Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin hefur ekki efni á Sjálfstæðisflokknum

480705.jpg

Það er fullkomin hræsni að fulltrúar flokksins sem er búinn að draga þjóðina með sér ofan í skuldafen og gjaldþrot skuli koma með einhverjar "ráðleggingar" um hvað beri að gera til að "koma þessu í lag". Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru búnir að kasta okkur aftur um 40 ár of "lausnirnar" sem þeir bjóða svo uppá eru: að sleppa umverfismati, stækka álverin og byggja fleiri, virkja meira án þess að fram fari umhverfismat!

Og þeir eru ekki að djóka þessir karlar frá þarsíðustu öld. Þeir koma upp um fávisku sína og þröngsýni á ræðupöllum Alþingis og tala um að þjóðin hafi ekki efni á því að þingið "sé að flækjast fyrir" því að mengað verði meira og ekkert hugsað um náttúruna og framtíðina. Málið er að þessir karlar ættu að hafa vit á því að þegja og skammast sín fyrir sína gjaldþrota frjálshyggjustefnu. En það gera þeir auðvitað ekki.

Það er furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli enn vera við völd eftir allt og það með stuðningi Samfylkingarinnar þegar staðreyndin er sú að þjóðin hefur ekki efni á þeirra gjaldþrota frjálshyggjustefnu. Það er komið nóg!


mbl.is Allt í fína á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bíddu nú við Kristinn, hvar standa þínir menn í því máli, viltu ekki bara tala við þá fyrst? Vinstri græn hafa lagt til stórauknar rannsóknir á fiskstofnum. Ég vil ekki auka veiðiheimildir ef það skaðar stofninn. En auðvitað vil ég auknar veiðiheimildir ef það kemur ekki niður á fiskveiðum í framtíðinni.

Og það er ekki bara hægt að kenna "húsbréfasukkinu í USA" um hvernig komið er fyrir íslensku "útrásinni" og bönkunum. Það er ömurlegri einkavinavæðingu og dekri flokksins þíns við auðmenn að mestu leyti að kenna.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.10.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: hreinsamviska

Minnum á málstað okkar!

Kjósum ekki íhaldið

hreinsamviska, 14.10.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

.... og hefur aldrei heldur haft ráð á Vinstri-Grænum

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.10.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég var orðinn nokkuð ánægður með Geir, þangað til núna rétt áðan þegar ég las um nýja manninn í Nýja Landsbankanum. Spillingin er óbreytt. Við verðum að losa okkur við þessa silkibindispólitíkusa.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 11:42

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þú segir að það sé ekki bara hægt að kenna eins og þú orðar það "húsabréfasukkinu í USA" um hvernig komið er en hikar hins vegar ekki við það að kenna sjálfstæðisflokknum um allt saman. Ég bara spyr ertu ekki einmitt þarna kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan þig?

Ég er ekki maður sem að trúi á það að heimurinn sé svarthvítur eins og rosalega margir virðast trúa. Það er ekkert eitt sem að kom þessari hræðilegu atburðarrás af stað. Svona hlutir eru ekki einhverjum einum manni, einni ríkisstjórn eða einum flokki að kenna. Ég segi hins vegar sem Sjálfstæðismaður að allt sem að þessir menn, hvort sem að þeir eru í ríkisstjórn, sitja í Seðlabankanum eða voru bankastjórar þessara þriggja banka verður að þola skoðun þegar tími er til. Sá tími er hins vegar ekki núna. Núna snýst málið um að komst í gegnum þetta og svo skoðum við hvort að þessir menn eigi ekki að taka pokann sinn.

Jóhann Pétur Pétursson, 14.10.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jóhann, með ráðningu Brynjólfs rann tíminn upp. Við höfum ekki efni á fleiri afglöpum. Það verður að taka á málunum af skynsemi. Við getum skoðað málið seinna, en svona mistök getum við ekki gert.

Vitirðu ekki hvað ég á við, kíktu þá á bloggið mitt.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Hvernig ætlar þú Kristinn að auka aflaheimildir með Sjálfstæðisflokkinn við völd? Það hefur ekki gengið hingað til. Með þverhausinn frá Bolungarvík sem Sjávarútvegsráðherra.

Vigfús Davíðsson, 14.10.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður ætlar reynsla þjóðarinnar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að verða dýrkeypt.

ALDREI aftur íhaldsstjórn hvorki undir forystu frá Sjálfstæðisflokknum né Framsóknarflokknum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.10.2008 kl. 13:15

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sjálfstæðisflokkurinn geldur nú fyrir seðlabankastjóra sem er ekki starfi sínu vaxinn.

Vilborg Traustadóttir, 14.10.2008 kl. 13:38

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég kaus aldrei og mun aldrei kjósa sjálfstæðisflokkinn og vona að margir sem gerðu það bara úr gömlum vana opna nú augun og hugsa sig um næst.

Úrsúla Jünemann, 14.10.2008 kl. 14:11

11 Smámynd: Johann Trast Palmason

brilljant pistill hjá þer ég er þér fyllilega sammála þú talar sannleikann.

Valdið er fólksins EKKI FLOKKSINS og sjálfstæðisflokkurinn þarf hvorki að vera til né að vera ríkjandi afl !!

Það er kominn tími til að Íslendingar geri sér grein fyrir þessu og standi saman um að útrýma þessu meinu úr Íslensku þjóðlífi fyrir börnin okkar, framtíðina og Ísland sjálft.

Aldrei Aftur X-D.

Johann Trast Palmason, 14.10.2008 kl. 14:15

12 Smámynd: halkatla

hehumm, sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur til. Það má aldrei gerast að hann verði aftur á kjörseðlum, enda væri það líka bara fáránlegt,  því stjórnmálaöfl rísa og falla, þannig er eðli stjórnmála. Það er ekkert að því að horfast í augu við þá staðreynd að Valhallarævintýrið mikla er á enda.... alveg einsog útrásin. Sjálfstæðisflokkurinn rotnaði hægt og rólega fyrir framan okkur og óþefurinn er að berast um erlendis núna. Við hin eigum bara eftir að byggja upp, öll í sameiningu. En skrímslið er farið.

halkatla, 14.10.2008 kl. 14:44

13 Smámynd: halkatla

Ég vil bæta við þetta að ég mun persónulega fagna því ef góðir hægrimenn stofna nýjan flokk með almennilegum og ábyrgum íhaldsgildum og koma þeim á framfæri í samvinnu við félagshyggjufólkið sem er að fara að taka yfir landið

halkatla, 14.10.2008 kl. 14:50

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Frjálshyggja?  Hvar er hún?

Eigum við að ryfja upp aðeins hvað gerðist seinast þegar kommúnistar fengu að ráða einhverju á Íslandi?  Gerum það:

Þá var Glitnir þjóðnýttur, með þeim afleiðingum að lánstraust allra Íslenskra fyrirtækja úti gufaði upp, og Landsbankinn fór á hausinn, sem aftur orsakaði að einhver enskur sósíópati lagði Kaupþing í rúst.

Ekki fæ ég séð neina laissez-faire stefnu í neinu af þessu.

Það var engin frjálshyggja í því heldur þegar bankarnir voru einkavæddir - því þeir fóru allir til einkavina.  það, kunningi, er fasismi.

Einn af þessum dögum þurfum við að prófa frjálshyggju.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2008 kl. 15:12

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Þá vitum  við það.  Ríkisstjórn Íslands er kommúnistastjórn!  Geir HH. er sem sagt kommi!

Annars held ég að leikurinn hafi ekki verið hugsaður akveg til enda, þegar Glitnir var þjóðnýttur.  Sama á við, að hleypa Davíð Oddssyni í viðtal sem sent var út beint.  Það var einsog að mæta með hana Búkollu í Verslunina Krystal!  Hvort tveggja hefur skemmt fyrir okkur. Nóg var nú samt!  Regluverkið og eftirlitið vantaði alveg!  Á því bera stjórnmálamenn ábyrgð!  Það fyndna við þetta allt er svo, að Fjármálaeftirlitið skuli eiga að gtreiða úr flækjum sem urðu til m.a. vegna þess að eftirlitið klikkaði!

Auðun Gíslason, 14.10.2008 kl. 17:54

16 Smámynd: Guðmundur Björn

Það glymur hátt í tómum tunnum!

Guðmundur Björn, 14.10.2008 kl. 18:46

17 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hver heldur Sjálfstæðisflokknum við völd??

Svar: VG. Samfylkingin þorir og getur ekki rofið stjórnarsamstarfið vegna þass að VG mun hoppa á vagninn. Þannig höfum við Sjálfstæðisflokkinn í boði VG.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 19:33

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með þér Hlynur!

En það er með ólíkindum að einhverjir sem hafa verið að fylgjast með útkomunni af stefnu Sjálfstæðisflokksins í íslensku efnahagslífi finni sig knúna til að styðja og jafnvel réttlæta gjörðir hans. Auðvitað hefur það sem er að gerast í efnahagsmálum í kringum okkur áhrif á efnahagsmálin hér. En því miður hefur stjórnin með einvaldinn í Seðlabankanum í brúnni gert hvert axarskapti á fætur öðru og aukið þannig enn frekar á vandann.

Það hafa líka fleiri hlaupið á sig í viðbrögðum og yfirlýsingum en íslenskir stjórnmálamenn. Ég hef reyndar ekki heyrt um neinn seðlabankastjóra sem hefur brugðist við af því sem stýrir orðum og gjörðum Davíðs. Hvað er það sem stýrir gjörðum Davíðs? Ja, spyr sú sem grunar en veit ekki fyrir víst

Það eina sem gæti réttlætt það að núverandi stjórn haldi áfram um stjórnartauminn er að hún krefjist afsagnar Davíðs og horfist svo í augu við það að fjármála- og atvinnuuppbyggingarstefna undanfarandi ára er úrelt og á hvergi heima nema í ruslatunnunum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:40

19 Smámynd: Hippastelpa

Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði um samsæri gegn Íslandi!

Afsakið innrásina,mig langar að benda öllum sem hafa áhuga á ástandinu í þjóðfélaginu að lesa bloggið mitt. þar hef ég postað bloggi sem Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi i hagfræði talar um fjármálasamsæri gegn íslandi. Langar að fá álit samlanda minna því ég verð að segja að í dag hljómar þetta ansi kunnuglega.

Hippastelpa, 14.10.2008 kl. 23:38

20 identicon

Ég er ansi hræddur um það að þeir sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkin munu gera það áfram. Það mun gerast þrátt fyrir að sökudólgarnir í þessu öllu saman séu allir með heimilisfang í Valhöll. Breskur háskólaprófessor í hagfræði sagði að sökudólgarnir væri eftirfarandi 1) Fjármálaráðuneytið sem hefur verið stjórnað af engum öðrum en Geir H Haarde og svo dýralækninum Árna Matt, 2) Seðlabankinn, stjórnað af Davíð Oddssyni og 3) Fjármálaeftirlitið, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið. Allir vegir liggja til Valhallar í þessu máli. Það er hins vegar sorglegt að tryggðin við þennan spillingarflokk nr. 1 hér á Íslandi, er svo mikil að þessir menn munu aldrei þurfa sæta ábyrgðar. Það var grein hér á mbl um mann sem tapaði ævisparnaðnum sínum og hann kenndi forsetanum um þetta og sagði ástæðuna fyrir þessu öllu vera þá að forsetinn hafi ekki skrifað undir fjölmiðlalögin. Í sömu grein dásmar hann Geir H Haarde. Já hægrimenn fara langar skógarferðir til að finna sökudólga þegar þeir ættu að líta heim í Valhöll. Þetta mun gera það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki skaðst mena lítillega af þessu öllu saman, og það er sorglegt. Það er sorglegt að fólk sem hefur kosið þennan flokk skuli áfram halda tryggð við fyrirbærið, þrátt fyrir að hafa jafnvel tapað öllu sínu. Þvílík afneitun og þvílík blinda. 

Valsól (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:44

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það BYLUR hátt í tómri tunnu Guðmundur Björn, glymur ekki.

Annars er það leitt hvernig sumir hérna reyna að verja vonlausan málstað þegar sannleikurinn um hann blasir við og verður ekki falin!

Óheft frelsi nánast án nokkura regla né skuldbindinga, þökk sé fyrst og síðast stjórnartíð D og B í tólf ár undir stjórn Davíðs Oddsonar, er meginorsök þess að nú er svo komið sem raun ber vitni, með svo þeim gríðarlegu afleiðingum sem fylgt hafa og enn sér ekki fyrir endan á!

Í hinu stóra samhenngi fjármálaerfiðleika heimsins,eiga kanarnir víst sína sök, en að halda því fram að þær afleiðingar sem við horfum upp á t.d. varðar hinar gríðarlegu ábyrgðir og ótrúlegu sem ríkið þarf að taka á sig vegna lána banka í Bretlandi, séu þaðan sprottin, er bara mesta óráðsrugl!

Þetta er í raun ekki flókið, hið óbeislaða frelsi hefur leitt af sér helsi, það er já bara svo augljóslega einfalt!

Í stjórnlausri græðgi á leikvelli nær engra laga eða regla, hafa íslenskir fjármálamenn vaðið áfram sinn elg, en án þess alveg að gera í sjálfu sér neitt af sér. Þennan leikvöll skópu nefnilega nefndir flokkar og sú staðreynd verður ekki umflúin!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 00:45

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er listi þeirra, sem sækja NWO samkundur Bildenberg og hvenær. Takið eftir hverjir eru þar af Íslendingum. Það ætti að vekja mönnum hroll vegna IMF, sem er af sama meiði. Bendi líka á athugasemdir mínar varðandi IMF og Lipsky hjá Ívari Pálssyni.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Bilderberg_attendees#Icelandonum

Lestu falið vald á www.vald.org

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2008 kl. 04:09

23 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

VG verður líka að axla ábyrgð eða ætlar VG að vera í stjórnarandstöðu
til 2050.  Sitjandi stjórn mun ekki sitja lengi.  Samfylkingin mun
slíta þessu um leið og um hægist.  Eina mögulega næsta stjórn
inniheldur 2 flokka...VG og Samfylkingu.  VG verður þess vegna núna
strax að endurskoða afstöðu sína til aðildar að EB og hætta þessari
einangrunarhyggju.  Þessir 2 flokkar verða að mætast á miðri leið og
mynda breiðfylkingu, því hagsmunir þjóðarinnar eru meiri en hagsmunir
flokka, hvaða nafni sem þeir nefnast eða miðar VG við að verða
einhverntíma það stór flokkur að geta verið ein í ríkisstjórn. 
Endurskoða þetta lykilatriði sem fyrst og hefja kosningabaráttuna strax
í dag undir því kjörorði að ætla að sitja í næstu ríkisstjórn og ekkert
helvítis en..eða ..ef....því það er komið að þessum 2 flokkum að starfa
saman og þó fyrr hefði verið.  Besti leikurinn í stöðunni er því að
byrja sem fyrst að semja við Samfylkinguna og endurskoða afstöðu
flokksins til EB aðildar.

Máni Ragnar Svansson, 15.10.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband