Leita í fréttum mbl.is

Bjóðum Saving Iceland velkomin

795Félagar í Saving Iceland eru upp til hópa dugnaðarforkar, hugsjónafólk sem berst fyrir íslenska náttúru. Við eigum að bjóða þau velkomin til landsins og þakka þeim fyrir hjálpina enda ærið verk fyrir höndum að opna augu nokkurra stóriðjusinna.

Það hefur margt áunnist enda sýna allar kannanir að meirihluti íslendinga vill ekki fleiri álbræðslur. Stjórnvöld hlusta hinsvegar frekar á Frikka Sóf og Alcoa/RioTinto/Alcan gengið.

Hér er afar upplýsandi heimsíða Saving Iceland.


mbl.is Saving Iceland með aðgerðabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hafa rétt á að mótmæla Hlynur, að sjálfsögðu.  Ef þau virða lög og reglur landsins.  Vonandi verður það í þetta sinn, hefur ekki verið undanfarið.

Tjalda kannski í "náttúruperlunni" Helguvík.  Færi eflaust vel um þá þar, allt til alls.

Örvar Þór Kristjánsson, 7.7.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er þetta nýr banki, þetta save in gIceland? Á maður að gefa peninga? Hver er að græða á þessu ?

Gunnar Rögnvaldsson, 7.7.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sennilega bara hugmyndabanki Gunnar:) Hefur ekkert með peninga beint að gera held ég nema það að náttúran verður auðvitað enn verðmætari í framtíðinni.

Bestu kveðjur einnig til Örvars,

Hlynur Hallsson, 7.7.2008 kl. 13:04

4 identicon

Gunnar ef þig langar að gefa eitthvað til þessa starfs þá verður það vel þegið. Hafðu endilega samband við mig ef þú vilt fá reikningsnúmer.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 17:01

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég vil heldur fá borgað frá ykkur Eva. Skatta, aðstöðugjöld og afnot af náttúrunni og þá gratís viðskiptavild Náttúru Íslands sem þið notið án þóknunar í markaðsfærslu ykkar. Hvar væruð þið án náttúru Íslands ? Í fiski ?

Að vinna við að mótmæla er orðinn stór bransi. Ég gæti trúað að það vinni jafnvel enn fleiri í hinum krítíska og niðurrífandi iðnaði á vesturlöndum en í hinum skapandi iðnaði. Gott að gíslar ykkar séu svona ríkir að þeir geti borgað lausnargjaldið. Annars væruð þið á hausnum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.7.2008 kl. 17:51

6 identicon

Fiskurinn er nú reyndar hluti af þeirri náttúru sem við erum að reyna að fá fólk til að vernda. Það er talandi dæmi um firringuna að vera ómeðvitaður um það. Og þér að segja þá erum við ekkert langt frá því að vera á hausnum en með nægjusemi og útsjónasemi er hægt að gera heilmikið samt.

Að vinna við að mótmæla er ekki stór bransi. Það er mjög, mjög, ponku, pínulítill bransi. Langflestir þeirra sem sýna andóf gegn náttúruspjöllum gera það í sjálfboðavinnu og greiða stærstan hluta kostnaðarins sjálfir. Hinsvegar er stóriðjubransinn mjög stór og mörg fórnarlömbin sem fyrirtæki á borð við Alcan og Alcoa hafa hrakið á vergang, fyrir utan mannslífin sem hafa týnst, en þetta eru ekki bara umhverfisníðingar heldur hergagnaframleiðendur líka.

Hvaða gísla áttu við? Nú ég ekki skilja bofs. Ætti ég að vera að fóðra einhvern?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Jónas Jónasson

faið ykkur vinnu.

Jónas Jónasson, 7.7.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég bíð þau velkomin og vona að þau haldi út sem lengst ekki veitir af að hafa sýnilega vakt.

Eva Benjamínsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:57

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bjóða glæpasamtök velkomin hingað??...

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.7.2008 kl. 01:30

10 Smámynd: Yngvi Högnason

Verður þér ekki óglatt Hlynur þegar þú bullar svona?

Yngvi Högnason, 8.7.2008 kl. 08:12

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég sé að þú ert ánægðari með Saving Iceland en vörubílstjórana.

Það vakti athygli mína í vor að dæmi voru um að þeir sem höfðu mikla samúð með Saving Iceland heimtuðu aðgerðir og valdbeitingu gagnvart gagnvart vörubílstjórunum sem þeir og fengu.

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2008 kl. 09:25

12 identicon

Hverjir heimtuðu valdbeitingu gagnvart vörubílstjórum Sigurjón? Það hefur alveg farið fram hjá mér.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:34

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sigurjón, heimtaði ég valdbeitingu gegn vörubílsstjórum? Ég held ekki, en þú ert nú lunkinn við að snúa út úr hlutunum svo það er aldrei að vita hvað þér tókst að lesa. Nema þú sért bara að fara mannavilt!)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 8.7.2008 kl. 20:44

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er ástæða til að hleypa þessu fólki inn í landið ?

Óðinn Þórisson, 8.7.2008 kl. 22:26

15 Smámynd: Kári Gautason

Saving Iceland glæpasamtök? Kanntu annan...

Hvað með þá glæpamenn sem við höfum hleypt inn í landið? Condi Rice, Alcoa, forseta Kína og fleiri slíka alvöru glæpamenn. 

Kári Gautason, 9.7.2008 kl. 11:08

16 identicon

Þú verður að athuga að þeir glæpamenn eru í valdastöðum og það er allt annað.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:14

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Saving Iceland glæpasamtök? Kanntu annan..."

"Hvað með þá glæpamenn sem við höfum hleypt inn í landið? Condi Rice, Alcoa, forseta Kína og fleiri slíka alvöru glæpamenn. "

Nákvæmlega!

Georg P Sveinbjörnsson, 9.7.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.