Leita í fréttum mbl.is

Skelfilegt ástand í Írak

bagdad

Það er óhugnanlegt að horfa uppá daglegar limlestingar í Írak. Það ætti öllum að vera ljóst að borgarastyrjöldin í landinu fer stigvaxandi. Það vissu allir sem vildu eitthvað vita að svona myndi þetta fara. Það var því ömurlegt að lesa svör frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík þar sem þau studdu öll ólöglega ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að setja okkur á lista innrásarþjóðanna með Bandaríkjamönnum og Bretum. Við skulum muna eftir því þegar við kjósum okkur fulltrúa á þing í vor.


mbl.is Fórnarlömb sprengjuárásanna í Bagdad borin til grafar; tala látinna komin yfir 200
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Borgarastyrjöldin er orðin hrikalega hörð, en hægri menn allstaðar í heiminum segja aðeins að Írak sé á barmi borgarastyrjaldar. 

Sveinn Arnarsson, 24.11.2006 kl. 14:02

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Svenni,

auðvitað hljóta allir að viðurkenna að það er borgarastyrjöld í Írak, jafnvel hægrimenn á Íslandi. En það er sorglegt að þeir viðurkenni ekki að það var klárlega röng ákvörðun að ráðast inn í landið í slagtogi við Bush og Blair. Þó sá ég að nokkrir framjóðenda Sjálfstæðisflokksins í prókjörinu hér í NA-kjördæmi fylgja ekki línu foringjanna og viðurkenna að þetta var röng ákvörðun. Batnandi mönnum er best að lifa en ég efast þó um að þau læri nokkuð af þessu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.11.2006 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband