Leita í fréttum mbl.is

Vinstri græn stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi

vg_logowebSamkvæmt Gallup könnun yrðu Vinstri græn stærsti flokkurinn í NA-kjördæmi ef kosið væri nú, fengi 26,3%. Sjálfstæðisflokkurinn byði afhroð og færi niður í 25,7%. Þetta eru auðvitað söguleg tíðindi og afar ánægjuleg. Þetta er auðvitað bara könnun en segir heilmikið um að fólki líkar málefnalegur málflutningur VG í efnahagsmálum og umhverfismálum. Álver á Bakka er jú eitt af stóru málunum hér fyrir norðan.

Hér er hægt að hlusta á fréttina í Svæðisútvarpinu.


"Vinstri hreyfingin-grænt framboð hefur nú mest fylgi stjórnmálaflokka í Norðausturkjördæmi, ef marka má nýja könnun Gallup. Flokkurinn hefur bætt við sig tæpum sjö prósentum frá alþingiskosningum vorið 2007. Samfylkingin bætir einnig við sig fylgi í kjördæminu, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tapa fylgi."
Vinstriflokkurinn í Þýskalandi er einnig á mikilli siglingu um þessar mundir og ein aðalfréttin þar í landi í dag er að Die Linke fengi meira fylgi en Kratarnir í SPD í Saarlandi samkvæmt könnun Forsa. Þar verður kosið á næsta ári. Hér er frétt úr Berliner Zeitung.
lafontaine_660342.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessi niðurstaða er auðvitað flott og segir einnig sína sögu um viðhorf fólks á Norðausturlandi. Þar virðist margir alls ekki sáttir við Bakka - álverið. En þessum hópi er sagt að þegja, ef þeir láta skoðun sína í ljós eru þeir úthrópaðir sem föðurlandssvikarar. Svona áróður var einnig í gangi á Austurlandi fyrir nokkrum árum þar sem enginn mátti vera á móti stóriðjuframkvæmdunum.

Úrsúla Jünemann, 3.9.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Jens Guð

  Það eru ánægjuleg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn "dunki" niður í Norðuausturkjördæmi.  Og helst í sem flestum kjördæmum.  Allra bestu tíðindi eru þó að Framsóknarflokkurinn tapi fylgi og helst að hann þurrkist út.   Ég er vongóður um að á höfuðborgarsvæðinu takist okkur að losna við Framsóknarflokkinn til frambúðar.  

  Skekkjumörkin eru þau að VG fá oft betri útkomu í skoðanakönnunum en í kosningum.  Það sama á við um Sjálfstæðisflokkinn. 

Jens Guð, 4.9.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir Vinstri græna og ég óska þeim til hamingju. Það er líka gleðilegt ef álhausum fækkar.

Ég er hinsvegar hræddur um að mykjudreifarar Sjálfstæðisflokksins fari nú að viða að sér mykju og dreifa henni í allar áttir. Ef þeir finna enga búa þeir hana til. Þetta gera þeir alltaf þegar þeir sjá að þeir eru að missa fylgi.

Theódór Norðkvist, 4.9.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Til hamingju!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.9.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.