Leita í fréttum mbl.is

Friðsamleg mótmæli á Akureyri

Reiði fólks er að aukast og það er ekki einkennilegt þegar ráðamenn ljúga að okkur á hverjum degi og alltaf er að koma betur og betur í ljós á þeir vissu mun meira og fyrr en þeir sögðu. Það er skandall að Geir H. Haarde, einn aðal brennuvargurinn, skuli enn sitja sem forsætisráðherra og gera illt verra á hverjum degi. Hann og Davíð Oddsson sitja í skjóli Samfylkingarinnar sem getur átt það við sína samvisku sem ég vona að enn sé til staðar hjá sumum þar innanbúðar.

Ég mæli ekki með skemmdarverkum eða ofbeldi en hvet fólk til að mæta og mótmæla friðsamlega. Hér er tilkynning um mótmæli sem fara fram hér á Akureyri laugardag, á sama tíma og mótmæli í höfuðborginni:

 

Göngum til lýðræðis á Akureyri

Laugardaginn 15. nóvember kl. 15.00 verður farin samstöðuganga á Akureyri vegna efnahagsástandsins í landinu frá Samkomuhúsinu inn á Ráðhústorg. Tilgangurinn með göngunni er að bæjarbúar sýni samstöðu og samhug, láti í ljós skoðun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á að hér sé um óflokkspólitíska uppákomu að ræða, aðeins andsvar við því hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi og áskorun um að hafist verði handa við að byggja upp nýtt samfélag þar sem mannauður verði í fyrirrúmi. Einnig er verið að sýna samstöðu með friðsælum mótmælum sem haldin verða á sama tíma í Reykjavík.
 
Látið boðin berast!

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórs í síma 663 2949


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með það Hlynur.

Tímabært að landsmenn um allt land taki til hendinni og mótmælinni. Við sitjum jú saman í súpunni ekki satt.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mjög gott framtak....

  en mér væri rórra ef ekki væri fyrrum þingmaður Vinstri grænna sem væri að auglýsa þetta.... það er ekkert ópólitískt við slíkt hjá þér félagi.

Legg til að við sem erum í pólitík og stimplaðir sem slíkir látum þessum óflokkspólitísku það eftir og þá næst þessi breiða samstaða.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.11.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir það Björn og Eggert.

Við Samfylkingarfélagann Jón Inga C. verð ég samt að segja að hann les ekki alveg nægilega vel enda með einhver flokksgleraugu sem þurrka sennilega út hluta af orðum. Það stendur nefnilega ekkert um ópólitískan fund þarna heldur óflokkspólitískan og þar er munur á sem jafnvel Jón Ingi C. ætti að átta sig á!

Það er auðvitað ekkert ópólitískt við þessi mótmæli eða önnur en vissulega eru þau óflokkspólitísk og jafnvel þverpólitísk! Og það vita þeir sem vilja.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Hlynur Fór að tilmælunum um að láta þetta berast og „rændi“ tilkynningunni og birti hana líka á minni síðu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband