Leita í fréttum mbl.is

Ekki fleiri virkjanir fyrir stóriðju takk

Það er afar ánægjulegt að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að ekki skuli virkja meira fyrir stóriðju í landinu. Það er fyrir löngu komið nóg. Þessi ríkisstjórn ætlar samt að halda áfram að berja höfðinu við steininn. Og Friðrik Sófusson öslar áfram með Landsvirkjun.

Það er reyndar athyglivert að íbúar landsbyggðarinnar eru skynsamari en sumir hafa verið að reyna að halda fram. Íbúar landsbyggðarinnar vilja ekki fórna náttúruperlum fyrir álbræðslur enda hefur komið í ljós að allar tálsýnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa opinberað sig sem fals. Fólki fækkar enn fyrir austan. Og með tilkomu Alcoa Fjarðaáls óx losun á hvern íbúa hér á landi á koltvísýringi um 5 tonn - úr ríflega 12 tonnum í 17 tonn.

Hvernig væri að nýta orkuna í skynsamlegri hluti. Á Húsavík ætti að reisa netþjónabú og vistvæna starfsemi en ekki mengandi stóriðju. Það er frábær grein í Mogganum í dag eftir ungan mann sem svarar málpípu Alcoa, Ernu Indriðadóttur, rækilega.

Það sýður á álgenginu núna því Björk, Sigurrós og fleiri frábærir tónlistarmenn efna til tónleika til verndar umhverfinu. Íslenska þjóðin er að átta sig þó að Valgerði Sverris, Kristjáni Möller, Geir H. Haarde og fortíðargenginu sé ekki viðbjargandi. Við eigum meiri möguleika með hreinni náttúru en með öllum þeirra álbræðslum og ósk Valgerðar um að fólki snúist hugur í enn meiri kreppu mun sem betur fer ekki rætast. Fólk er skynsamara en Valgerður heldur.


mbl.is 57% andvíg frekari virkjunum fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Frábær mynd - stórkostlegt mannvirki!

Er stíflan sprungin? Hvert fóru grágæsirnar og hreindýrin?

Hvernig líður þessum 850 manns sem fengu vinnu þarna fyrir austan?

Hvernig væri gengið á krónunni núna ef það væru ekki að streyma inn 100 milljarðar í útflutningstekjur vegna stóriðju á þessu og næsta ári?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.6.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, félagi Hlynur.

Fróðleikur  um losun Co2 og áhrif þess á umhverfið.

Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun, 16 álvera á CO2 eins og þau eru hér á landi.

Um 80% af þeirri orku sem er nú notuð í heiminum kemur frá jarðeldsneyti úr jörðu.    

Notkun jarðefnaeldsneytis er helsta uppspretta gróðurhúsaáhrifanna á jörðinni. Stern-skýrslan og IPCC-skýrslan leggja því áherslu á  nýtingu annarra orkulinda en jarðeldsneytis sem þátt í að draga úr gróðurhúsaáhrifunum á Hnattræna vísu.
Losun koltvísýrings frá raforkuframleiðslu úr jarðeldsneyti til álvinnslu er rúmlega 110  milljón tonn af CO2 á  árið 2007.
Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands
nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun, 16 álvera á CO2 eins og þau eru hér á landi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi eða 790 þúsund tonn með raforku úr vatnsorku  í stað raforku úr jarðeldsneyti sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi. (  790 þúsund x 13,2 CO2 ) = 13.2 milljóna af CO2 sparnaður á hnattræna vísu.                                       
Verði framleiðsla á Íslandi komin í 1,0 milljón tonn á ári .Til þess þyrfti nálægt 16 TWh/a (terawattstundir á ári), reikað í orkuveri, t.d. 12 úr vatnsorku og 4 úr jarðhita. Orkulindir okkar ráða vel við það. Sú álvinnsla sparaði andrúmsloftinu
10.48 milljón tonn á ári hnattrænt  borið saman við að álið fyrir utan þess sem kæmi til baka í sparnaði væri framleitt með rafmagni úr jarðeldsneyti sem losar 14,2 tonn CO2 á framleidd tonn af áli.
Og að 1,0 milljóna tonna
álframleiðsla á Íslandi „sparaði andrúmsloftinu 13.2 milljón tonn á CO2 á ári.

 
Sparar 5-falda núverandi innanlandslosun á Íslandi og um 12% af núverandi losun í heiminum vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu!"
 Er eitthvað annað land í veröldinni sem getur sparað 5-falda losun sína hnattrænt á CO2 ?.

Alla þessir þættir í umhverfismálum vissu aðstæðingar stækkunar Alcan um þegar umræðan var á hæsta stigi en kusu að sniðganga hana í þeim tilgangi að blekkja Hafnfirðinga og fá sínu fram óháð því hvað væri rétt og satt.

Almannahagsmunir eru að virkja vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu. Þeir hagsmunir eru nú ríkari en nokkru sinni fyrr í heimi sem fær 80% orku sinnar úr jarðefnaeldsneyti og er ógnað af gróðurhúsaáhrifunum. Það eru sameiginlegir hagsmunir Heimsbyggðarinnar og almennings á Íslandi.                                 

Þetta kemur greinilega fram bæði í Stern-skýrslunni og IPCC-skýrslunni og svo öðrum skýrslum og viðurkenndum rannsóknum sem lúta að sparnaði á CO2.

Skynsömum mönnum getur skjátlast en þeir viðurkenna mistök sín ef þeim skjátlaðist,  ef þeir eru skynsamir. Ég vona að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra og þingmenn séu allir skynsamir menn og vinni þjóð sinni og heimsbyggðinni til heilla og skoða málin án þessa að láta einkapólitísk sjónarmið og pólitíska hugsun ráða ferðinni og fari að skoða umhverfismál á hnattrænavísu ekki pólitíska eins og VG og Samfylkingin ásamt öðrum umhverfissóðum hafa gert hingað til og þar með ekki hugsað að verndun  andrúmsloftsins heldur  unnið gegn henni.

Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings . Vitna ég í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Kaupþing segir einnig að samkvæmt útreikningunum megi búast við að útflutningsverðmæti áls aukist úr rúmum 80 milljörðum króna í um 170 á nú verandi gengi 28.05.2008 milljarða á þessu ári og verði komið í um 180 milljarða á árinu 2009.

UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.

Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 25.6.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Sigurjón, rauða ljón.

Ég hef engan áhuga á því að svipta fólk lífsviðurværi sínu (nema vopnaframleiðendur og hershöfðingja). En lífsviðurværi fólksins sem minnist á hangir ekki á því hvort enn meira verði virkjað fyrir stóriðju. Það er einhver stór misskilningur hjá þér.

Svo væri óskandi að bandaríkjamenn myndu endurvinna eitthvað af þessu áli sem þeir henda á hugana daglega, ef þeir gerðu það þá þyrfti ekki fleiri álver með tilheyrandi mengun.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.6.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.