Leita í fréttum mbl.is

Stríð gegn krotinu gerir illt verra

458769A Krotarar eru komnir í stríð við borgaryfirvöld. Lausnin er ekki að moka milljónum í að þvo krotið af eða senda lögguna á liðið. Ástandið hefur bara versnað eftir að Vilhjálmur Þ. fór í einhverja mislukkaða herferð gegn veggjakroti. Lausnin er að virkja sköpunarþörf unga fólksins og fá þau til að gera myndlist og þá mun draga úr skemmdaverkum og kroti á eignir annarra. Boð og bönn í þessu efni gera bara illt verra eins og við höfum fengið að sjá. Það verður að taka á þessu kroti með góðu en ekki illu. Þá verður Borgin fallegri og allir ánægðari.
mbl.is Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mæli með 60 ára gamalli hugmynd Kristjáns Albertssonar rithöfundar um að setja niður járnbúr á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem lögreglan setti inn þá sem valda vandræðum, sjá blogg mitt af öðru tilefni:

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/523501/

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Kannski mætti kenna þeim, með góðu auðvitað, að virða eignir annarra. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 29.4.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

...Lausn sem stoppar ekkert endilega vandann, ekki allir sækjast í að korta á veggi til þess að tjá sig á listrænan hátt...fyrir klíkurnar er þetta að skemma.

Ottó Marvin Gunnarsson, 29.4.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það hefur ekkert upp á sig að beita meiri og meiri hörku gegn veggjakroturum. Ef þeir fengju einhverja veggi sem þeim væri heimilt að krota á, þá mundu flestir halda sig þar. Slíkur veggur var, skilst mér, við Austurbæjarskóla þar til fyrir nokkrum árum, til dæmis. Það verða alltaf einhverjir sem krota bara hvar sem er, en það er ekki hægt að refsa öllum fyrir það sem sumir gera, er það?

Vésteinn Valgarðsson, 29.4.2008 kl. 18:07

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Gat nú verið að bloggarar sem þora ekki að koma fram undir nafni séu með "málefnalegustu" athugasemdirnar hérna. Lassý greyið sem pissar allsstaðar og svo einhver náungi sem segist vera fullur. Best að eigandi Lassý hafi hana í bandi og þessi fulli láti renna af sér og komi svo fram undir rétt nafni hér framvegis.

Ég er sammála Vésteini og Matthildi en held að það séu full harkaleg viðbrögð við glæpum að loka fólk í búri á Lækjartorgi Guðjón. Ég er hlynntari mildari refsingum og held að betrun skili meiri árangri.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.4.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Sóðaskapurinn versnaði eftir að borgarstjórn sjálfstæðismanna og framsóknar tók við. Þeir voru með s.k. "zero tolerance" viðhorf, sem þýddi að allir veggir sem mátti krota á voru teknir úr umferð. Er það ekki þetta sem þú átt við, Hlynur, þegar þú talar um "að virkja sköpunarþörf unga fólksins"? Einhvers staðar þarf fólkið að fá að krota! Greinilega...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 30.4.2008 kl. 00:08

7 Smámynd: Ár & síð

Það er enginn munur á því að krota tögg og krass á veggi húsa í einkaeigu eða að rispa bílana fólks. Taggið hefur ekkert með sköpunarþörf að gera, ekki frekar en það að æla á bak við tré.
Veggjalist hefur varla sést hér í Reykjavík um langa hríð nema kannski á veggnum andspænis Vín&Skel á Laugavegi. Öðru man ég ekki eftir.
Matthías

Ár & síð, 30.4.2008 kl. 00:22

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nákvæmlega Þuríður. Það er einmitt þetta sem á við. Krotið er svo afleiðing af þessari "zero tolerance" afstöðu. Með því að hafa veggi sem má spreyja á og halda námskeið eins og gert var með góðum árangri má fegra borgina með flottu graffity og koma í veg fyrir "taggið" sem er réttilega bara skemmdarverk. Það er hægt að fjölga veggjum með veggjalist á, Matthías. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.4.2008 kl. 08:51

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er tómt rugl í þér Hlynur. Þegar ég rispa bílinn þinn og þykist vera að vera að búa til listaverk þá er ég að valda þér tjóni sem er saknæmt.Sama er þegar ég birtist með spraybrúsa og úða framan í þig til að skreyta þig.Ef fólk vill ekki þessi listaverk sem þú virðist halda að séu, og verknaðurinn er ekki framkvæmdur með þess vilja þá ber lögreglu að sjá til þess að fólk fái að hafa eigur sínar í friði, hvort sem það er húsið þitt eða þú sjálfur.Kanski ætlar þú að þakka mér fyrir ef ég birtist með spraybrúsa og krota á húsið þitt.Og kanski á bílinn  líka .Ætlarðu að gefa mér leyfi.

Sigurgeir Jónsson, 30.4.2008 kl. 09:39

10 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Í næsta nágrenni við "veggi sem mátti spreyja á og fegra þar með borgina með flottu graffity" svo notað sé orðfæri pistilshöfundar, versnaði plágan af kroturunum.

Ég átti eiginlega von á hliðstæðum pistli þar sem væri agnúast út í það að verið er að hefta sköpunargleði ungmenna sem hafa verið að skreyta nágrenni Hafnarfjarðar með eldi.

Hólmgeir Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.