Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur Sósíalista

sósalistar.holland

Kosningarnar í Hollandi fóru fram í gær og það er merkilegt að sagt er í fréttum að Kristilegir demókratar hafi unniið sigur þegar þeir töpuðu 3 þingsætum! Þetta er sennilega einn af hinum frægu "varnarsigrum" sem Framsókn er þekkt fyrir. Hinir raunverulegu sigurvegarar kosninganna eru hinsvegar Sósialistar sem nær þrefalda fylgið (úr 9 í 26) og eru nú þriðji stærsti flokkurinn á Hollenska þinginu. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem stendur heill með fjölmenningarstefnunni og kjósendur umbuna þeim fyrir sem er afar jákvætt miðað við alla umræðuna um innflytjendur síðustu ár þar í landi. Frjálslyndiflokkurinn VDD biður afhroð og ríkistjórnarflokkarnir fá aðeins um 60 þingsæti af 150 og eru langt frá því að ná meirihluta. Það er því della að Balkenende sé einhver sigurvegari þó að flokkur hans hangi í því að vera stærstur. Og vonandi verður mynduð vinstrigræn stjórn í Hollandi.
Sjá nánar í Süddeutsche Zeitung.


mbl.is Balkenende lýsir yfir sigri í hollensku kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.