Leita í fréttum mbl.is

Hannes Hólmsteinn rekinn frá Háskóla Íslands

hannesholmsteinn2

Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hannesi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld. Háskólarektor hlýtur að semja um starfslok við Hannes svo hann geti tekið pokann sinn.

Þessi söfnun fyrir aumingja Hannes er fullkominn brandari. Þrátt fyrir að vera aðal frjálshyggjugúrú landsins hefur hann alla ævi verið á ríkisspenanum. Var alltaf hjá Ríkisútvarpinu en ekki á Stöð 2 og er nú "prófessor" hjá ríkisháskólanum Háskóla íslands en ekki hjá einkaskólanum HR eða bara Bifröst. Maðurinn er er fullkomlega óhæfur kennari hvað þá meira. Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir meiðyrði. Bestu tillögurnar sem ég hef sér til bjargar Hannesi Hólmsteini koma frá Denny nokkrum Crane og er að finna hér.

Helgi J Hauksson tók þessa frábæru mynd af "Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í okt. 1984, þar sem hann stendur í öruggu skjóli við þjóðkirkjuhornið og rýnir í 12 þúsund manna mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB og prentara 1984. Þá rak Hannes ólöglega útvarpsstöð í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Myndin birtist við hlið annarar af fjöldafundinum í BSRB tíðindum sem var eini prentmiðillinn sem kom út í verkfallinu. Mörgum fannst hún táknræn fyrir einmanleika frjálshyggjunnar andspænis samhjálp og samstöðu fólksins og var snarlega ortur mikill fjöldi ljóða til myndarinnar." Myndina og textann er að finna á bloggsíðu Helga. Myndin er að sjálfsögðu höfunarréttarvarin.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Faðir Helga, Haukur Helgason, var þá í forystu BSRB og það var hægt að nota strákinn. Sr. Baldur sem einnig er bloggari, skrifaði svo bók um þessa atburði . Stóð sjálfur í þessu basli og var m.a. rotaður í átökum við Sundahöfn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Promotor Fidei

Hannes Hólmsteinn er afbragðskennari, og raunar með þeim allrabestu við Háskóla Íslands, og þó víðar væri leitað.

Hannes á einnig heiður skilinn fyrir að hafa verið einn helsti talsmaður frelsis á Íslandi síðustu áratugina, þar sem hann hefur oft staðið einsamall frammi fyrir kór sjósjalistanna sem vilja æ hærri skatta, æ meiri ríkisumsvif, æ meiri hömlur á líf og störf einstaklingsins.

Það er afskaplega lélegt argúment að gagnrýna Hannes fyrir að vinna hjá ríkisháskóla, þó hann sé duglegur að gagnrýna flest það sem heitir opinber rekstur. Þeir sem halda slíku fram vilja þá væntanlega framlengja rökin, og krefjast þess að þeir einir starfi hjá háskólanum og öðrum ríkisstofnunum, sem eru eindregið hlynntir ríkisrekstri, skattahækkunum og auknum ríkisumsvifum.  -Hvernig væri það?

Hannes er hreinn og beinn, eiturskarpur, og hefur merkilegt nok gert meira en flestir fyrir jákvæða stjórnmála- og efnahagsþróun þessa lands síðustu áratugina. Hann hefur hins vegar ekki þann hæfileika, sem flestir aðrir íslendingar á opinberum vettvangi hafa, að beygja skoðanir sínar örlítið til að stuða ekki þá sem eru á öndveru meiði -Hannes segir hug sinn allan, og ekki hans vandi, heldur mun frekar vandi þeirra sem til sín taka, ef fólk tekur gagnrýni og leiðsögn Hannesar sem persónulegum árásum.

Promotor Fidei, 31.3.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Af gefnu tilefni vil ég benda fólki á að skrifa undir fullu nafni en ekki undir dulnefni. Ég hef engan áhuga á að henda út athugasemdum og finnst pistill "Promotor Fidei" ágætt innlegg og óvenju málefnalegt á köflum af nafnleysingja að vera en vildi að viðkomandi þyrði að skrifa undir réttu nafni.

Það að  "krefjast þess að þeir einir starfi hjá háskólanum og öðrum ríkisstofnunum, sem eru eindregið hlynntir ríkisrekstri, skattahækkunum og auknum ríkisumsvifum." er fullkominn brandari. Það sem ég var að benda á að HHG hefur alla tíð unnið hjá ríkinu en gangrýnir svo ríkisumsvif. Hann má vinna mín vegna þar sem hann vill en það er bara dæmigert að Hann kjósi að vera með leiðinlega sjónvarpsþætti sína eins og "maður er nefndur" á rúv eð ekki hjá Skjá einum eða Stöð 2! Það er drepfyndið.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er það ekki of langt gengið Hlynur, að ætla reka Hannes?

Myndi sú aðgerð ekki lykta af pólitískum hreinsunum sem ég tel rétt að forðast.  Hannes hlýtur að gera betur næst og gæta betur að tilvitnunum og gæsalöppum.  

Sigurjón Þórðarson, 31.3.2008 kl. 10:22

5 identicon

Ef Háskólinn ætti að grípa til einhverra aðgerða fyndist mér það e.t.v. eðlilegt að Hannes fengi ávítur eða áminningu.  Brottrekstur er of þungur dómur að mínu mati (en hvað veit ég svo sem?).

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Tómas fær prik fyrir góðan húmor, alveg að mínu skapi:)

Ég tek undir það að auðvitað væri fullharkalegt að sparka í Hannes greyið og sennilega rétt að veita honum bara áminningu.Hann nýtur jú réttinda opinberra starfsmanna þó að hann sé á móti þeim réttindum sjálfur fyrir aðra:)

Það væri hinsvegar ekki pólitísk hreinsun að reka Hannes, Sigurjón. Þegar prófessor er dæmdur fyrir ritstuld í hæstarétti er ekki bara hægt að segja: "Heyrðu vinur, passaðu þig að gera þetta ekki aftur og mundu nú að nota gæsalappir næst, vinur minn"!

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 11:02

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sverrir Hermannsson tróð Hannesi upp á Félagsvísindadeild á sínum tíma. Þá var staða lektors í stjórnmálafræðum stofnuð sérstaklega, klæðskerasniðin fyrir HHG. Hún var aldrei auglýst enda í góðu samræmi við forsjárhyggju Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að sjá vel um sína gæðinga.

Ef VG tæki þátt í ríkisstjórn kæmi það ekki Mosa á óvart að eitt fyrsta verk menntamálaráðherra VG væri að leysa HHG frá embætti enda hefur hann jafnan gefið langt nef viðhorfunum um hlutleysi vísindamannsins gagnvart viðfangsefnum sínum. Þýski þjópðfélagsfræðingurinn Max Weber er höfundur þeirrar kenningar sem notið hefur viðurkenningar nema nokkurra últra hægrimanna á borð við HHG.

Sverrir Hermannsson er sem fyrrum ráðherra ekki síður ábyrgur gagnvart Háskóla Íslands vegna umdeildrar fyrirgreiðslu á sínum tíma í þágu HHG.

Kveðja norður heiðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.3.2008 kl. 11:52

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Myndina af HHG er að finna í bók minni og Jóns Guðna Kristjánssonar Verkfallsátök og fjölmiðlafár útg. 1984. (Eins og Gísli bendir á). Við greiddum Helga Haukssyni ágætlega fyrir myndirnar enda stórgóðar. kv. B

Baldur Kristjánsson, 31.3.2008 kl. 11:56

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fæ nostalgíukast þegar ég sé myndina af Hannesi við hornið á Dómkirkjunni.  Við læknaritararnir á Lansanum stækkuðum hana og höfðum upp á vegg í mörg ár.  Hún er svo lýsandi.

Ég sé ekki að það sé annað til ráða en að gefa honum reisupassann, með dóminn á bakinu.  Án þess að ég finni til nokkurar Þórðargleði þess vegna.  Held bara að HÍ sé betur kominn án hans.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 12:05

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Hlynur

Ég veit þú varst að reyna ná í mig. Það er ekkert að því að taka þessa mynd til saklausra einkanota þar á meðal innan Moggabloggsins þar sem ég hef þegar birt hana sjálfur, þ.e. ef henni er ekki breytt og ljósmyndara er getið.

Kannski bæti ég bráðum við fleiri verkfallsmyndum. Annars er auðveldast að ná í mig í síma 6633033 og hehau@internet.is.

