Leita í fréttum mbl.is

Skrítið hlutfall

431132A Eitthvað er nú einkennilegt hlutfallið á viðmælendum fréttamanna. 80% karlar en aðeins 20% konur. Þetta segir okkur að við erum ekki komin eins langt í jafnréttinu og sumir vilja halda (eða halda fram).

Það þarf enginn að halda því fram að konur vilji ekki koma í viðtal. Þetta er smá klisja og ef það er eitthvert sannleikskorn í henni þá er verk að vinna og breyta þessu.

Það þarf heldur enginn að halda því fram að ekki séu eins hæfar konur til að tala við og karlarnir. Oftast er þessu þveröfugt farið. Karlarnir þykjast vita allt best og fá að blása út um allt og ekkert.

Ef til vill þarf einnig að skoða hverjir eru að tala við hverja!


mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hætta er á því að fréttafólk segi að þetta endurspegli hlut kvenna í stjórnmálum og fyrirtækjastjórnun. Og karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem nú stórtapa peningum í stjórnum stórra fyrirtækja.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.7.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það þarf svo sannarlega að skoða það hverjir eru að tala við hverja.

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég vinn á fjölmiðli, þar sem þetta hefur verið rætt margsinnis.

Það er vissulega eitthvað um það að konur treysta sér ekki í viðtal og benda á einhvern karl samstarfsfélaga sinn í staðinn. Ég hef svo oft séð þetta.

Þetta gæti verið vegna þess að karlar eru í eðli sínu meira að 'láta það vaða' meðan konur eru vandvirkari og vilja gera hlutina rétt.

Þess má geta að það var kona með áratuga reynslu í sjónvarpi sem benti mér á þessa staðreynd.

Viðar Freyr Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Einhvern tíma fyrir margt löngu færðist ég undan því að mæta í útvarpsviðtal og þá sagði ónefndur fréttamaður að ég væri eins og kona - eða kannski sagði hann kellíng! Honum tókst gjörsamlega að ganga fram af mér, manninum þeim ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.7.2008 kl. 18:14

5 identicon

Þetta er afar sorglegt en mig grunar að ekki sé við fréttamennina að sakast.

Ég var í mjög skemmtilegum áfanga núna á vorönninni í heimspeki og sögu og var tvisvar á önninni skipaðir um sex umræðuhópar. Þá fenguð við tíma til að undirbúa okkur og slíkt og að því loknu áttu smávegis rökræður og útskýringar að fara fram. Af þessum sex hópum var einn sem var skipaður einungis konum og í hinum hefur líklega um meirihluti verið konur. Eini hópurinn þar sem kona tók til máls fyrir hópinn sinn var sá sem var einungis skipaður konum.

Góður vinur minn sem er ekki hræddur við rífa kjaft og slíkt benti á þessa staðreynd en þrátt fyrir það endurtók leikurinn sig með nákvæmlega sama hætti í seinna skiptið sem umræðutími var.

Ég held að það þurfi kannski bara að sparka í rassinn á þessum konum eða eitthvað því ekki vinnast réttindin án vinnu. Tek fram að mér þykir líka afar vænt um margar af þessum konum, kannski þess vegna sem ég segi þetta.

Bestu kveðjur, 

. (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Við erum ennþá að ala upp stúlkubörn með helstu gildi í fyrirrúmi að vera hlýðin, góð og örlát, hófsöm, hógvær, blíð og .... og við verndum stúlkubörnin meira en litlu grallarana, guttana, sem fá að prófa heiminn og eru hvattir til að vera reiðir og sterkir og sækja sinn rétt og láta ekki bjóða sér hvað sem er ....

Sjáiði fyrir ykkur að þetta leiði til þess að konur stígi fram fyrir skjöldu og geri kröfur, tali máli hóps, útsetji sig fyrir gagnrýni og árásum? Erum við eitthvað hissa?

LKS - hvunndagshetja, 3.7.2008 kl. 20:05

7 identicon

Einu sinni las ég grein þar sem því var haldið fram að ef karl í stjórnunarstöðu væri að ráða einhvern í starf sem væri sambærilegt hans eigin starfi væri hann líklegri til að velja karl fremur en konu. Þetta var útskýrt með því að hann væri fyrst og fremst að leita að sjálfum sér í umsækjendum (þ.e. einhverjum sem honum fyndist líkjast honum sjálfum) . Ef þetta er haft í huga þá er spurningin þín "hverjir eru að tala við hverja" lykilspurning - ekki satt?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:24

8 identicon

Við erum ennþá að ala upp stúlkubörn með helstu gildi í fyrirrúmi að vera hlýðin, góð og örlát, hófsöm, hógvær, blíð og .... og við verndum stúlkubörnin meira en litlu grallarana, guttana, sem fá að prófa heiminn og eru hvattir til að vera reiðir og sterkir og sækja sinn rétt og láta ekki bjóða sér hvað sem er ....

Miðað við þetta var ég alin upp sem stúlka??? :) Nei ég held að þetta snúist fyrst og fremst um að öðlast traust á sjálfum sér og það reyndar er alveg heilmikil vinna í því. 

. (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:34

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jakob, það er hlutverk okkar kennara að sjá til þess að konur og karlar fái sem breiðasta kennslu og þjálfun, þar með talið að karlar séu ekki alltaf talsmenn kynjablandaðra hópa, þar með talið að það allir einstaklingar fái tækifæri til slíkrar þjálfunar. Og nemendur eiga svo sem ekki val um það, ef kennslan er góð, fremur en val um að taka samræmd próf eða önnur próf.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.7.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.