Leita í fréttum mbl.is

Ný vefmiðill væntanlegur

Það eru góðar fréttir að Björg Eva Erlendsdóttir sé orðinn ritstýra á nýjum vefmiðli. Hún hefur staðið sig afar vel hjá útvarpinu og 24 stundum og er ein okkar besta fréttakona, gagnrýnin og með fagmennsku í fyrirrúmi. Það veitir heldur ekki af að fá nýjan miðil sem bendir á lausnir og tillögur um breytingar á þessum tímum og veitir aðhald. Ég vænti mikils af þessum nýja vefmiðli sem vonandi fer á netið sem fyrst.

Svo eru allir velkomnir á opnunina mína í Hafnarhúsinu í dag, fimmtudag klukkan 17 eða þá bara að koma seinna ef það hentar betur. Það er alltaf ókeypis í Listasafn Reykjavíkur. Hér er hægt að lesa meira um sýninguna og hér er síða Listasafnsins.


mbl.is Smuga á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heitir hún ekki Eva Björg Erlendsdóttir?

I Benediktus

benediktus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir.

Kveðjur úr Mosfellsbæ

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: arnar valgeirsson

til hamingju með sýninguna eða sýningarnar. heyrði í þér í útvarpinu og mér líst ótrúlega vel á þetta. þegar fólk fær svona snilldarhugmyndir er það gaman en ef það framkvæmir er það algjört dúndur.

kemst ekki í dag en mæti síðar. absólút.

arnar valgeirsson, 6.11.2008 kl. 18:56

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Reyni að mæta í þetta sinn. Til hamingju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.11.2008 kl. 20:36

5 identicon

Til hamingju með sýninguna. Reyni að mæta. Þessi nýji vefmiðill vekur að sjálfsögðu forvitni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Hlynur og til lukku með sýninguna, vonandi mæta norðlensku kapparnir Arnar og Húnbogi og bara sem allra flestir. Um hugmyndaauðgi þína fyrr sem nú kemur mér nú fátt á óvart, tvímælalaust ein af þínum sterkustu hliðum sem listamanns. Ei veit ég neitt um pólitík bjargar Evu, en veit að hún er afbragðsfréttamaður og hefur snúið aftur upp á síðkastið með góða pistla bæði á rás eitt og tvö um ráðleggingar og viðtöl í tengslum við fjármálakreppuna!

svo virkar hún bara yndisleg sömuleiðis og falleg, sem hingað til hefur nú ekkert haft með stjórnmálaskoðanir að gera!

En Anna hérna að ofan er kannski ósammála því!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 21:31

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Til hamingju með sýninguna. Og Björg Eva er frábær fréttakona, alveg sammála því.

Úrsúla Jünemann, 8.11.2008 kl. 11:16

8 Smámynd: Karl Tómasson

Bestu kveðjur úr Mosó kæri vinur.

Þú ert alltaf flottur.

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 9.11.2008 kl. 00:15

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Björg Eva hefur aldrei brugðist, og ég verð greinilega að drífa mig í bæinn á sýningu!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.11.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband