Leita í fréttum mbl.is

Er ennþá verið að hlera?

halldór 

Hleranir á símum alþingismanna, verkalýðsleiðtoga og annars fólks er svartur blettur á stjórnmálasögu Íslands. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru þarna í fararbroddi og faðir núverandi dómsmálaráðherra var hvað duglegastur að láta hlera síma fólks. Enda dettur Birni Bjarnasyni ekki í hug að biðjast afsökunar á þessu siðleysi. Honum finnst sjálfsagt að hlera og njósna um fólk. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar beittan pistil um málið og einnig Auðun Gíslason. Ætli símar fólks séu enn í dag hleraðir án tilefnis? Og af hverju voru dómsúrskurðir veittir án nokkurra spurninga? Þetta er óhugnanlegt mál. Sjálfstæðisflokkurinn er brennimerktur sem eftirlitsflokkurinn og finnst það sjálfsagt mál.

Halldór Baldursson teiknaði skopmyndina. 


mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Björn Bjarnason virðist enn líta á fórnarlömb hlerara sem andstæðinga í kalda stríðinu og handbendi Kremlverja. það er víst að hann sér þau í dag sem tapara í felsisbaráttu vesturveldanna gegn kommúnismanum. Þetta fólk hafði og hefur full borgaraleg réttindi. Það á heimtingu á afsökun frá íslenska ríkinu fyrir skerðingu á æru og persónunjósnir.

Kristbergur O Pétursson, 28.5.2008 kl. 06:53

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, einmitt, Sjálfstæðisflokkurinn er eftirlitsflokkur, vel að orði komist ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.5.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Já Hlynur minn Big brother is everywhere.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 28.5.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er hvort enn sé verið að hlera pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins?

Alltaf virðist mega rökstyðja nánast hvað sem er þegar hræðsluáróður Bush er annars vegar og sá „friðaróður“ hafður í hávegum.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.5.2008 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband