Leita í fréttum mbl.is

Fundarröð Vinstri grænna: Tökumst á við efnahagsvandann

vg_logowebÞað er gott ef kreppan er strax á undanhaldi. En er botninum náð eins og forsætisráðherrann sem flaug með einkaþotu úr landi vill halda fram? Sem betur fer eru ekki allir sem ætla að flýja eða standa hjá og horfa á heldur koma með jákvæðar og uppbyggilegra tillögur til lausnar vandans.

Í dag verður fundaröð Vinstri grænna um efnahagsmál hleypt af stokkunum á Akureyri. Yfirskrift fundaraðarinnar er „Tökumst á við efnahagsvandann –tillögur Vinstri grænna“ og er tilgangurinn að kynna og ræða þær tillögur sem Vinstri græn hafa lagt til á þingi til að taka á aðkallandi vanda í efnahagsmálum. Meginmarkmið tillagnanna er að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, verja stöðu heimilanna og kaupmátt launa.

14.00 Blaðamannafundur þar sem fundaröðin og tillögur VG í efnahagsmálum verða kynntar.

15.00 –Fyrsti fundurinn í fundaröðinni „Tökumst á við efnahagsvandann, –tillögur Vinstri grænna“, frummælendur eru Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir.

Allir að mæta! 


mbl.is Íslensku bankarnir að koma inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt sinni var einhver ráðherranefnd að funda úti í Evrópu og íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti kollega sinn frá Sviss. Sá íslenski spurði í hæðnistón hvað Svisslendingar væru að gera með sjávarútvegsráðuneyti, landluktir á alla vegu inni í miðri Evrópu. Svissneski ráðherrann horfði dálitla stund á þann íslenska og spurði svo; "Afhverju eruð þið með fjármálaráðuneyti?".

Mér datt þetta svona í hug, af því VG er að funda um efnahagsmál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Þarna (2. gr.)er talað um að taka samtals 120 milljarða að láni til að styrkja gjaldeyrisforðann.

Hvað kostar þetta í vaxtagreiðslum á ári og hvenær á að borga þessi lán upp?

Hverjir verða vextirnir á sparnaðarskuldabréfunum og í hversu langan tíma eiga þessi bréf að gilda.

Samtals í greinagerðinni er talað um "til beinna tölusettra útgjalda" 14,3 milljarða. Svo bætast bæturnar og fl til.

Eins og ég sagði, hvaðan eiga þessir peningar að koma? Lán eða skattahækkun.

Júlíus Sigurþórsson, 5.4.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband