Leita í fréttum mbl.is

Það er komið nóg, útaf með ríkisstjórnina

geir_haarde

Geir H. Haarde sagði fyrir mánuði að það væri gott að verðbólgutoppurinn kæmi allur í einu því nú myndi verðbólgan fara að lækka... en hún heldur áfram að aukast! Allt tal um stöðugleika og hagsæld er bull og Geir ætti að axla ábyrgð og segja af sér. Honum hefur mistekist hrapalega að stýra þjóðarskútunni. Aldrei meiri viðskiptahalli og mesta verðbólga í 18 ár. Hversu lengi á þetta að ganga? Er ekki komið nóg? Útaf með ríkisstjórnina, hún hefur gott af því að fara á varamannabekkinn. Þeim er ekki treystandi og gera bara illt verra. Eitt ár af rugli er nóg. Hvað þá þrettán!

"Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,3% og hefur ekki verið jafn mikil í tæp 18 ár. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% sem jafngildir 28% verðbólgu á ári." 


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Stærstu og mestu mistökin voru gerð í tíð fyrri ríkisstjórna.  Það þarf lengri tíma en eitt ár til að leiðrétta þau.  Þessi ríkisstjórn tók við slæmu búi, sérstaklega hárri verðbólgu sem var falin á bak við allt of hátt gengi og mikilli lánaþenslu.  Ef þú heldur að eitt ár sé nóg til að leiðrétta 12 ára óstjórn þá ertu mikill bjartsýnismaður.  Til þess að leysa núverandi vanda þá þarf ekki bjartsýnismenn, allra síst bölsýnismenn, heldur raunsýnismenn.  Það er heldur ekki nóg að segja að það þurfi að gera eitthvað... heldur þarf að ganga ákveðið og skipulega til verks til þess að leysa þennan stóra vanda.

Viðskiptahalli er ekki slæmur!!  Ef það er verið að kaupa fjárfestingavörur til útflutningsatvinnugreina þá er hann ekki slæmur!!!  Ef hann er fjármagnaður með tekjum erlendis þá er hann ekki slæmur!!!  Viðskiptahalli er afleiðing fjölmargra breyta í efnahagskerfinu.  Það þarf að líta á heildarmyndina.

Það er amk. ekki hægt að treysta öðrum stjórnmálaflokkum en ríkisstjórnarflokkunum til þess að leysa vandann! 

Lúðvík Júlíusson, 26.5.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: corvus corax

En viðskiptahallinn hér og nú er slæmur! Hann er tilkominn vegna þenslu í einkaneyslu fyrst og fremst, flottræfilshætti nýríka liðsins á milljónajeppunum með alls konar dragelsi í eftirdragi, stærra hjólhýsi en nágranninn, flottari hestakerru en náunginn, kerru fyrir fleiri vélsleða, fleiri fjórhjól, fleiri torfæruhjól, o.s.frv. Risavaxin fleirihundruðþúsundkróna flatskjái upp um alla veggi, húsgögn frá okursjoppum eins og saltsjoppunni, casa, braska, okra, ræna, og hvað þær heita allar flottræfilssjoppurnar, tísku- og tuskubúðum sem selja gallabuxur og skó á 20þúsundkall stykkið á útsölu! Hvaðan kemur viðskiptahallinn? Það er augljóst.

corvus corax, 26.5.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

að hluta til er þetta rétt Covus Corax, en eins og ég segi þá ollu fyrri ríkistjórnir F og D þessari miklu einkaneyslu en ekki núverandi ríkisstjórn S og D.

Eins og ég sagði einnig þá er viðskiptahalli ekki slæmur í eðli sínu heldur er hann samansettur úr mörgum þáttum í efnahagskerfinu sem geta margir verið í ójafnvægi.  Í stað þess að einblína á viðskiptajöfnuð þá á til dæmis frekar að skoða gengisskráningu(of hátt gengi ýtir undir aukin halla), seðlaprentun(eins og 4,15% vexti og 100% íbúðalán) og lækkun skatta.  Allt þetta ýtir undir viðskiptahalla.  En hvað heldur þú að stórt hlutfall þjóðarinnar hafi verið ánægt með þá miklu kaupmáttaraukningu sem sterk króna gaf þeim (á kostnað úflutningsgreina), hin frábæru kjör bankanna á fasteignamarkaði og matarskattslækkunina?  Allt þetta ýtti undir viðskiptahallann og verðbólgu vegna þess að illa var að þessu staðið!!! 

Lúðvík Júlíusson, 26.5.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Frekar slappt að kenna alltaf fyrrverandi ríkisstjórnum um allt, Lúðvík. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórn alltof lengi (13 ár) og ber höfuðábyrgð á þessu klúðri og Samfó einnig því þau eru hækjan sem styður íhaldið til áframhaldandi valda þrátt fyrir allt. Sorglegt hlutskipti Samfylkingarinnar. Vinstri græn komu með raunhæfar tillögur fyrir 3 mánuðum um hvernig ætti að bregðast við yfirvofandi ástandi en hvað gerði ríkisstjórnin? Ekkert.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.5.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Hjartanlega sammála þér Hlynur, það er löngu komið rautt spjald á sjálfstæðisflokkinn og ætti Geir að sjá sóma sinn í því að draga sig og sitt lið til hlés.

Sædís Ósk Harðardóttir, 26.5.2008 kl. 21:02

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

VG stakk upp á því að auka gjaldeyrisforðann.  Hins vegar útskýrðu þau aðeins hvernig ætti að fjármagna hann nema af hálfu leiti, þe. með sölu skuldabréfa.  Þau gleymdu að útskýra hvernig fjármagna afganginn.  Aðgerðin hefði lækkað gengi krónunnar og aukið verðbólgu.  Var það ekki það sem gerðist?  VG sker sig þess vegna ekki úr.

 (ég sendi VG tölvupóst og spurði um nánari útfærslu en ég fékk ekkert svar)

Lúðvík Júlíusson, 26.5.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert minna upplýstur en ég hélt. Þetta var fyrirséð og margvarað við þessu á síðasta kjörtímabili. Meira að segja VG tók eftir því þá þó svo þið viljið vera í einfölduðum heimi upphrópana og hentistjórnmála.

Ef að flokkurinn þinn vildi vera trúverðugur þá hætti hann upphrópunum og kverúlisma og snéri sér að jákvæðri gangrýni og kæmi með uppbyggilegar tillögur til framtíðar. En þið og þú velið að æpa endalaust.... úlfur .... úlfur og eldur eldur og enginn tekur nokkuð mark á ykkur lengur.

Sjáðu td þetta blogg þitt.... notar " bold " á ýmis orð og undirstrikar með því þennan fráleita upphrópanastíl sem einkennir VG og þig

Jón Ingi Cæsarsson, 27.5.2008 kl. 08:08

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hva, Jón Ingi í vondu skapi í dag. Vinstri græn komu einmitt með uppbyggilegar tillögur en Samfó og äihald stungu hausnum í sandinn. Að nota feitleitrun á nokkur orð er bara til áherslu sem eykur greinilega enn á gremjuna hjá sumum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.5.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.