Leita í fréttum mbl.is

Jökulsá í ham og ALCOA fundir

jökulsá alcoa

Ég skrapp á enn einn einstefnufundinn sem ALCOA og co stendur fyrir hér á Akureyri. Að vísu var tekið fram í auglýsingu að aðeins þeir sem hefðu áhuga á álverum væru velkomnir en svo var, sem betur fer, búið að lagfæra þau "mistök" og breyta tilkynningunni á netinu, svo ég mátti mæta. Þetta voru hefðbundnar einræður um hvað allt gengur vel og hvað allt verður frábært og svo voru samt leyfðar stuttar spurningar. Ég spurði náttúrulega og það var eins gott því það voru ekki margir aðrir sem höfðu áhuga á að spyrja mennina út í álbræðslurnar og línulögnina. Svo dreyfði ég smá bréfi frá mér sem best er að birta bara hérna líka. Það á vel við að Jökulsá á Fjöllum sé í miklum ham um leið og ALCOA (karl-)menn fara um héröð og boða"fagnaðareirindin".

ÁLVER - NEI TAKK

FJÖLBREITT ATVINNULÍF OG BLÓMLEGT MANNLÍF BYGGT Á HUGVITI HEIMAMANNA -
JÁ TAKK

Fyrirhuguð álbræðsla ALCOA á Bakka við Húsavík er aðeins fyrsti áfanginn í miklu stærri álbræðslu. Þá fyrst verður álbræðslan "hagkvæm" fyrir ALCOA.

Hvar á að taka alla orkuna? Það er bara hugarburður að svo mikil orka fáist úr jarðvarmaveitum. Djúpboranir eru ekki einu sinni komnar á tilraunastig og alltaf er verið að fresta tilraunum (sjá ruv.is 20.nóv. 2006). Hvaða fljót á að virkja til að fá alla orkuna sem ALCOA þarf bara í fyrsta áfanga svo ekki sé talað um allt hitt?

Jarðvarmaveitur á háhitasvæðum eru einnig í mörgum tilfellum óafturkræf skemmd á stórfenglegri náttúru. Á þessu er fólk fyrst nú að átta sig, þegar við sjáum risavirkjanir rísa á Hellisheiði, í Svartsengi og víðar.

Í dag voru ólöglegar framkvæmdir á Hengilssvæðinu stöðvaðar enda engin leyfi fyrir virkjun þar. Loksins verða orkufyrirtækin að átta sig á því að þau eru ekki yfir landslög hafin.

Við mælum með því að að allir lesi bók Andra Snæs Magnasonar:


Draumalandið
Sjálfshjálparbók
handa hræddri þjóð

 


mbl.is Jökulsá á Fjöllum að meira og minna leyti komin í Skjálftavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband