Leita í fréttum mbl.is

Mannúðaraðstoð Geirs og félaga

jón. sig

Ögmundur Jónasson hóf umræðu á alþingi um ummæli iðnaðarráðherra og formanns Framsóknarflokksins um að aðild Íslands að innrásinni í Írak hafi verið mistök. Það kemur þá í ljós að Geir H. Haarde er enn við sama heygarðshornið og réttlætir aðild Íslands að lista "hinna staðföstu". Geir reynir að vísu nú að gera hlut Íslands  sem minnstann í málinu og segir að um "mannúðaraðstoð" hafi verið að ræða. Steingrímur J. Sigfússon benti á að formaður Framsóknarflokksins hefði nú gert tvær tilraunir til að þvo af flokknum óþægileg mál. Fyrsta tilraunin hefði verið að reyna að þvo af flokknum stóriðjustefnuna og nú væri gamla Framsókn komin með skottið niður og byrjuð að mjaka sér í stjórnarandstöðu þrátt fyrir 12 ára ríkisstjórnarsetu.
Ögmundur sagði, að með orðum sínum hefði Jón Sigurðsson tekið undir þann málflutning stjórnarandstöðunnar, að ákvörðun formanna stjórnarflokkanna að styðja hernaðaraðgerðir í Írak árið 2003 hefði verið ólögmæt og spurði hvort Jón og Framsóknarflokkurinn myndu styðja tillögu um að stofna rannsóknarnefnd um málið. Það bólar hinsvegar ekkert á vilja til að gera það hjá formanni Framsóknar. Það bendir semsagt allt til þess að ræða Jóns hafi einmitt verið yfirklór í aðdraganda óþægilegra kosninga fyrir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk.


mbl.is Rætt um ræðu Jóns í upphafi þingfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband