Leita í fréttum mbl.is

Flott bænakall raskar ró sofandi fólks

Þórarinn Jónsson er greinilega hress náungi og þetta verk hans er ansi gott. Samt pínu grunsamlegt að tölvubilun hafi valdið því að bænakallið fór í gang klukkan fimm að morgni! Ef myndlist truflar fólk er áhugavert að skoða í hvaða samhengi það er og af hverju fólk truflast auðveldlega.

Þórarinn komst heldur betur í fréttirnar í vetur með verkið sitt "This is not a bomb" sem hann kom fyrir á listasafni í Toronto, við lítinn fögnuð starfsfólks og lögreglu. Hann var handtekinn, rekinn úr skólanum og svaka læti en ég veit ekki hvort hann var kærður og þá fyrir hvað. Þetta nýja verk hans "Bænakall" er betra finnst mér en auðvitað leitt að það hafi farið í gang svona snemma dags og raskað nágranna. Það var fín umfjöllun um málið í kvöldfréttum ruv.


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég man þegar bænaákallið ómaði hér fyrir norðan, minnir að það hafi verið í tengslum við Arabíska myndlistarsýningu.....ég fór oft út í dyr heima hjá mér því mér þykir þetta mjög fallegt....á vini frá Íran sem hafa tónað fyrir mig og það var enn fallegra.....skil ekki ofsann í sumum yfir þessu, það er svo margt annað sem er meira truflandi. Annars...góða helgarrest..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Umfjöllun Ríkisútvarpsins er röng. Þegar því er haldið fram að Þórarinn hafi verið handtekin fyrir að "sýna" eftirlíkingu af sprengju í Toronto.  Þórarinn var handtekinn fyrir að koma fyrir eftirlíkingu af sprengju í listasafni hér í Toronto, áletrunin "this is not a bomb" var hengd við sprengjuna, sem var nokkuð haganlega gerð.

Ef menn gera ekki greinarmun á því að koma fyrir sprengjueftirlíkingu og því að sýna sprengjueftirlíkingu, eru menn líklega komnir lengra í "listinni" heldur en ég hef vit til að skilja.

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 04:45

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Mér fannst þetta ekki flott! Hvorki "sprengjan" né "Bænakallið"!  Tek undir með G. Tómasi. Það að "gleyma" að merkja verkið í Toronto vekur spurningu um tilganginn. Hávaðinn af "Bænakallinu" var nokkrum decíbelum of mikill, sem á reyndar líka við um kirkjuklukkurnar í Háteigskirkju.  Einhvern tíma voru málaferli vegna þeirra, sem kirkjan vann.  "Bænakallið" fór langt upp fyrir klukkurnar í hljóðstyrk!  Hefði eflaust verið notalegt, ef hávaðinn hefði ekki verið svona mikill.  Mörg notaleg og góð músík verður vond á of miklum styrk.  Kannski má því segja, að hávaðinn hafi yfirskyggt boðskapinn!  Sem vekur líka spurningar.  Reyndar þær sömu og "sprengjan".  Í báðum tilvikum sýnist mér höfundurinn hafi skipt meiru máli en verkin og boðskapur þeirra!

Auðun Gíslason, 4.5.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hlynir hundleiðinlegt að láta raska svefnró sinni hvort sem það eru múslemar eða krisnir. Í Berlín þar sem ég hef alltaf dvalið rðuhvoru síðan ég var unglingur 1962 er krikja beint á móti okkur. Mér fannst hún allfar byrja hrngingarnar kl 8 að morgni, hér áður fyrr en nú er það kl 10. Hund leiðinglegt,.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.5.2008 kl. 00:52

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mig langar til að gefa þessum unga listamanni uppbyggjandi gagnrýni:

Hættu þessu, vegna þess að það er búið að gera þetta áður.

Eva Benjamínsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:51

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir athugasemdirnar öll.

Það er rétt hjá þér Eva að það er búið að gera afar lík verk oft áður. En er ekki búið að gera allt, oft! Hinsvegar hefði Þórarinn átt að vinna heimavinnuna sína aðeins betur og vita það. Og láta "bilun" í hugbúnaði ekki ræsa dótið klukkan fimm að morgni. Tek einnig undir með ykkur Jórunn og  Auðun, kirkjuklukkur geta verið ansi háværar og pirrandi.

Við vorum eitt sinn á húsbílaferðalagi í Hollandi og fundum þetta fína bílastæði í einhverjum smábæ... en sáum eftir því snemma morguns þegar kirkjuturn sem við höfðum ekki séð vegna myrkurs eða þoku byrjaði að spila heilu aríurnar á korters fresti árla morguns og frameftir:)

Þessi tónlist er hinsvegar afar falleg en undir ákveðnum kringumstæðum óþolandi.

Áhugaverð pæling hjá Tómasi einnig um eftirlíkingar og "að koma fyrir" eða "sýna".

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.5.2008 kl. 08:35

7 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Mér finnst notalegt að vakna á morgnana við söng þrasta og starra og sá söngur nægir mér. Áminningar um tilvist guðs og trúariðkun í bjölluhljómi eða bænakalli truflar bæði mig og fuglana og er álíka hvimleitt og síbyljan í ljósvakamiðlunum, hálfguðadýrkun poppheimsins. Bænakall sem listaverk, ókei, gömul lumma eður ei? Látum fuglana sjá um morgunsönginn. 

Kristbergur O Pétursson, 5.5.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband