Leita í fréttum mbl.is

Betra að borga fólki mannsæmandi laun

441Er ekki kominn tími til að meta störf kennara að verðleikum og borga þeim almennileg laun? Það sama gildir um umönnunarstéttir. Það er ekki til neins að steypa "hátæknisjúkrahús" ef ekki fæst starfsfólk til að vinna þar störfin. Stjórnvöld eiga að hætta þessu rugli og þessari nísku og fara að borga laun sem fólk getur lifað af. Þetta eru mikilvæg störf. Áfram kennarar og starfsfólk sjúkrahúsa!


mbl.is Fara kennarar í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Sveitarfélögin gerðu samning við kennara til skamms tíma,sem hækka launakjör þó nokkuð. Ég tel að sveitarstjórnarmenn hafi mjög góðan skilning á því að bæta þurfi kjör kennara,leikskólakennara og annarra uppeldisstétta og þeirra sem vinna ummönnunarstörf. Þetta sýnir að það var mjög gott að færa grunnskólann yfir til sveitarfélaganna. Það þarf einnig að verða hugarfarsbreyting hjá ríkinu. Auðvitað verður að tryggja þessum hópum góð laun.Þessar starfsstéttir skipta svo miklu fyrir framtíð okkar. það hlýtur að vera hægt að skapa sátt um að þessir hópra hafi ákveðin forgang.

Sigurður Jónsson, 8.6.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: arnar valgeirsson

rétt hjá þér, hlynur. þetta er oftast skítur á priki því miður.

en ef þú ert staddur í höfuðborginni þá er formlegt boð á smá hátíð nú á mánudag. Guðfríði Lilju til heiðurs. þetta er skák en tek bara sénsinn á að þú sért ótrúlega klár skákmaður... sjá hjá mér.

arnar valgeirsson, 8.6.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, rétt hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.6.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Liberal

Og þá hlýtur þú að vera talsmaður þess að góðir kennarar, góðir hjúkrunarfræðingar, góðir læknar, góðir sjúkraþjálfarar fái góð laun?

Ef þú ert með 20 kennara í vinnu, 5 eru framúrskarandi, 10 eru miðlungs, og 5 eru lélegir, og ef þú jafnframt hefur 10 milljónir umleikis á mánuði til að greiða þessum 20 kennurum laun, hvernig myndir þú vilja útdeila peningunum?

Myndirðu vilja borga öllum 20 kennurunum sömu launin, 500,000 á mánuði án tillits til þess hversu góðir þeir eru?  Eða myndirðu vilja eitthvað annað?

Góðu kennararnir horfa á lélegu kennarana og velta fyrir sér af hverju í ósköpunum þeir fái sömu laun.  Góðu kennararnir hugsa sem svo: "Ég fer í einhverja aðra vinnu sem borgar hærri laun, því hér er mér ekki umbunað fyrir það sem ég get".  Og lélegu kennararnir hugsa sem svo: "Við verðum að berjast fyrir því að allir fái sömu launin, því við munum ekki fá svona góð laun neins staðar annars staðar, því við erum einfaldlega ekki nógu góðir".  Þeir hugsa þetta, sjáðu til, en viðurkenna aldrei.

Útkoman er að stéttin fyllist af miðlungsfólki og lélegu, á meðan góða fólkið fer annað (í einkageirann eða í önnur störf), sem allt vill viðhalda sömu launum til allra, óháð getu.

Eða viltu skipta kennurunum í 3 hópa, þ.e.a.s. viðurkenna staðreyndir?  Góðu kennararnir fái 750.000 á mánuði, lélegu kennararnir 250.000 á mánuði, og hinir miðlungsgóðu fá áfram 500.000 á mánuði.  Þá vilja miðlungskennarnir bæta sig til að hækka í launum, og lélegu kennararnir fara úr stéttinni.

Mitt gisk er það að þú hafnir þessu síðarnefnda.  Þú munt örugglega segja að a) það sé svo margt annað í lífinu en peningar (sem er gott að segja við launafólk sem er að reyna að halda heimili: "Svona svona, kallinn minn.  Þú átt kannski ekki fyrir öllum reikningum, en þú ert að vinna svo gefandi starf!  Ekki gleyma því!"), og b) að þetta sé svona týpískur frjálshyggjuútúrsnúningur (án þess að rökstyðja það frekar) og að kennarar séu ALLIR frábærir og eigi ALLIR skilið hærri laun.

Ríkið, sem vinnuveitandi, borgar alltaf lægstu launin því hjá ríkinu gengur rekstur aldrei út á að skila hagnaði (sem er þegar allt kemur til alls drifkraftur allra fyrirtækja).  Eina "starfsfólkið" sem unir sínum hag vel hjá ríkinu eru iðjuleysingjar (t.d. listaspírur og viðlíka kverúlantar).

Liberal, 8.6.2008 kl. 19:46

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Liberal, hvað með lélega stjórnendur? Þeir skila engu og fá háa starfslokasamninga. Og hvað með lélega stjórnmálamenn? Fá þeir áfram sendiherrastöðu eða hvíldadjobb í seðlabanka?

Úrsúla Jünemann, 8.6.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nákvæmlega Úrsúla! Og þessi sem skrifar undir dulnefninu "Liberal" er beðinn um að skrifa undir réttu nafni í framtíðinni á síðuna mína og þá skal ég kannski svara spurningum sem beint er til mín. En setningin: "Eina "starfsfólkið" sem unir sínum hag vel hjá ríkinu eru iðjuleysingjar (t.d. listaspírur og viðlíka kverúlantar)." dæmir sig sjálf sem ótrúlega vandræðalegt bull af hálfu "Liberal":) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.6.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Liberal

Úrsúla, lélegir stjórnendur hjá einkafyrirtækjum endast ekki lengi í starfi og fá síður en svo ofurlaun.  Þó svo að því sé slegið fram í fjölmiðlum af og til.  Það er nefnilega þannig að fyrirtækin sem þessir aðilar vinna hjá EINKAfyrirtækjum þiggja laun sín ekki frá almenningi í gegnum skatta, heldur frá viðskiptavinum fyrirtækjanna.  Ef þú ert ósátt við laun einhvers forstjóra, þá getur þú bara hætt að eiga viðskipti við fyrirtækið og þá ætti þér að vera slétt sama.  En þegar ríkið sólundar peningum í tóma vitleysu og notar ónýt kerfi til rekstrar, þá eru góð ráð dýr. 

Ég gæti ekki verið meira sammála með þingmenn sem fá sendiherrastöður eða viðlíka, mér finnst að slíkt eigi að afnema hið snarasta, en hvað eiga þá aflóga vinstrimenn að taka sér fyrir hendur í ellinni?

Þorvaldur, nei mér finnst það hreint ekkert sjálfsagt, en hins vegar finnst mér sjálfsagt að fólk geti borgað fyrir þjónustu sem ríkið kærir sig ekki um að veita (t.d. fæðingarheimilið sáluga, eða Hjallastefnuskóla), en sé ekki skikkað til að haga sínu lífi í einu og öllu eftir því sem hið opinbera boðar.  Hlyn finnst það eflaust hið besta mál að koma í veg fyrir alla mögulega "misskiptingu" með því að allir séu steyptir í sama ríkismótið frá vöggu til grafar, svona Orwellísk martröð okkar hinna.

En það sem mér finnst hins vegar sjálfsagt, Þorvaldur, er að börn sem hafa burði til að ná langt í námi fái bestu mögulegu þjónustu til þess, rétt eins og börn sem hafa burði til að ná langt í íþróttum fái bestu mögulegu þjónustu til þess, eða börn sem hafa burði til að ná langt í listum fái bestu mögulegu þjónustu til þess.  Ég er hins vegar á móti því að skattar borgi alltaf þessa "bestu mögulegu þjónustu" því fólk sem hefur snefil af skynsemi veit að slíkt virkar ekki.  Og í stað þess að boða orðræðu eins og Hlynur og hans fólk: "ríkið má bara veita þjónustuna og ríkið á að veita hana á fullkominn hátt, sama hvað hún kostar því allt tal um slíkt er nirfilsháttur" þá ætti fólk að ræða hvernig hægt er að koma á kerfi þar sem þeir sem sækjast eftir þjónustunni greiði fyrir hana að hluta til eða öllu leyti (nú eða alls ekki í sumum tilfellum).

Og ég lít á það að Hlynur skuli móðgast yfir því að einhver vogi sér að skrifa undir dulnefni á síðuna hans, og frábiðja sér þar með að svara ósköp venjulegum og sanngjörnum spurningum, sem viðurkenningu hans á því að hann á svörin ekki til.

Úrsúla má tala um að stjórnmálamenn fái "hvíldardjobb" í Seðlabankanum (og er þar með að vísa í Davíð Oddsson reikna ég með), og Hlyn finnst það bara sniðugt, en móðgast ógurlega þegar ég tala um listaspírur sem iðujuleysingja.  Það er greinilega ekki sama hver er móðgaður á síðum Hlyns.

Liberal, 9.6.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.