Leita í fréttum mbl.is

En hvað með terroristana?

haraldur.jpgHaraldur Johannessen ríkislögreglustjóri er búinn að setja sama þykka skýrslu um á hættu af hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Björn Bjarna lagði hann fram á fundi með Sollu og Össa í morgun (ef þau voru þá mætt). Þetta er fín skýrsla og þar kemur víst meðal annars fram: "...að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi metið hættu á hryðjuverkum lága hér á landi í byrjun júní 2008." Þetta er ákveðinn bömmer fyrir Björn og ríkislögreglustjóraembættið því þá er ekki ástæða til að setja meiri pening í þessa ímynduðu hættu... nema eittvað skuli vera í undirbúningi sem við vitum ekki um... best að rannsaka það betur.

"Góðu fréttirnar" eru sem betur fer ekki langt undan: "Hins vegar fari mikið fyrir auknum umsvifum skipulagðra erlendra glæpahópa á Íslandi. Þá eru íslenskir afbrotamenn einnig stórtækir í skipulegum afbrotum." Hó hó hó, þetta verður að taka strax í gegn og best að setja enn meiri pening í ríkislögreglustjóraembættið, miklu meiri pening. En hvað um að efla almenna löggæslu í landinu? fjölga lögreglumönnum og borga þeim sómasamleg laun? Það þarf ekki að skrifa neinar skýrslur um það því það er svo augljóst. En Björn og Haraldur hafa engan áhuga á svoleiðis smotteríi, þar er best að skera áfram niður að þeirra mati.

interpol.jpg Myndin af Haraldi Johannessen er fengin að láni af vefnum logreglan.is  og myndin af Birni Bjarnasyni með Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol í Lyon er fengin að láni úr netmyndaalbúminu hans Björns.


mbl.is Aukin umsvif glæpahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ja their eru otulir felagarnir og hjalpa Bush kallinum ad reyna ad finna terror-ognina sem engin er :) Raunar var eg ad lesa nylega grein i Newsweek um kanadiska rannsokn sem gerd hefur verid a hvernig 'terror-tolurnar' eru fengnar og hvernig kemur i ljos ad terrorismi hefur raunar minnkad gifurlega og ekki haegt ad tala um verulega ogn i thvi sambandi ... NEMA madur se spunagaur rikistjornar sem vill endilega halda folki sinu i ottanum til ad tryggja atkvaedi i kosningum.

Their maettu reyndar kikja betur a astandid a Islandi i dag og spa i hvernig their meta mansal heima.

http://www.visir.is/article/20080701/FRETTIR01/597169596

Andrea J. Ólafsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband