Leita í fréttum mbl.is

Af dómaraskandal

big-geirigoldfingerjpgÞað er ágætt að loksins sér fyrir endann á þessu furðulega Baugsmáli. Dómurinn í öðru máli sem var felldur í gær er hinsvegar skandall. Þar voru Geira í Goldfinger dæmdar himinháar bætur. Sem betur fer hefur dómnum verið áfrýjað til Hæstaréttar. (Myndin er tekin af dv.is)

Í tilefni af þessum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn Jóni Trausta Reynissyni og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur hefur  Femínistafélag Íslands sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Femínistafélag Íslands lýsir undrun og vonbrigðum vegna nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur en í dómnum er stefndu gert að greiða stefnanda 1,7 milljónir króna í miskabætur og málskosntað vegna ærumeiðandi ummæla.

Femínistafélagið telur ljóst á dómi Héraðsdóms að litið hafi verið fram hjá alþjóðlega viðurkenndri skilgreiningu á mansali. Hugtakið mansal er almennt skilgreint sem verslun með fólk, með eða án samþykkis þess, ef salan byggist á varnarleysi viðkomandi. Samkvæmt rannsókn sérfræðinga á samningum íslenskra nektarklúbba við nektardansmeyjar hefur sannast að konur sem starfað hafa á nektarklúbbum hafi verið seldar mansali. Því er ljóst að Héraðsdómur lítur fram hjá sérfræðiþekkingu á málaflokknum.

Þá þykir Femínistafélagi Íslands sýnt að dómurinn endurspegli virðingu fyrir æru íslenskra karla umfram virðingu fyrir erlendum konum, og virðingu fyrir peningum á kostnað mannréttinda.

Ljóst er að jafnrétti kynjanna á undir högg að sækja á Íslandi.


mbl.is Dómur í Baugsmáli kveðinn upp í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Bíddu, hann fær 1,7 millur í miskabætur fyrir meiðyrði en fórnalömb nauðgana og annars viðbjóðar fá kanski 150.000. Eitthvað finnst mér áheyrslurnar á röngum stöðum í þessu bölvaða dómskerfi okkar. Þetta er ekki eins og að hann beri varanlegan skaða af þessu, fær fína auglýsingu út á þetta. Ætli það skipti máli hvaða lögfræðingur fari með málið m.v. bætur sem eru dæmdar, yfirleitt eru fátækir þolendur ofbeldis með lögfræðinga skipaða af ríkinu. Jæja, ég er bara orðlaus á þessu dómskerfi okkar, eitthvað þarf að stokka upp. Svo er líka málið að ef maður vill eiga einhvern séns á að vinna mál þarf maður að hafa lagt milljónir lagabókablaðsíðna á minnið. Frelsi þjóðar má mæla með hve mörg lög eru í landinu, því færri, því meira frelsi.

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 5.6.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég er líka orðlaus. Fórnarlömb grófra nauðgana hafa aðeins fengið brot af því sem Geiri á að fá í miskabætur. Það er eitthvað mikið að í dómskerfinu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.6.2008 kl. 12:09

3 identicon

Dómarar dæma eftir lögum, ekki einhverjum rannsóknum og sérfræðiálitum frá mönnum út í bæ...

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Snorri Bergz

Sammála Hlynur. Ég er alveg orðlaus yfir þessari vitleysu. Hvernig í ósköpunum fengu dómararnir út þessa tölu...já, og hvernig datt þeim í hug að þvæla svona. Ég er alveg orðlaus.

Kv.

Snorri Bergz, 5.6.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ætlast þú til, að dómstólar fari að leita ,,sérfræðiálits" hjá ,,sérfræðingunum í kynjafræði???

Það er eins og að leita til ,,sérfræðinga" hjá Talibönum um fatna kvenna.

Nei hér verða menn að pása aðeins.  Geiri var kallaður öllum illum nöfnum sem dómurinn taldi ósönnuð.

Það er mergurinn og verkurinn.

Miðbæjaríhaldið

ekki meðmæltur nektadansi EN nefni ekki þá sem það stunda neinum illum nöfnum.

Bjarni Kjartansson, 5.6.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband