Leita í fréttum mbl.is

Bæ bæ "Fagra Ísland"

samfoUmhverfisráðherra hefur brugðist og "Fagra Ísland" Samfylkingarinnar er bara plat. Þetta er sorglegt en staðreynd. Að vísa frá kæru Landverndar er blaut bekkjartuska í andlit allra náttúruverndarsinna. Samfylkingin hefur heldur betur beðið álitshnekki og ég get ekki sé að fólki sem er umhugað um náttúru þessa lands geti kosið Samfylkinguna framar með góðri samvisku. Reyndar er Samfó einnig að klikka í heilbrigðismálum, efnahagsmálum, atvinnumálum, sjávarútvegsmálum, utanríkismálum... bíddu, væri ekki einfaldara að gera lista yfir það sem Samfylkingin hefur ekki klikkað á, hjálpið mér...eh... autt blað, tabúla rasa.
mbl.is Telur Samfylkingu ekki hafa beðið álitshnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta var víst fyrirséð, því miður. Skringilegt að fólk nýti sér ekki völd sín til þess að láta verkin tala... hver er eiginlega hindrunin hjá þeim?

Er ekki bara spurning um að fólk fari að gera eitthvað róttækt:)

Bréfið sem Vinir Tíbets sendi á þingheim með ákalli til ríkiststjórnarinnar um að þögnin um málefni Tíbets yrði roftin hefur verið gjörsamlega hunsað af Samfó, sem og XD.

Fagra Ísland var bara þess eðlis að allir vissu að þau gætu ekki efnt þetta án þess að ríkisstjórnin myndi falla. Ég á svo bágt með fólk sem gefur innantóm loforð. Af hverju kýs fólk alltaf að trúa þeim sem ljúga á sem augljósastan máta?

Birgitta Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni var talað um Pótemkíntjöldin. Kannski að umhverfisstefna Samfylkingarinnar nái ekki lengra en að setja þessi sögulegu tjöld í „endurvinnslu“. Það er gott að skreyta sig einhverju fínu til að villa um fyrir kjósendum. Kannski að úlfurinn hafi brugðið sér í lambsgervi fyrir kosningar en núna virðist hamurinn vera farinn að slitna.

Formaður Samfylkingarinnar virðist vera orðin jafnherskár í hermálum og hinir natómennirnir. Mikil breyting virðist hafa átt sér stað við að setjast í ráðherrastól. Kannski mætti líkja stólum þeim við n.k. vél sem gjörbreytir innréttingunni gjörsamlega. Þetta eru orðnir hálfgerðir umskiftingar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Ég held Hlynur, að Samfylkingin sé eitt allsherjar plat."Jafnaðarmannaflokkur" hvað?Eftir að flokkurinn tók að sér að vera ný hækja fyrir Sjallana,hefur komið í ljós úlfur í sauðargæru.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 4.4.2008 kl. 10:49

4 identicon

Ég er auðvitað ekki sammála þér Hlynur. En þú verður að koma yfir á mína síðu til að skoða rökin. Ég segi ekki um Vg að stefna þeirra sé tómt plat. Ég segi ekki að Vg hafi brugðist sem stjórnarandstöðuflokkur. Ég segi ekki að Vg sé autt blað eða stefna hennar. Menn verða að greina á milli samherjaflokka og andstöðuflokka. Er kannski Framsóknarflokkurinn ykkar samherjaflokkur? Eða Frjálslyndir. Lestu rök mín. Ég held að ég sé pínulítið málefnalegri. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Samfylkingarmenn eru einfaldlega að vinna sína vinnu.  Einfalt mál.  Það vita það allir sem vilja vita það að það er umhverfisvænna að reisa Álver hér á landi en annarsstaðar.  Fátt mælir gegn framkvæmdum í Helguvík og Þórunn gat ekki komið í veg fyrir þrátt fyrir að hún vildi.  Hagfræðingar hafa bent á það að þessr framkvæmdir komi sér vel núna og mikið gleðimál fyrir suðurnesjamenn.  Vonandi að Álver á Bakka rísi einnig, það yrði skynsamlegt líka.  Fagra Ísland er nú einfaldlega þannig að fólk hafi atvinnu, geti dregið björg í bú og að hér sé hagsæld og góð lífsskilyrði.  Það græðir enginn á því þótt einhverjir hraunbakkar standi ósnortnir í náttúrunni. 

Tek ofan fyrir Þórunni að hafa unnið vinnuna sína af fagmennsku í þessu tilfelli.  Enda átti hún ekki annara kosta völ.

Örvar Þór Kristjánsson, 4.4.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steingrímur J. kraup kjökrandi á skeljarnar þegar hann sá að ráðherrastóllinn var að ganga honum úr greipum, þegar Geir og Ingibjörg tóku tal saman á ballinu eftir síðustu Alþingiskosningar og sagðist ekki útiloka álver á Bakka og í Helguvík. 

Það er voðalega þægilegt að gaspra á hliðarlínunni í pólitísku tómarúmi og ábyrgðarleysi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2008 kl. 11:56

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Dapurlegt en satt, en Samfylkingin hefur ollið mér miklum vonbrigðum, ég hefði búast við meira frá þeim.

Úrsúla Jünemann, 4.4.2008 kl. 12:27

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sf olli mér talsverðum vonbrigðum til að byrja með en Þórunn fær hrós fyrir þetta.
Framfarir og framkvæmdir ættu að kjörorð þessarar ríkisstjórnar.
Það eru svo mörg spennandi verkefni sem bíða.

Óðinn Þórisson, 4.4.2008 kl. 21:04

9 Smámynd: Ólafur B. Jónsson

 Fátt mælti gegn framkvæmdum í Helguvík og Þórunn gat ekki komið í veg fyrir þær, þrátt fyrir að hún vildi.  Vonandi að Álver á Bakka rísi einnig, það yrði skynsamlegt líka.  Síðan mætti fara að huga að öðrum valkostum, til að hafa ekki öll eggin í of fáum körfum. Frábært Ísland er nú einfaldlega þannig að fólk hafi atvinnu, geti dregið björg í bú og að hér sé hagsæld og góð lífsskilyrði.  Því hvers virði eru löndin ef enga vinnu er að fá?  

Ólafur B. Jónsson, 4.4.2008 kl. 22:22

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Ólafur, þessi tvö verkefni ættu að duga Íslendingum til 2020. Eftir það tökum við púlsinn á þessum málum aftur. Þá verða kannski allt aðrir möguleikar í stöðunni, með eða án orku.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2008 kl. 22:33

11 Smámynd: SeeingRed

Ég mun ekki kjósa Samfylkinguna aftur, finnts ég illa svikinn.

SeeingRed, 5.4.2008 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband