Leita í fréttum mbl.is

Síðan hvenær var bannað að hlaupa um með fána?

Það ætti frekar að vera bannað að plata fólk og grafa holur og þykjast vera að taka einhverjar "skóflustungur" (að rugli). Ef til vill hefur það farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum eða öllu heldur yfirmönnum þeirra að maður kallaði "No more Kárahnjúkar" Það er auðvitað brot gegn valdstjórninni og alvarlegur glæpur sem á ekki að líðast og þess vegna best að handjárna fólk og færa það af hinu heilaga svæði. Eða kannski höfðu ráðherrar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks bara áhyggjur af því að vera ekki einir í sviðsljósinu ásamt álbræðslukörlunum? 

"Viðstödd undirritunina voru m.a. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, John P. O Brien, stjórnarformaður Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs. Tóku þau öll skóflustungu á álverslóðinni."

Frábært lið þessir skófluráherrar íhalds og Samfó. Sem saman eru að grafa niður "Fagra Ísland" á þessari mynd.


mbl.is Mótmæli á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ó!  Var það það sem fíflið var að segja?  Mér heyrðist hann hrópa "no more carrot-eaters" og skildi auðvitað ekkert í því að lögreglumenn á Suðrnejsum hötuðu salat svona mikið.  En, er enska orðið málið hjá ykkur vinstri-grænum?

Halldór Halldórsson, 6.6.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hlynur.

 Mengunarfíklar mótmæla í Helguvík.

En fellur eitt virkið af öðru hjá mengunarfíklum.                                                                                         

Framkvæmdin við Helguvík er umhverfisvæn eins og að neðan kemur.

Stöð 2, 05. jún. 2008 og  Vísir.

Flugfargjöld gætu hækkað vegna mengunarkvóta

Gunnlaugur Stefánsson formaður Flugráðs, að árið 2005 hefði útblástur frá íslenska flugflotanum verið á við 14 álver í Straumsvík. En stýrihópur sem hann fór með formennsku í skilaði samgönguráðherra áfangaskýrslu um áhrif ákvörðunar Evrópusambandsins í morgun.

Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands nemur um 3.9 til 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun, 14 álvera á CO2 eins og þau eru hér á landi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi eða 790 þúsund tonn með raforku úr vatnsorku  í stað raforku úr jarðeldsneyti sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi. (  790 þúsund x 13,2 CO2 ) = 13.2 milljóna af CO2 sparnaður á hnattræna vísu.                                       
Verði framleiðsla á Íslandi komin í 1,0 milljón tonn á ári .Til þess þyrfti nálægt 16 TWh/a (terawattstundir á ári), reikað í orkuveri, t.d. 12 úr vatnsorku og 4 úr jarðhita. Orkulindir okkar ráða vel við það. Sú álvinnsla sparaði andrúmsloftinu
10.48 milljón tonn á ári hnattrænt  borið saman við að álið fyrir utan þess sem kæmi til baka í sparnaði væri framleitt með rafmagni úr jarðeldsneyti sem losar 14,2 tonn CO2 á framleidd tonn af áli.
Og að 1,0 milljóna tonna
álframleiðsla á Íslandi „sparaði andrúmsloftinu 13.2 milljón tonn á CO2 á ári.

 Sparar 5-falda núverandi innanlandslosun á Íslandi og um 12% af núverandi losun í heiminum vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu!"
 Er eitthvað annað land í veröldinni sem getur sparað 5-falda losun sína hnattrænt á CO2 ?.

Hippókrates.

Skrifar, ,,  

,,Vil byrja á að benda á að hér er ekki ætlunin að gera lítið úr geðsjúkum og þeirra sjúkdómi með því að bendla þá við VG. Þeir eiga við nægan vanda að stríða. Ég biðst afsökunar ef einhver tekur því á þann hátt. Það er ekki ætlunin.

Allaballar voru á móti litasjónvarpi, internetinu, sölu bjórs á Íslandi og flestu öðru sem stuðlar að einhverjum framförum og tækni. Þar á Steingrímur Joð all nokkur "Hjörlin" á þingi í þessum málum.”

http://hippokrates.blog.is/blog/hippokrates/entry/561573/

Rauða Ljónið, 6.6.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er afar athyglisvert að sjá að ráðherra samfylkingar skuli lýsa yfir svo beinum stuðningi við álverið sem raun ber vitni eftir að annar ráðherra úrskurðaði gegn heildstæðu umhverfismati. Skyldi hann Björgvin hafa tekið skóflustunguna gegn sannfæringu sinni? hmm

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.6.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Slembinn einstaklingur.

Ég vill benda þér á geirar mína endurvinnslu á áli og áliðnaði hjá td Ögmundi, sé að þú veist ekkert um það sem þú talar um þar eru linkar líka ef þú villt kynna þér málið. 

Rauða Ljónið, 6.6.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Þetta tuð þitt er orðið ansi fátæklegt.  Hrikalega dapurt að sjá þessa bjána þarna haga sér eins og fífl.    Álverið er að koma, þrefalt húrra fyrir því.  Fagra Ísland er land sem næga atvinnu er að finna fyrir þegnana og hagsæld.  Ekki að vernda einhverja einskis nýta móa.  Líður ekki sá dagur þar sem þið Vg lið farið öfugum megin framúr og eruð á móti allt og öllu.  Stórfurðulegt.

Örvar Þór Kristjánsson, 6.6.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svei mér þá, þegar ég sá alla "skóflustingarana" þá hélt ég að þeir myndu kasta upp álverinu bara í einum hvelli.  Þau voru svo mörg!

Mótmæli eru illa liðin á Íslandi, ef einhver hefur ekki tekið eftir því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 21:04

7 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Stefna Íslenskra stjórnvalda er einföld varðandi stóriðju og virkjanir versus umhverfismál: Við skulum bæði geyma kökuna og éta hana.

Kristbergur O Pétursson, 7.6.2008 kl. 07:40

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frekar dapurlegt að sjá þetta gleðigengi moka fyrir enn eitt álver. Og sumir að moka það sem þeir lofuðu fyrir kosningar jafn óðum ofan í holu. Fagra Ísland, bless.

Úrsúla Jünemann, 7.6.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.