Það er reyndar líka rétt hjá Baldri sem er maður sem ég met mikils að þeir félagar Baldur og co greiddu ágætlega fyrir opinn aðgang að öllu myndasfninu frá verkfallinu fyrir bókina þeirra haustið 1984, en mér fannst hinsvegar að því gefnu þeir ekki nýta sér það svo vel sem þeir hefðu getað gert við hönnun og uppsetningu bókarinnar, og prentsmiðjan þeirra heldur fara illa með þær en vel. Hins er þó að gæta að bókin var unnin mjög hratt svo það var vel skiljanlegt.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.3.2008 kl. 12:50

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þetta Helgi. Ég vildi gjarnan fá leyfi frá þér fyrir þessari frábæru mynd. Takk fyrir að bregðast svona vel við. Þessi mynd er að mínu mati ein besta íslenska fréttamynd síðustu aldar.

Annars mæli ég með því að fólk skoði myndaalbúm Helga á bloggsíðunni hans, þar eru margar perlur.

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 13:09

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

rætin mannvonska hefur alltaf verið aðal drifkraftur últra vinstrisinna

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 15:25

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Og "taumlaus manngæska" hefur "alltaf" verið drifkraftur últra stóriðjusinna:)

Komdu nú Gunnar, upp úr skotgröfinni og hættu þessari "mannvonsku":)

Últra vinstrikveðjur, 

Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 15:34

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta ekki það, sem kallað er Schadenfreude, Hlynur? Þarftu að sparka í liggjandi mann? Eða ertu að láta á það reyna, að Hannes geti farið að hafa upp í þessar 'skaðabætur' með því að höfða og vinna meiðyrðamál gegn þér og öðrum fyrir fjölmæli hér á síðunni? – Það er fráleitt að tala um Hannes sem "óhæfan" háskólakennara. Hann er með fínustu prófgráðu Oxford-háskóla, D.Phil., og höfundur fjölda fræðibóka. Það er kannski öfundin sem rekur suma hér til að hamast svona á manninum? En það er ykkur sízt til frægðar, þið stækkið ekkert á því að reyna að draga hann niður.

Jón Valur Jensson, 31.3.2008 kl. 15:40

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðjón minn mosavaxni, þú talar um þá, sem "gef[a] langt nef viðhorfunum um hlutleysi vísindamannsins gagnvart viðfangsefnum sínum," en ég hélt einmitt, að Marxistarnir hefðu þetta viðhorf gagnvart sannleikanum; og Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði (á vinstri væng, ekki hægri), hefur afskaplega skringilega afstöðu til hlutleysis og hlutlægni. Kannastu ekki við mottó vinstri manna: "allt er pólitískt"? So much for their acceptance of ofbjective truth in the sciences and other fields of human knowledge.

Jón Valur Jensson, 31.3.2008 kl. 15:50

16 Smámynd: Guðmundur Magnússon

Mér finnst þetta ómakleg skrif um ágætan fræðimann og brautryðjanda á ýmsum sviðum í hugmyndum og stjórnmálum hér á landi. Það er fráleitt að álasa Hannesi fyrir að starfa hjá ríkinu þegar haft er í huga að þegar hann kom til starfa við HÍ haustið 1987 var enginn annar akademískur vettvangur fyrir starfskrafta hans. Og stutt var þá síðan öðrum en ríkinu var bannað að halda úti útvarpi og sjónvarpi. Fyrir framtak Hannesar og félaga var einokun Ríkisútvarpsins aflétt. Það eru fáir sem mæla henni bót í dag. Svo ekki sé nú minnst á frumkvæði og forystu Hannesar fyrir ýmsu því sem nú þykir sjálfsagt í stjórnmálum – þar á meðal í flokki Vinstri grænna.

Guðmundur Magnússon, 31.3.2008 kl. 15:55

17 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvaða voða viðkvæmni er þetta. Jón Valur æðsti prestur "últranna" mættur tvöfaldur og nú Guðmundur Magnússon líka. Ég er viss um að Hannes H er ekki alvondur maður en honum varð heldur betur á í messunni þegar hann stal og skrumskældi texta að vild og fannst ekkert athugavert við það. Slíkt sæmir ekki prófessor við HÍ. Ég stend við allt sem ég hef skrifað en vil biðja menn að anda djúpt áður en þeir fara að lýsa yfir takmarkalausri aðdáun sinni á einstaka persónum:)

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 16:06

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hlynur minn, ég fyrirgef þér öll þín ónytjuorð, ef þú mætir ásamt öllum þínum mönnum fyrir framan kínverska sendiráðið kl. fimm í dag (eftir 49 mínútur) til stuðnings við kröfuna um mannréttindi og þjóðfrelsi Tíbetbúa.

Jón Valur Jensson, 31.3.2008 kl. 16:11

19 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Jón Valur, ég er á Akureyri. Ég mynd mæta fyrstur manna við kínverskasendiráðið ásamt Birgittu og félögum og krefjast mannréttinda fyrir íbúa í Tíbet. Þú skilar ef til vill fyrir mig baráttukveðjum. Ég tek undir kröfurnar. Ég skal svo reyna að draga úr þessum meintu "ónytjuorðum"!

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 16:25

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hélt þú værir varaþingmaður og ekki vandari að virðingu þinni en þetta!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2008 kl. 17:36

21 identicon

Mosi ... það var Birgir Ísleifur Gunnarsson þáverandi menntamálaráðherra sem skipaði HHG í embætti.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 18:23

22 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hannes hefur fyrst og fremst unnið mikinn skaða hér á landi en ekki gagn eins og sumir halda fram, mantran örþreytta sem hann hefur kyrjað dag og nótt í áratugi um að græðgi sé góð hefur glapið alltof marga til ills...enda er hann hættur að gala þann falska söng, í bili allavegana á þessum síðustu og verstu þegar holur hljómur möntrunar blasir öllum við.

Hann talar líka oft um að hver sé sinnar gæfu smiður og eigi að taka afleiðingum verka sinna og orða, eitthvað fer lítið fyrir því nú þegar hann þarf að horfast í augu við eigin gerðir og orð sjálfur eftir auðvirðilega rógsherferð sína gegn Jóni Ólafsyni.

Georg P Sveinbjörnsson, 31.3.2008 kl. 19:01

23 Smámynd: FreedomFries

Það á ekki að skipta neinu máli hvað Hannes Gissurarson hefur gert fyrir eða á kostnað þjóðarinnar. Þetta mál hefur akkúrat ekkert með stjórnmál eða ídeológíu Hannesar að gera, heldur það að maðurinn er prófessor við Háskóla sem þykist ætla að verða einn af þeim bestu í heiminum, og að hann braut (að því er virðist kerfisbundið) eina mikilvægustu grundvallar vinnureglu akademíunnar.

Það að háskólanemum geti orðið á þau "mistök" að stela texta annarra og gera að sínum er kannski skiljanlegt - en prófessor á ekki að geta gert þau "mistök". Og maður sem gerir slík "mistök" á ekkert með það að vera prófessor! Ekkert frekar en dæmdur glæpamaður ætti að geta verið hæstaréttardómari. Svo einfalt er það.

Það er einfaldlega ekki hægt að segja að maður sem stundar ritstuld sé "ágætur fræðimaður". "Ágætir" fræðimenn stela ekki teksta annarra og gera að sínum. Og það er hreinlega fáránlegt að halda því fram að það sé á einhvern hátt ómaklegt að krefjast þess að háskólinn, eins og aðrar stofnanir, reki menn sem eru vanhæfir til að gegna þeim störfum sem þeim hafa verið falin. Hannes brást þeim kröfum sem gera þarf til prófessors. Hann þarf að svara til saka, útskýra athæfi sitt og síðan þarf hann að taka út sanngjarna refsingu. Í bandarískum háskólum eru menn reknir fyrir ritstuld. Kannski er nóg að ávíta Hannes, og setja  hann í launaluast leyfi meðan öll fyrri verk hans eru athuguð svo ganga megi úr skugga um að hann hafi ekki stolið öðrum teksta.

Það sem fólk virðist ekki silja er að það þarf að gera mjög miklar akademískar kröfur til manna sem gegna embætti prófessors. Ef Hannes verður með einhverjum hætti látinn gjalda fyrir að hafa ekki staðið undir þessum kröfum er það ekki vegna þess að einhverjir "lúserakommatittir" séu að leggja aumingja Hannes í einelti.

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur

FreedomFries, 31.3.2008 kl. 19:46

24 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Eg tek undir med fyrrum nagranna minum honum Magnusi (sem oft adur). Eg er ekki viss um ad eg heldi minni akademisku stodu her ytra gerdi eg mig sekan um storfelldan ritstuld. I minu fagi er farid ad taka hardar a thessu en adur og svo er sifellt audveldara ad skoda "verbatim" ritstuld med thar til gerdum forritum.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 31.3.2008 kl. 20:30

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Hlynur, þitt ágæta svar.

Jón Valur Jensson, 31.3.2008 kl. 22:16

26 Smámynd: halkatla

það er mjög fyndið að lesa sum viðbrögðin sem þú hefur fengið við þessari færslu Hlynur - og hún er líka fyndin :)

og allt í sambandi við ljósmyndina er fyndið :)

og að það sé hérna fólk sem rýkur upp til handa og fóta til að kyrja frjálshyggjumöntruna eða þjösnast á þér fyrir mannvonsku vegna þess að þú ert ósáttur við að Hannes sé prófessor þrátt fyrir þessa "glæpi" er líka stórfyndið og merkilegt!

Hlynur, Georg, Freedomfries og fleiri eiga hér stórgóð innlegg, full af sannleika 

p.s Árni, mig hlakkar svo til þegar ég verð kærð fyrir ritstuld og meiðyrði - þá er partý og ykkur öllum boðið

halkatla, 31.3.2008 kl. 22:35

27 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sem gamall fréttaljósmyndari vil ég þakka fyrir endurbirtingu einhverrar bestu pólitísku ljósmyndar samtímans - inspireraði mig (sem ætlaði að verða hlutlaus fréttaljósmyndari) mjög í anda Henri Cartier Bresson, meistara augnabliksins - áður en ég sneri mér að öðru.

Hitt er ekki síðra að geta þakkað fyrir bókina Verkfallsátök og fjölmiðlafár sem (ég á enn uppi í hillu og) var mér, lögfræðingnum, lobbyistanum og framkvæmdarstjóranum, sem almannavarnahandbók ef svo ólíklega færi að til stéttaátaka kæmi meðan ég var í forsvari fyrir háskólamenn.

Takk fyrir mig.

Gísli Tryggvason, 1.4.2008 kl. 00:47

28 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þetta mál um hann Hannes er hreinlega ekki pólitískt og ég skil ekki af hverju fólk er að hlaupa upp til handa og fóta til að verja það sem hann gerir. Hvort sem menn eru samherjar hans í stjórnmálum eða ekki þá má ekki líta fram hjá því að ritstuldur er alvarlegt mál og á að taka hart á slíku. Ef nemandi við Háskóla Íslands er staðinn að ritstuldi eða því að svindla þá má reka viðkomandi úr skóla. Af hverju eiga aðrar reglur að eiga við um prófessora?

En hvernig er það annars, fer Hannes á sakaskrá við þennan dóm? Eru ekki einhverjar reglur líka innan HÍ um það að prófessorar megi ekki vera á sakaskrá? Það er kannski rangt en ég man að einhver sagði mér þetta fyrir mörgum árum og þá í tengslum við allt annað mál. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 03:51

29 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Það er dálítið sérkennilegt að lesa allar þessar athugasemdir sem langflestar fjalla um persónu Hannesar og hvort hann sé góður strákur eða ekki. Það er eins og margir sem tjá sig hafi ekki lesið sjálfan pistilinn sem kom umræðunni af stað.

Háskóli er vísinda og fræðasetur og æðsta embættið er prófessor. Hlutverk prófessors er m.a. að standa vörð um vísindaleg og fræðileg vinnubrögð og leiðbeina nemendum á því sviði. Prófessor er því ekki bara starf heldur lifandi fordæmi. Hannes hefur að því er virðist brotið gegn einni af megin stoðum vísindalegra vinnubragða.

Er rétt að gjaldkeri sem verður uppvís að fjárdrætti haldi stöðunni? Væri verjandi að umboðsmaður barna héldi stöðunni yrði hann uppvís að því að slá börn?

Þetta mál er prinsipmál og hefur akkúrat ekkert að gera með persónu Hannesar.

Vilhelmina af Ugglas, 1.4.2008 kl. 05:48

30 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Árni: Halldór Laxness var ekki prófessor við Háskóla.

Annars vildi ég bæta því við fyrri færslu hér að ofan, að Hásóli Íslands þarf ekki að reka HH þó hann verði sviptur prófessorsembætti. HH er vinsæll og góður fyrirlesari og próvókatívur fræðimaður.

Það væri því missir ef hann fengi ekki að kenna áfram við skólann. Hinsvegar er ljóst að háskólasamfélagið getur varla sætt sig við að hann verði áfram prófessor.

Vilhelmina af Ugglas, 1.4.2008 kl. 06:25

31 identicon

Skrýtið hvernig óheiðarleiki er alltaf á hægri hönd.

Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:07

32 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fréttin í Fréttablaðinu í dag um bandaríska háskólanemann sem var rekinn úr háskóla fyrir að stela frábærri teiknimynd Hugleiks Dagssonar og birta í skólablaði! Þetta er gott innlegg í þessa umræðu og Hugleikur er snillingur.

"Þetta mál er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að það svo virðist sem sinn sé siður í landi hverju. Nemendum við bandaríska skóla er umsvifalaust vikið úr skóla ef þeir verða uppvísir af því að stela þó ekki sé nema brandara sem ættaður er úr annarri heimsálfu. Hér eru menn hins vegar að reyna að sjá í gegnum fingur sér við prófessora við sjálfa akademíuna sem dæmdir hafa verið af dómstólum fyrir ritstuld."

Hér á landi fær rektor háskólans ítrekað framlengdan umhugsunarfrest því hún veit ekki alveg hvernig á að taka á máli prófessorsins sem er dæmdur í hæstarétti fyrir að stela meira og minna heilli bók og gera texta að sínum! Ekki sama Jón og séra Jón eða hvað?

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 1.4.2008 kl. 11:51

33 Smámynd: halkatla

Hlynur, þetta er Ísland í hnotskurn, við erum ekki beint þekkt fyrir að gera kröfur um gæði

halkatla, 1.4.2008 kl. 12:16

34 Smámynd: Skaz

Já þetta er bara sönnun sem staðfestir það að á Íslandi lifum við í samfélagi sem fer eftir lögmálinum um "The good old boys club" þar sem fjölskyldu tengsl og vinátta á milli valdamikilla manna skiptir meira heldur en raunveruleg hæfni eða hegðun fólks.

Sorglegt en satt... 

Skaz, 1.4.2008 kl. 13:45

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að galdrabrennuvargarnir hér hafi ekki haft fyrir því að lesa Málsvörn í Laxnessmáli eftir Hannes sjálfan. Enda gæti það aldrei haft nein teljandi áhrif á  á sjálfumglaða sleggjudóma þeirra.

 Hannes skal brenndur, sama hvað tautar og raular!

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2008 kl. 21:51

36 Smámynd: Jóhann Steinar Guðmundsson

Það virðist vera einkennandi fyrir margan listamanninn að vera á móti flestöllu jarðraski og uppbyggingu. Ál er okkur Íslendingum afar mikilvægt. Sérstaklega nú þegar minna má veiða. Einkavæddir bankar og fyrirtæki sem áður voru bara drasl hafa haldið uppi samfélaginu á undursamlegan hátt.

Þú sem ekki þolir Hannes Hólmstein og vilt endilega að hann verði rekinn úr starfi fyrir eitthvað sem snertir þig og þitt starf ekki frekar en skákmót í Bólivíu sýnir að þú hefur andstyggð á Hannesi og hans hugmyndafræði, sem svo miklu hefur skilað.

Ég álykta að þú sem myndlistamaður hefur aldrei setið tíma hjá Hannesi og ert þessvegna ÓHÆFUR og illa til þess fallinn að tjá þig um hann sem kennara. Þetta er bara blaður um eitthvað sem þú hefur ekki hundsrassgats vit á frekar en efnahagsmálum.

(ef ályktun mín var röng biðst ég forláts)

quiz: 1. Hver borgar listamannalaun?

2. Er það sanngjarnt?

3. Af hverju ekki?

4. Er það ekki speni ríkisins?

Að lokum: Lifðu í yndi og vertu með bindi.

Jóhann Steinar Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 17:30

37 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

Pólitískar ofsóknir?? er fólk ekki að grínast?

 Staðreyndir málsins eru þær að HHG er prófessor við Háskóla Íslands. Staða prófessors er æðsta staða innan akademíunnar og þar af leiðandi eiga þeir sem gegna stöðunni að standa vörð um hina vísindalegu aðferð. Vísindaleg aðferð felur í sér að stunda ekki ritstuld m.a.

Ég vil ekki að maður sem dæmdur er fyrir ritstuld af hæstarétti Íslands kenni mér eða öðrum.

Það sem mér fyndist réttast í þessari stöðu væri ef HHG segði af sér.

kv. Ragnheiður

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:42

38 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvaða ótrúlega steypa er þetta kæri Jóhann Steinar? Ég hef setið fyrirlestur hjá HHG og því er ályktun þín röng eins og flest sem þér tókst að hnoða saman í einkennilegri bræði þinni.

En batnandi mönnum er best að lifa og það vona ég að þú getir haft að leiðarljósi.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2008 kl. 17:51

39 Smámynd: Hlynur Hallsson

Og Árni, varst þú ekki að missa af einhverju? Hannes Hólmsteinn var dæmdur SEKUR í hæstarétti fyrir ritstuld og dæmdur til að greiða rúmar 3 milljónir í skaðabætur og málskostnað. Af hverju heldur þú því fram að hann hafi ekkert gert af sér? Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þínum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2008 kl. 18:02

40 Smámynd: Skaz

Heh hló nú bara þegar það var byrjað að kalla þetta pólitískt mál. Nefnið einn af 100 efstu skólum heimsins þar sem að prófessor með EINHVERN dóm er varða rit sín eða stöðu eða ummæli myndi eða hefur fengið að halda stöðu sinni.

bíð spenntur....

P.s.

Veit nú ekki betur til en að Hannes hafi nú tekið þátt í ýmsum umræðum sem á sínum tíma voru með því sniði að hægt hefði verið að flokka undir pólitískar aðfarir og jafnvel ofsóknir... 

Skaz, 2.4.2008 kl. 19:48

41 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég veit ekki hvort þú ert starfandi myndlistamaður Hlynur eða hvort þú starfar við eitthvað annað í dag. En ég vil benda þér á að kynna þér hvernig staðan er í höfundamálum í dag, sérstaklega höfundarmálum sem tengjast hinu starfræna og nettengda rými sem sífellt fleiri listamenn kjósa sem efnivið og vettvang verka sinna. Höfundarréttarlög eru gjörsamlega á skjön við þann veruleika sem við búum við í dag og er mjög hamlandi fyrir alla sköpun og vinnu með efni.

Fyrir blómlegt og skapandi listalíf er lífsnauðsyn að ekki séu of miklar hömlur lagðar á tjáningu. Eitt tjáningarform nútímans og hluti af listsköpun er Remix og framleiðsla hluta er meira að færast í átt að  mods, hacks, diy hugsun er andstæðan við fjöldaframleiðslu, færiband og tilbúnar lausnir - hún er uppreisnarandi, remix eða hakkarahugsun þar sem ekki á endilega að nota hluti á þann hátt sem vanalegt er eða sem þeir eru framleiddir fyrir heldur tengja upp á nýtt, endurblanda og endurhanna.

Það er verulega mikið í húfi fyrir listamenn og alla sem vinna að einhvers konar sköpun að sem minnstar hömlur séu lagðar á tjáningarfrelsi - ekki bara tjáningarfrelsi til að enduróma  og endurtaka heldur líka tjáningarfrelsi til að raða orðum upp á nýtt og endurblanda og endurhanna efni frá öðrum.

Í fljótu bragði sé ég bara eina lausn í sjónmáli á meðan samfélagið lagar sig að þessum nýja veruleika - það er að skapandi  fólk sniðgangi algjörlega og vinni ekki með efni sem ekki er með opnum höfundaleyfum. 

Það er skrýtið að listamenn og listavefir eins og kistan.is taki þátt í aðför að Hannesi með þessum hætti. Ég skrifaði blogg um það Kistan.is - leikvangur fáránleikans

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.4.2008 kl. 21:05

42 Smámynd: FreedomFries

Ég skil að Salvör sé æst yfir þessu máli, þar sem þetta stendur henni nærri. Ég votta henni samúð mína - og vil líka taka fram að ég hef ákveðna samúð með Hannesi. Það er auðvitað hræðilegt að lenda í svona máli.

En það verður ekki horft framhjá því að Hæstiréttur hefur dæmt Hannes fyrir ritstuld, og ritstuldur er einn alvarlegasti glæpur sem fræðimenn geta gerst sekir um. Það að halda því fram eins og Árni og margir aðrir gera að Hannes hafi "ekkert brotið af sér" lýsir því bæði skilningsleysi á akademískum vinnibrögðum og virðingarleysi fyrir dómsvaldinu. Hannes tók teksta annarra og gerði að sínum. Slík vinnubrögð líðast ekki í akademíunni.

Þá er gjörsamlega fáránlegt að verja ritstuld Hannesar með því að benda á að Halldór Laxness eða önnur skáld og listamenn taki oft efni að láni eða felli inn í sitt eigið. Hannes er ekki listamaður eða skáld. Hann er fræðimaður og prófessor við Háskóla Íslands.

Eftir að hafa fylgst með umræðum um þetta mál hér á moggablogginu og öðrum íslenskum bloggsíðum sýnist mér sem flest fólk sem er utan akademíunnar virðist ekki skilja hversu alvarlega er tekið á ritstuld í háskólasamfélaginu. Í Bandaríkjunum eru nemendur umsvifalaust reknir úr háskóla ef þeir gerast sekir um ritstuld. Og mér vitanlega komast háskólaprófessorar hvergi upp með að stela texta annarra og gera að sínum. Hvergi.

Þegar mál sem þetta koma upp í Bandaríkjunum fara þau fyrir rannsóknarnefnd sem gerir nákvæma úttekt á öllum fræðiverkum umrædds prófessors og gengur úr skugga um hvort hann hafi áður gerst sekur um óheiðarleg vinnubrögð, eins og að "remixa" teksta og skrif annarra fræðimanna án þess að geta skýrt um heimildir. Í kjölfarið er ákveðið hvort viðkomandi er rekinn eða ekki, en ef "yfirsjónirnar" eru nógu margar eða málsbætur ósannfærandi eru menn reknir. Og það þó þeir séu "ágætir" fræðimenn eða æviráðnir.

Í færslu á Eyjunni virðist Egill Helgason halda því fram að æsingur háskólasamfélagsins yfir þessu máli sé hrein móðursýki eða pólítískar ofsóknir. Svo er ekki. Ef Háskóli Íslands aðhefst ekkert getur hann ekki ætlast til þess að vera tekinn alvarlega sem akademísk stofnun. Hér er því mikið í húfi.

Þetta er alfarið spurning um akademískan heiðarleika og hæfni Hannesar sem fræðimanns og prófessors, en snýst akkúrat ekkert um pólítík hans. Háskólarektor þarf að skipa nefnd til að fara yfir fyrri verk Hannesar og svo þarf að ákveða hvort það sé nóg að hann fái áminningu.

Með kveðju,

Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur

FreedomFries, 2.4.2008 kl. 23:57

43 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég veit ekki alveg hvað er að hjá Árna Guðmundssyni, talandi um "hatursmenn" og "háskólasjoppu" og úthrópandi fólk "illa hugsandi og illa gefið". Greinilega ekki allt í lagi á þeim bænum. Svona ummæli dæma sig sjálf og segja auðvitað meira um Árna en nokkurn annan. Falla dauð og ómerk að mínu mati og er málflutningi "vina Hannesar" til vansa og minnkunar.

Innlegg Salvarar er þá mun skárra og væri hægt að taka langa umræðu um muninn á tjáningarfrelsi og ritstuld.

Já, Salvör ég er starfandi myndlistarmaður og hef einmitt fjallað heilmikið um tjáningarfrelsið og einnig um réttindi listamanna, líka á eigin verkum. 

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 3.4.2008 kl. 09:23

44 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þarna ferð þú ekki rétt með Árni, enn og aftur. HHG er ávíttur sem er afar alvarlegt og næsta skref á undan því að vera vikið úr starfi. Háskólarektor sagði dóminn yfir Hannesi vera mikið áfall fyrir skólann.

Annaðhvort hefur þú ekki tekið eftir eða ferð bara með rangt mál Árni.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.