Leita í fréttum mbl.is

Tempelhofflugvöllurinn í Berlín lagður niður

Íhaldsöflin töpuðu í flugvallarkosningunni í Berlín í gær og tókst ekki að fá nógu marga á kjörstað. Það var samt mikil kosningabarátta í gangi og allt hafði verið lagt undir hjá CDU og Angela Merkel kanslari jafnvel skipt um skoðun og vildi allt í einu halda uppá þennan þriðja flugvöll Berlínar. Það er áhugaverð yfirferð yfir málið í Berliner Zeitung sem hægt er að lesa hér. Og umfjöllunin í 24Stundum um helgina var einnig ágæt.

Íbúar Berlínar skiptast í þessu flugvallarmáli í tvo hópa, austur og vestur. Í okkar hverfi Prenzlauer Berg sem er hluti af Pankow var mikill meirihluti fyrir því að leggja flugvöllinn niður en í gamla vesturhlutanum vildu flestir að hann yrði starfræktur áfram. Vinstriflokkurinn, Græningjar og Kratar höfðu öll  lagt til að Tempelhof verði lagður niður en Kristilegir demókratar og Frjálslyndir vildu halda honum. Það vantaði meira en 70.000 atkvæði fylgenda flugvallarins til að ná upp í tilskilinn 25% fjölda kosningabærra íbúa, en af þeim sem kusu vildu samt 60% halda í völlinn. Niðurstaðan er sú að hann verður lagður niður og Schönefeld völlurinn verður stækkaður. Nú lenda bæði IcelandExpress og Icelandair þar svo þetta breytir ekki miklu fyrir okkur.

Sjálf flugvallarbyggingin getur gjarnan orðið safn og eitthvað fleira enda ein stærsta bygging í Evrópu. Gamli Tempelhof völlurinn verður því vonandi hreinsaður og breytt í íbúðarbyggingar og ásamt nýjum atvinnutækifærum með grænum áherslum. Við höfum nærtækt dæmi um flugvallarmál hér á landi sem rétt væri að horfa til í þessu sambandi. 

Hér eru nokkrir tenglar á fréttir um úrslitin og sögu vallarins:

Tempelhof-Retter gescheitert

Vom Exerzierplatz zur Mutter aller Airports

Das Volk schließt Tempelhof 

"Ein deutliches Signal, das Sicherheit gibt" 

Ein Sieg gegen CDU und Springer 

Volksentscheid zu Flughafen Tempelhof gescheitert 

080427_tempelhof_ddp_2_420x278


mbl.is Tempelhofflugvöllur verður lagður af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ert þú í Pankwo gilligille. Æ fyrirgefðu. það er bara gamall stagari um Pankow sem kom mér í huga. Enda heimsóttum við Eka vinkona mín einusinni Pankow vegan þess að mér finnst þessi slagari svo skemmtilegur. Það er nú reyndar langt síðan.

Ég hélt að Tempelhof hefði lítið veið notaður undanfarið. Ég flaug þangað frá Hamborg líklega 68. Fór svo oft framhjá í S- bahn, Mér þykir gaman að fara austur fyrir. Heitir það víst ekki lengur. En þar sem ég kem frá Zhelendorf og ætla til Treptow fer ég framhjá. Fyrirgefðu blaðrið. En þegar það er Berlin stenst ég það ekki.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.4.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband