Leita í fréttum mbl.is

TIl fyrirmyndar

gummi.steingríms

Það er til fyrirmyndar að Guðmundur Steingrímsson hefur birt sundurliðaðan kostnað við prófkjörið sitt hjá Samfylkingunni. Þetta gerir hann á bloggsíðunni sinni. Kostnaðurinn er kominn uppí 751.448 krónur en eftir eru einhverjir símareikningar og svoleiðis. Þetta verður að teljast nokkuð vel sloppið og er sennilega upphæð í lægri kantinum miðað við marga félaga hans hjá Samfó. Ég hvet alla þátttakendur í prófkjörum til að opna bókhaldið sitt og sína þannig gott fordæmi. Það á allt að vera uppá borðinu í þessum efnum hjá stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Það er nefninlega ekki nóg að tala bara um það en segja svo ekkert frá. Ég bíð til dæmis spenntur eftir því að sjá sundurliðuð útgjöld og greinargerð frá Guðlaugi Þór! Nokkrir hafa þó sýnt frumkvæði eins og Guðrún Ögmundsdóttir og Pétur Blöndal þó að ég hafi ekki séð sundurliðuð útgjöldin hjá þeim.
Vinstrihreyfingin grænt framboð birtir bókhald sitt og þingmennirnir okkar gera grein fyrir hlutafélagaeign sinni, launum og þessháttar. Allt er þetta aðgengilegt á heimsíðu Vg. Sjá til dæmis upplýsingar um Steingrím.  Þannig á þetta að vera. Það er nefninlega ekki í lagi að stjórnmálmenn þyggi gjafir og framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum til að fjármagna rándýra kosningabaráttu í prófkjörum en kjósendur fá aldrei að vita hver það er sem stendur á bakvið og greiðir kostnaðinn.


mbl.is Guðmundur Steingrímsson eyddi 751.448 krónum í prófkjörsbaráttu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Jæja ok. Sundurliðun:

 flug frá Reykjavík til Egilsstaða til að mæta á tvo fundi: 6290 kr.-

Matur á Egilsstöðum, Húsavík, Djúpavogi, Siglufirð: 3800 kr.-

Ég hefði hvort eð er borðað þannig að sú upphæð dettur út. svo ég eyddi aðeins  sexþúsundtvöhundruðogníuhundruðkrónum. 

Sveinn Arnarsson, 14.11.2006 kl. 16:31

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

sexþúsundtvöhundruðogníutíukrónur eiga þetta að vera

Sveinn Arnarsson, 14.11.2006 kl. 16:32

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

sexþúsundtvöhundruðogníutíukrónur eiga þetta að vera

Sveinn Arnarsson, 14.11.2006 kl. 16:32

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Sveinn

Þetta verður að teljast nokkuð vel sloppið. En þú náðir ekki alveg takmarki þínu í  prófkjörinu hjá Samfó. Stefndir þú ekki á 3ja en lentir í  næst neðsta? Ég er ekki að segja að það hefði borgað sig að eyða meiri pening eða að það hefði breitt neinu, hefði bara viljað sjá þig ofar á listanum.
Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.11.2006 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband