Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Barack Obama

obama.jpgÉg óska einnig honum Barack Obama til hamingju og vona innilega að hann verði næsti forseti BNA. Og það væri nú líka gott ef Hillary yrði varaforseti. Obama var hógvær í fögnuðinum og sáttatónn í Hillary Clinton. Vonandi rúlla þau yfir McCain og Repúblikana. Það er kominn tími fyrir skynsemi og breytingar í BNA.
mbl.is Óskaði Obama til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég bind samt ennþá vonir við að Ron Paul komi með sérframboð, bara svona til að hrista aðeins upp í kosningasirkusnum áfram, annars er hætt við að orðræðan verði ansi einhæf þar eð lítill raunverulegur munur er á frambjóðendum Republikana og Demókrata þegar upp er staðið, væri slæmt ef að afhjúpandi málflutningur R. Pauls héldi ekki áfram að ná eyrum sem flestra finnst mér. En allt er náttúrlega betra en gamla stróðsflónið MacCain sem sumir kalla þó "stríðshetju" af algengum misskilningi, það er náttúrulega ekkert hetjulegt við heilaþvegna Hermaura, hvorki fyrr né nú.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.6.2008 kl. 14:51

2 identicon

já, mér líst vel á hann, betur en Hillary verð ég að segja, að henni ólastaðri.

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:33

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Því miður held ég Hlynur, að demokratarnir hafi verið að missa af þvílíkt gullnu tækifæri að marka djúp spor í heimsöguna, að velja sér konu í fyrsta skiptið til að verða hugsanlega valdamesta persóna heims.

Eindregið mín skoðun og hefur verið um nokkurt skeið, að lífsnauðsynlegt sé fyrir framþróun heimsins á 21. öldinni, að konur taki meir völdin.

Er annars ekki pottþétt að þegar STeingrímur hættir, að arftakin verði kona? Sé ekki annað í stöðunni í dag, en kannski gætu orðið átök kvenna á milli, fleiri en ein koma augljóslega til greina og ég hef sja´lfur margoft líst minni skoðun hver þeirra sé vænlegust í dag.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: braveheart

Sæll vinur.

Megi allar góðar vættir forða okkur frá vinstristjórn í BNA.

braveheart, 4.6.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er líka svo glöð að hann vann, núna er ég bara að vona að ekkert gerist fyrir hann. það er gott að senda honum verndunarhugsun af og til, það hefur áhrif. það er nefnilega því miður svo margir brjálæðingar í heiminum.

knús til þín og þinna kæri vinur !

steina kleina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.