Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega aulalegt hjá Samfó

Kattarþvottur er réttnefnið á þessi "sögulegu tímamót" sem þingflokkur Samfylkingarinnar er að fagna. Af hverju standa þingmenn Samfylkingarinnar ekki við loforðin og samþykkja frumvarp varaþingmanns síns, Valgerðar Bjarnadóttur, um að ráðherrar og þingmenn njóti sömu eftirlaunakjara og aðrir í þessu landi? Ögmundur Jónasson rúllaði yfir þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins í útvarpinu í morgun. Ögmundur hittir naglann á höfuðið í þessu máli. Þetta er ömurlegur kattarþvottur. Það á að tefja það og þvæla og koma með einhverjar málmyndalagfæringar á þessum ólögum. Og þingflokkur Samfylkingarinnar ætlar að standa að því og fagna!
mbl.is Fagnar endurskoðun eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta fjallagrasasyndróm gagnvart Samfylkingunni? Af hverju er þetta bara aulalegt fyrir "Samfó"? Er ekki ljóst að Samfylkingin hefur reynt að hnika þessu máli? Ertu kannski að skamma kjósendur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég skil vel að þú sért viðkvæmur fyrir þessu Gísli. En ég er ekki að skamma þig eða kjósendur, hvernig dettur þér það í hug? Ég er að skamma þingflokk Samfó sem ætlar að taka þátt í kattarþvotti Geirs H. Haarde. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.5.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Láttu nú ekki svona Hlynur. Þetta er í vinnslu og klárast væntanlega í haust. Það var lofað að gera þetta á kjörtímabilinu ef ég man rétt og ég held að það sé bara vel að verki staðið ef þetta tekst í haust.

Ég er nú ekki búinn að gleyma hinni heppilega tímasettu fjallgöngu foringja þíns þegar eftirlaunalögin voru sett. Það var full langt gengið - ef svo má segja!

Dofri Hermannsson, 30.5.2008 kl. 08:49

4 Smámynd: corvus corax

Við skulum ekki gleyma því að loforð smáfylkingarinnar hljóðaði upp á að afnema forréttindin ekki bara að tjasla eitthvað í lögin til málamynda. Það verður ekkert gefið eftir með svikabrigslin við smáfylkinguna fyrr en lögin hafa verið afnumin með öllu eða tryggt að lífeyrisréttindi forréttindahyskisins verði algjörlega í samræmi við réttindi annarra ríkisstarfsmanna. Þess vegna verður einnig að tryggja að einkahagsmunaákvæði Ceaucescus Oddssonar um ritlaunin verði þurrkað út!

corvus corax, 30.5.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Getur verið? Getur verið að Ögmundur sé ekki samþykkur Steingrími J. sem SAMþykkti... frumvarpið??  Held að þú og varaformaðurinn Kjaftrín ættu að ræða þetta í þingflokknum áður en þú skellir vandllætingunni á okkur blásaklaus.

Bjarni G. P. Hjarðar, 2.6.2008 kl. 02:16

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er einhver misskilningur í gangi hjá þér Bjarni, því Steingrímur samþykkti ekki frumvarpið þó að oft hafi verið reynt að halda því fram. Ögmundur var og er einn helsti baráttumaður fyrir því að ráðherrar og þingmenn njóti ekki sérréttinda. Ég greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma og það voru aðeins þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem greiddu atkvæði með því ásamt einum þingmanni Samfylkingar. Bara til að þetta sé á hreinu.

Það þarf ekkert að laga þetta eftirlaunafrumvarp því einfaldast og réttlátast er að afnema það með öllu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.6.2008 kl. 08:43

7 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Sæll aftur.  Ég sagði þetta því Steingrímur sagði í "FormannaSilfrinu" að hann hafi gert mistök með því að styðja þetta frumvarp.  Hann var svo ekki viðlátinn atkvæðagreiðsluna eins og frægt er.  Aulalegt er nú ekki rétta orðið yfir svona framkomu, hræsni er nær lagi. 

Bjarni G. P. Hjarðar, 3.6.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll aftur Bjarni. Steingrímur gerði sennilaga mistök með því að taka þátt í upphafi ásamt formönnum allra flokka að frumkvæði Davíðs Oddssonar. Steingrímur hefur hinsvegar marglýst því yfir að hann vill taka þessi lög til gagngerrar endurskoðunar en ekki bara laga einhver smáatriði. Ögmundur Jónasson hefur alla tíð viljað að ráðherrar og þingmenn njóti sömu eftirlaunakjara og aðrir. Getur þú ekki bara stutt það Bjarni?

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.6.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.