Leita í fréttum mbl.is

Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna

pennateikn_klofast_590983.jpg

Vilhelm Anton Jónsson


Samfélag í svörtu bleki
 

05.07.08 - 01.08.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna "Samfélag í svörtu bleki" á Café Karólínu laugardaginn 5. júlí 2008 klukkan 14.

Vilhelm sýnir ađ ţessu sinni teikningar á Café Karólínu. Myndirnar eru hlađnar svörtum húmor og fjalla um atburđi og ađstćđur sem snerta fólk misjafnlega. Stíll myndanna snertir á "Macabre" stíl, sem listamenn á borđ viđ Edward Gorey og Tim Burton vinna gjarnan í.

Lítil saga eđa ađstöđu-lýsing er skrifuđ inná hverja mynd. Í myndunum lýsir Vilhelm gráum raunveruleikanum og flestar myndir gerast í kring um aldamótin 1800 ţó ađ efniđ eigi viđ í dag. Međ ţví fćrir hann okkur frá samtímanum og gefur okkur fćri á ađ skođa hann úr fjarlćgđ, meta hann og gagnrýna samferđamenn okkar, gildi ţeirra og okkar sjálfra.

Tölusettar eftirprentanir verđa til sölu.
Hver mynd er ađeins gerđ í ţremur eintökum.

Vilhelm er starfandi tónlistar- og myndlistarmađur og ţetta er fimmta einkasýning hans. Vilhelm hefur gefiđ út fimm plötur međ hljómsveit sinni 200.000 naglbítum og undir eigin nafni. Hann vinnur nú ađ stóru verkefni međ 200.000 naglbítum og Lúđrasveit verkalýđsins, sem hann gefur út í haust. Hann er menntađur heimspekingur og sjálfmenntađur listamađur.

Nánari upplýsingar veitir Vilhelm í villijons@gmail.com
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 1. ágúst, 2008.

Međfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:


02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurđsson
06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08    Ţorsteinn Gíslason
 

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.