimdellingar og það var kallað aukalið lögreglunnar. Þetta gengi var látið berja á mótmælendum, margir slösuðust. Það setur að manni hroll því Björn Bjarnason er með svipaðar hugmyndir í dag. Að vísu ætlar hann ekki að setja Heimdellinga í starfið heldur kalla út björgunarsveitirnar í staðinn! Allt til að hægt verði að berjast við mótmælendur (samt sennilega ekki trukkabílstjóra!) Meira svona Saving Iceland mótmælendur sem fara mun meira í taugarnar á sumum. Fólk í björgunarsveitunum er samt ekki alveg upprifið yfir þessum hugmyndum dóms- og kirkjumálaráðherra.

Það er hægt að lesa meira um atburðina sem áttu sér stað á Austurvelli miðvikudaginn 30. mars 1949 á Wikipediu og svo skrifaði Anna K. Kristjánsdóttir bloggvinkona mín pistil í tilefni dagsins fyrir réttu ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Hlynur, 10 árum áður, þ.e. árið 1939, voru menn líka tilbúnir að selja sig Hitler og enn aðrir voru alveg til í að opna allar gáttirnar fyrir Stalín.  Af mörgu misjöfnu held ég nú að NATO hafi verið besta bandalagið sem íslendingar gátu gengið í árið 1949. Saknar þú kannski betri tengsla við ógnarstjórn Sovétríkjanna.

Þú ert nú alvarlega úr tengslum við sögu þjóðarinnar þegar þú reynir hér í áróðursstíl og með stílfræðilega ljótri ofnotkun á feitu letri (sem var líka trade mark Göbbels) að tengja hugsýn Björns Bjarnasonar við ruddana sem þeystust út á Austurvöll fyrir 59 árum.  Aðrar hættur eru nú á ferð. Hryðjuverk í nánustu nagrannaríkjum Íslands er full ástæða fyrir Íslendinga til að vera á verði. Íslenskir stuðningsmenn þeirra afla, sem stunda þau hryðjuverk, eru auðvitað líka hættulegir. Þú ert hins vegar að tala um einhverja "happening hópa" uppi á heiðum. Hættan eru vinir Vinstriöfgamannanna, t.d. öfgaíslamistarnir.

Hvenær hættið þið kommar að nota analógíusagnfræði. Hlutirnir fara ekki í hring. Marx hafði á röngu að standa. Það eru t.d. ekki Þjóðverjar sem eru hættulegastir heiminum í dag. Nasistar eru víðar fjölmennari en þar. Það eru aðrar þjóðir, sem telja sig mesta og besta samkvæmt trúarkenningu aftan úr forneskju, og telja sig þurfa að segja okkur sem losnuðum við Hitler og Stalín, hvað við megum hugsa, skrifa og tala um, og annars brenna í helvíti ef við dönsum ekki eftir þeirra höfði.

Vítin eru til að varast þau. Sovétanauð og Hitlerisma var vikið frá dyrum árið 1949!

Gleðidagur!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Árið 1949 voru fimm ár liðin frá stofnun Íslenska lýðveldisins. Mikill meirihluti landsmanna vildi að Ísland yrði frjálst, óháð og  herlaust land. Gegn vilja landsmanna var Nató samningum þjösnað í gegnum þingið. Með stofnun Nató hófst kaldastríðið, sem engu skilaði öðru en gróða til hergagnaframleiðenda og fátækt í Sovétríkjunum, en til þess var leikurinn eflaust gerður.

Nú erum við Íslendingar að súpa seiðið af þessu og eru beinir þátttakendur í stríði, í  Afganistan og þar áður í Serbíu, sem engu mun skila öðru en þjáningum.

Það er gaman af körlum eins og Vilhjálmi sem fastir eru í fortíðinni, talar um "Hitlerisma"1949, hann minnir mig á Japanska hermanninn sem var enn að berjast áratugum eftir að stríðinu lauk og fannst einn og yfir gefin á eyðieyju í Japan. 

Rúnar Sveinbjörnsson, 30.3.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott hjá þér Hlynur að minna á þennan sögulega dag. Það hefur verið markvisst reynt að ræna okkur sögu okkar undanfarna áratugi - öllu snúið á haus einsog Vilhjálmur reyndar gerir. Það er alltaf reynt að berja niður alla umræðu með því að öskra Stalín og Hitler og kommúnistar. Þetta er skelfilegt andlegt ástand. Sem sagt, gott hjá þér Hlynur, og tengja söguna líka við hernaðarsinna nútímans. Vilhjálmur, vertu ekki að þessu þrugli, vertu bara málefnalegur.

María Kristjánsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góð innlegg Rúnar og María.

Ég vona að Vilhjálmur skáni aðeins með árunum þó að mér sýnist á pistli hans sú ekki vera raunin. Ég get ekki annað en vorkennt þeim sem enn eru fastir í einhverjum kaldastríðshasar og sjá óvini og "öfgamenn" í hverju horni og eru alltaf með eigin söguskýringar sem eru auðvitað þær "réttustu".

Frekar ósmekklegt samt að líkja manni við stríðsglæpamenn og fasista á borð við Göbbels þó að maður noti feitletranir á nokkur orð til áhersluauka! En Vilhjálmur verður bara að eiga það við sjálfan sig. Óska honum einnig alls hins besta.

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 30.3.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta var einhver skuggalegasti dagur í sögu íslenska lýðveldisins. Kalda stríðið í miklum uppgangi og mikið að gerast. Þá urðu smáríki í hlutverki smápeða sem var fórnað sitt á hvað, stórveldunum til framdráttar.

Eftirminnileg voru ummæli Katrínar Thoroddsen læknis sem þá sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn: „Þeim verður ekki fyrirgefið því þeir vita hvað þeir eru að gera“ og snéri við orðum Kristst á krossinum. Sú saga hefur verið sögð, að Bjarni Benediktsson sem þá var utanríkisráðherra og einn helsti forgöngumaður inngöngu í Nató, hafi orðið svo skelkaður eftir þetta furðulega upphlaup á Austurvelli, að hann fór daginn eftir með bandarískri herflugvél vestur til Bandaríkjanna. Andstæðingar hans hentu gaman af en sennilega var þarna blákaldur veruleikinn. Hvað mátti reikna með í framhaldi af þessu? Ljóst er að næstu ár voru Íslendingum mjög erfið enda stríðsgróðinn búinn, atvinnulífið fór hægt af stað eftir stríðið og ýms vandræði í smafélaginu. Þá urðu mjög harkaleg verkfallsátök í mars og apríl 1955 sem stóð í einar 6 vikur. Svona var nú það en nú gengur Íslendingum e-ð betur en margt hefur því miður farið aftur, t.d. í menntunarmálum. Íslenskan á í vök að verjast og mörgum þykir sjálfsagt að taka upp furðulegar ambögur sem ekki er hafandi eftir. Þá erum við furðulega hirðulausir um umhverfi okkar og náttúru. Og þegar að efnahagsmálum kemur tekur steininn úr. Kæruleysið er alveg hræðilegt.

En óskandi er að þessir tímar komi aldrei aftur. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband