Leita í fréttum mbl.is

Styrmir moggaritstjóri snýr enn útúr

Steingrímur.J.Sigfússon styrmir

Ég heyrði lesið úr leiðara Moggans á Rás 1 í morgun. Styrmir Gunnarsson sem sennilega hefur skrifað þennan nafnlausa leiðara er enn við sama heygarðshornið. Hann reynir að snúa út úr orðum Steingríms J. Sigfússonar í grein sem Steingrímur skrifaði í Moggann í gær. Styrmir fullyrðir að það sé einhver tvöfeldni fólgin í því að gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar (eða öllu heldur stefnuleysi) í málefnum nýrra íslendinga og svo það að fagna fjölmenningu eins og Vinstri græn gera. Nú getur Steingrímur auðvitað svarað fyrir sig sjálfur en það sýður auðvitað á manni þegar ritstjóri Moggans ræðst svona úr launsátri (nafnlaust) með einhverjum fáránlegum dylgjum. Vinstri græn vilja taka með ábyrgum hætti á móti nýju fólki og við fögnum fjölbreyttu og betra Íslandi. Hinsvegar gagnrýnum við ríkisstjórnina sem með þensluaðgerðum fær hingað "erlent vinnuafl" eins og það er af sumum kallað (en átt  við fólk!) án þess að hugsa um hvað verður um þetta fólk þegar þenslan í þjóðfélaginu minnkar eða hvaða áhrif þetta hefur á launaþróun (sérstaklega hjá hinum lægstlaunuðu). Þetta ætti Styrmir Gunnarsson að skoða.


mbl.is Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hlynur,

Langaði að forvitnast hjá þér hvenær úrslit úr forvali VG í NorðAustur verða tilkynnt?

Kveðja
Sigurður

Sigurður (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 13:13

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Sigurður,

ég held að það verði talið á sunnudag en ég veit ekki hvort tölur verða birtar þá eða um leið og tillaga kjörstjórnar verður lögð fram. Annars veit ég þetta ekki alveg enda eðlilega ekki sjálfur í kjörstjörstjórninni. Bendi á heimasíðu Vg www.vg.is vegna frekari upplýsinga eða bara á skrifstofuna.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.11.2006 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.