Leita í fréttum mbl.is

Draumalandið komið á YouTube

Kynningin (Trailerinn) af mynd Andra Snæs Magnasonar og Þorfinns Guðnasonar Draumalandið er kominn á YouTube og hér er hægt að sjá hann. Björk flytur kynningarlagið og þessi mynd lofar góðu. Það fer hrollur um mann þegar myndirnar af Alcoa genginu ásamt mestu hryðjuverkamönnum gegn íslenskri náttúru (Geir H. Haarde, Friðrik Sófussyni, Valgerði Sverrisdóttur og félögum) birtast á skjánum, takast í hendur og óska hvort öðru til hamingju yfir því að hafa samþykkt að sökkva landi og fremja óafturkræf náttúruspjöll fyrir risavirkjun sem framleiðir rafmagn fyrir glæpafyrirtækið Alcoa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir þetta Hlynur.....það féllu nokkur tár..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Er með gæsahúð

Erfitt að horfa á hvað fuglinn situr fast á hreiðrinu þó vatnið skelli á því og hrifsi eggin undan honum,  enn erfiðara að sjá hve þessar framkvæmdir eru skelfilega ljótar og mikill löstur á annars fallegu landi.

Lilja Kjerúlf, 6.8.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Steini Bjarna

Hafi þessir feitu kettir ævarandi skömm fyrir.

Fagurgali á hátíðarstundum er greinilega ekki mælikvarði á ættjarðarást manna.

Steini Bjarna, 6.8.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Verð að viðurkenna að ég fór að hágrenja:) þó ég sé búin að sjá nánast allt þetta myndefni í sitt hvoru lagi. Ég bæði hlakka og kvíði fyrir að sjá myndina... þessi trailer lofar mjög góðu og lagið hennar Björk er svo ótrúlega fallegt. Annars falla nú oft gæsahúðartár þegar ég heyri hana syngja ... veit ekki af hverju...

Birgitta Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Heidi Strand

Þakka þér fyrir.

Þetta er svo dapurlegt og verst af öllu er að þetta er raunveruleiki.

Heidi Strand, 6.8.2008 kl. 14:29

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vona að þessi mynd byggi frekar á köldum staðreyndum í stað þess að höfða til tilfinningasviðs og rómantískra tauga. Það er sami viðbjóður og kirkjan hefur gert sig seka um í boðskap dauðakölts síns.

Það eru næg rök fyrir máli þessara manna til að sleppa svona kellingalegri tilfinningasemi. Málið er alvarlegra en svo að leggjast svo lágt.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2008 kl. 15:17

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það getur enginn tekið svona framsetningu alvarlega. Allra síst þeir, sem einhverju ráða um framtíð landsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2008 kl. 15:18

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Verð að taka undir með Lilju hér að ofan að myndbrotið af baráttu heiðargæsarinnar var rosalega sterkt. Einhvern veginn grunar mann að þeir sem klæðast klæðskerasaumuðu terelíni alla daga sjái lítið út fyrir skrifborðsbrúnina. Þetta myndband gefur tilefni til að halda að þeim og öðrum séu sýndar svipmyndir af því sem slíkir (ég meina að sjálfsögðu líka slíkar en svona er íslenskan okkar við tölum alltaf í karlkyni hafa ekki séð eða útiloka þegar teknar eru gerræðislegar ákvarðanir um framtíð náttúrunnar.

Þetta myndband og söngur Bjarkar höfða vissulega til tilfinninga enda framtíð landsins tilfinningamál. Þeir sem stjóna landinu núna og hafa stýrt því undanfarna áratugi virðast því miður hafa glatað tilfinningunni fyrir því landi sem þeir hafa samþykkt að fara þannig með Það eru kaldar staðreyndir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:31

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rakel: Engin barátta hefur unnist með mærðarlegum kertafleytingum og söngvum á borð við Imagine eða aní kúni sjáný, þar sem þáttakendur vagga væmnislega undir sefjuninni og fara svo heim í sama drullufar ofneyslunnar.

Talandi um kven og karlkyn í þessu samhengi þá sá Valgeður Sverrirsdóttir silfurlíningu og "sóknarfæri" í því að við ættum umframkolefniskvóta og leit á það sem hlið að fleiri álverum eða sölu kvótans til þeirra, sem eru að menga meira en kvóti þeirra leyfir.

Hræsnin spyr ekki að kynjum og heimskan ríður ekki við einteyming. Svo mikið er víst.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2008 kl. 15:59

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og Ómar blessaður var að fá verðlaun, húrra fyrir karlinum!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 18:51

11 identicon

Hlakka til að sjá þessa mynd í heild sinni. Sá um daginn bækling frá Alcoa, sem fólk fær sem skoðar álverið. Sá bæklingur mynnti mig helst á nokkurkonar sambland af kóka kóla auglýsingu og Varðturninum. Á öllum myndum er fólk með ofleikið uppgerðar bros og látið líta út fyrir að Alcoa hafi fært því brosið. Góð leið til að reka áróður gegn stóriðjustefnunni er að hvetja fólk til að mæta á kynningafundi hjá Friðrik Sóph (sem ég hef gert). með gagnrýnu hugarfari og heyra hvað maðurinn er hrokafullur og veruleikafyrrtur.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 21:21

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góður punktur Húnbogi. Ég er alltaf til í að mæta á halelújafundi hjá þessu álgengi. Maður verður að hlusta á og horfa uppá rök (og rökleysur) þeirra.

Já Magnús,  flott að Ómar hafi fengið þessi verðlaun. Hann á þau svo sannarlega skilin.

Bestu kveðjur öll,

Hlynur Hallsson, 6.8.2008 kl. 22:26

13 Smámynd: Snorri Hansson

Ekkert bætir eins mikið hag þjóðarinnar eins og stór arðbær fyrirtæki sem flytja út sína vöru. Sú þjóð sem á auðlindir og nýtir þær ekki aþíbara er samsafn af kjánum.

Snorri Hansson, 7.8.2008 kl. 03:18

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snorri: Sú þjóð, sem setur öll (ál)eggin sín í eina körfu er samansafn af kjánum. Sú þjóð sem treystir algerlega á afurð, sem verðmætið mótast af stríðrekstri er samansafn af vitfirringum. Sú þjóð sem treystir því að ein afurð ryðji ekki allri annari þekkingu og iðnaði út af borðinu og komist í kúgunaraðstöðu gagnvart orkuverði, hefur ekki lesið söguna og er samansafn af fáráðlingum.

Hverskonar kjáni villt þú vera? 

 Þetta snýst ekki um náttúruvernd. Þetta snýst um skynsama efnahagstefni til framtíðar, sjálfstæði, fjölbreytni og skilvísa nýtingu orkunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.8.2008 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband