Leita í fréttum mbl.is

Allir á Austurvöll í hádeginu!

Þjóðin styður ljósmæður
Austurvelli, 5. september kl. 12.15


Verkfall ljósmæðra er skollið á. Ríkisstjórnin axlar ekki ábyrgð og gerir þar með yfirlýsingar og fyrirheit að engu. Stjórnarsáttmálinn er marklaust plagg. Þarfir fæðandi kvenna skipta ekki máli og störf ljósmæðra eru lítils virði.

Þó málið varði fyrst og fremst fæðandi konur og hið nýja líf sem þær bera í skauti sér, þá snúast störf ljósmæðra um framtíð þessa lands í heild sinni. Ekkert er mikilvægara en endurnýjun þjóðarinnar. Til að hún geti orðið með eðlilegum hætti verður að tryggja þjónustu ljósmæðra nú og um aldir alda.

Ljóst er að þjóðin stendur með ljósmæðrum. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar og flugfreyjur hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingar, auk fjölda félaga- og hagsmunasamtaka. Fram til þessa hafa konur á barneignaraldri verið í framvarðarsveit stuðningsfólks sem er eðlilegt. Nú er þó svo komið að þjóðin öll verður að láta í sér heyra. Öll höfum við fæðst. Mætum á Austurvöll kl. 12.15 og styðjum kjarabaráttu ljósmæðra.

Samstaðan er studd af eftirfarandi samtökum: Femínistafélagi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, Flugfreyjufélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, BHM, Læknafélagi Íslands, Kennarasambandi Íslands, Landssambandi Framsóknarkvenna og Vinstrihreyfingunni grænu framboði.


mbl.is Mikið álag á starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er gríðarlega mikil reisn yfir þessari svokölluðu ríkisstjórn sem nú situr. Teljum upp þá hópa sem hún hefur staðið í stríði við undanfarin ár:

  1. Ljósmæður.
  2. Fórnarlömb ofbeldis og kynferðislegrar misnotkunar á áfangaheimili vestur á fjörðum fyrir 50 árum.
  3. Börn, konur og gamalmenni í Írak.

Segir þetta okkur eitthvað um þá ríkisstjórn sem við höfum slysast til að kjósa yfir okkur?

Theódór Norðkvist, 5.9.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: fellatio

Það má henda burtu fullt af óþarfa útgjaldaliðum hjá hinu opinbera. T.d. allt sem kallast list og menning.

fellatio, 5.9.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.