Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. á YouTube

Ég veit ekki hvort það sé vegna áhrifa frá hinum hressa og duglega aðstoðarmanni Steingríms J., Finni Dellsén að það er verið að poppa upp hlutina hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Að minnsta kosti er Steingrímur J. Sigfússon kominn á YouTube og myndbandið er hér:

Þetta er góð leið til að koma skilaboðum til fólks. Myndbandið er að vísu ekkert rosalega poppað, svona frekar heimilislegt en á örugglega eftir að slá í gegn. En skilaboðin eru tímabær því ástandið í efnahagsmálum er ekki eins gott og Geir H. Haarde virðist halda og ég efast um að botninum sé náð, með þessari ríkisstjórn.

"Ástandið í efnahagsmálum er alvarlegt en ekki óyfirstíganlegt. Það kallar hins vegar á snarræði og öruggar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar – að hún axli ábyrgð á ástandinu eins og það er orðið og beiti þeim tækjum sem hún ræður yfir. Fyrir nokkru var ljóst að stefndi í mikinn vanda sem kæmi fyrst og fremst niður á heimilunum í landinu. Í baráttunni við að verja lífskjör almennings lögðu Vinstri græn fram tillögur á þingi fyrir þremur vikum síðan um víðtækar ráðstafanir í efnahagsmálum. Til að kynna tillögurnar og fá umræður um þær höfum við útbúið myndskeið og hleypum af stokkunum fundaröð um allt land undir yfirskriftinni Tökum á efnahagsvandanum: Tillögur Vinstri grænna. Myndbandið má nálgast á heimasíðu VG."

Fundaröðin hefst í framhaldi af stjórnarfundi Vinstri grænna á Akureyri laugardaginn 5. apríl, á Hótel KEA klukkan 15.

Að öðru leyti verða fundir sem hér segir:

6. apríl – Neskaupstaður
6. apríl – Grindavík
7. apríl – Vík í Mýrdal
7. apríl – Akranes
8. apríl – Sauðárkrókur
8. apríl – Garðabær
10. apríl – Reykjavík
10. apríl – Ísafjörður


mbl.is Tímabundið átak í verðlagseftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Alltaf tekst ykkur ágæta fólki að rugla saman arðbærri og skynsamlegri stóriðju uppbyggingu og neyslufyllerí byggðu á neyslulánum.

Tryggvi L. Skjaldarson, 2.4.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Guðmundur R Lúðvíksson

Úbbúbbub ! Þessi frasi er frábær og á heima í öllum páskaeggjum næsta árs; "að rugla saman arðbærri og skynsamlegri stóriðju uppbyggingu og neyslufyllerí byggðu á neyslulánum"

Gettu hvað það er ?

Ég hef alltaf sagt það, að lélegustu bisnessmennirnir eru menn sem koma úr frjálshyggjunni - þeim er ekki hægt að treysta !

Með bestu kveðju um áframhaldandi fjárfestingu í hlutabréfamarkaðnum.

Guðmundur R

Guðmundur R Lúðvíksson, 2.4.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Þetta er allt stóriðijunni að kenna"!!

Hvílík fásinna, eða réttara sagt fáfræði í formanni ykkar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.