Leita í fréttum mbl.is

Af "tæknilegum mistökum"

árni.johnsenjpg

Úrslitin úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um helgina komu mörgum á óvart. Hvernig er hægt að tala um að spilling eigi ekki að líðast í stjórnmálum en kjósa svo þessháttar menn í forystusveitina í prófkjöri? 92% þeirra sem svöruðu könnun Fréttablaðsins sögðust ekki fagna því að Árni Johnsen væri á leiðinni aftur á þing en samt er það staðreynd að maðurinn mun að öllum líkindum mæta þangað aftur í vor, nema að kraftaverk gerist og D-listinn fái aðeins einn mann í kjördæminu! Margir Sjálfstæðismenn eru gáttaðir á þessari niðurstöðu og einnig á ummælum formannsins Geirs H, Haarde um að forystusveit Flokksins væri búin að fyrirgefa hinum dæmda manni og fagnaði honum nú. Bloggfélagi minn Stefán Friðrik Stefánsson skrifar meðal um þetta og er ekki par ánægður með Geir og segir meðal annars: "Ég ætla að vona að þessi útkoma (úr prófkjörinu (innsk.)) verði ekki það dýrkeypt fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem stofnun að hún kosti ekki flokkinn atkvæði um allt land í þingkosningunum í maí. En ég óttast það, í sannleika sagt."
Árni Johnsen bítur höfuðið af skömminni í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Hann gerir sér ekki enn grein fyrir því að hann hafi gerst sekur um glæpi: skjalafals, þjófnað og lygar svo eitthvað sé nefnt. Nei, þetta voru bara "tæknileg mistök" og notar þar með orðalag sem talsmenn ísraelshers notuðu til að afsaka fjöldamorð í Palestínu.
Sennilega er maðurinn úr steini?


mbl.is Árni iðrast ,,tæknilegra mistaka"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Keli galdrameistari. Ég efast um að það dugi að strika hann út. Það eru greinilega nokkur þúsund Sunnlendingar sem kusu Árna Johnsen í prófkjörinu og útstrikanir hinna skipta því miður afar litlu máli. Það eina sem gallharðir Sjallar geta gert ef þeir vilja ekki bara kjósa annan flokk, er að skila auðu.

Hlynur Hallsson, 15.11.2006 kl. 11:48

2 identicon

Orðalagið "tæknileg mistök" hjá Árna Johnsen eru svívirðileg eftir yfirlýsingar Ísraelstjórnar við morð Ísraelsher á saklausu fólki. Hef ég nú misst það litla álit sem ég hafði á þessum "fyrrverandi" spilta alþingismanni.

davidl (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 12:32

3 Smámynd: snillingur-jón

Tja, spurning með þessi tæknilegu mistök. Hann er sennilega úr kantsteini. 

Segi bara eins og Jesús forðum daga: Sá yðar sem syndlaus er, kastið fyrsta kantsteininum. 

snillingur-jón, 15.11.2006 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband