Leita í fréttum mbl.is

Friðsamleg mótmæli

458291

Það gefur aldrei góða raun að kasta steinum. Ég mæli með friðsamlegum mótmælum. Það eru sem betur fer mörg dæmi um það að friðsöm mótmæli skili árangri. En því miður eru einnig mörg dæmi um að friðsamleg mótmæli eru barin niður af lögreglu og her. En þeir sem mótmæla með friðsömum hætti standa uppi sem sigurvegarar. Ofbeldi leysir aldrei vandmálin. Borgaraleg óhlýðni er sjálfsögð og gott er að fólk er að vakna af dvala og lætur ekki stjórnvöld vaða alltaf yfir sig. En friðsamleg mótmæli eru líklegri til að ná árangri.


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Að stöðva umferð á þjóðvegum er ofbeldi gagnvart meðborgurunum.

Sigurbjörn Friðriksson, 23.4.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta voru friðsamleg mótmæli, þau þróuðust bara út í annað.

Þeir sem mótmæla með friðsömum hætti standa því aðeins uppi sem sigurvegarar að einhver hlusti á þá.

Ofbeldi leysir oft vandamál - forsendan er bara að þú hafir getu til að auka þau þar til andstæðingurinn getur ekki tekið við meira.   

Ásgrímur Hartmannsson, 23.4.2008 kl. 13:25

3 identicon

Það er leitt að þetta skyldi fara svona. Spurningin er vissulega hver kastaði fyrsta steinunum ! Ég er hlynnt því fólk noti sér rétt sinn til að mótmæla því sem því þykir miður. Núna er mikið fjallað um það að aðgerðir lögreglu hafi verið réttmætar í ljósi þess hvað mótmælendur voru með mikil skrílslæti en þá velti ég fyrir mér hvað réttlætir aðgerðir þeirra gegn friðsamlegum mótmælum sem eiga sér stað uppi á fjöllum gegn virkjunum. Eru þeir sem nýta sér mótmælarétt sinn allir sami skríllinn?

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þvílíka músaheila hafa þeir vörubílstjórar sem telja ofbeldi eiga rétt á sér þó þeir fái ekki vilja sínum framgengt. Lögreglan var augljóslega margbúin að vara þessa menn við. Það er svo borðleggjandi að þeir skilja ekki eðli löggæsluvaldsins. Ef þeir eru varaðir við - þá eru ekki orðin tóm og menn eiga að gæta sín. Þá verða menn að bakka og  finna nýja friðsama leið. Aðvaranir virtu menn ekki og fóru svo bara að kíla og kasta grjóti. Það er hreint og beint skilda löggæslunnar að grípa inn.

Guðmundur Pálsson, 23.4.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er fyrst og fremst skilda lögreglunnar að beita ekki óþarfa harðræði og gæta ávalt meðalhófs Guðmundur Pálsson.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.4.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: arnar valgeirsson

ekki var ég þarna og hef bara myndbönd úr sjónvarpi og miðlum - nú og youtube - til að styðjast við.

en í einhverjum tilfellum gengu þeir helvíti harkalega fram löggukallarnir.

því miður man ég ekki eftir sérlega mörgum tilfellum þar sem friðsamleg mótmæli hafi skilað miklum árangri. borgarleg óhlýðni er nú álitin sem ofbeldi og það hlaut að koma að því að fólk fengi sig fullsatt.

franska aðferðin hefur nú aldrei verið notuð, mesta lagi að fólk sletti skyri eða málningu og fær á baukinn.

nú er björn glaður að geta notað liðið sitt, loksins. viss um það.

arnar valgeirsson, 23.4.2008 kl. 21:56

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Arnar og nú er lag. Borgarher; skráning er hafin. 

Marinó Már Marinósson, 25.4.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.