Leita í fréttum mbl.is

Valdaklíkan herðir tökin

Þrátt fyrir að augljóst sé að Geir H. Haarde sé fullkomlega óhæfur til að stjórna þessu landi ætlar ríkisstjórnin að hanga á völdunum eins lengi og hún getur. Samfylkingin er hækjan sem sem styður valdaklíkuna. Það er hinsvegar aðeins spurning um hvenær þessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.

G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamaður hjá Sjónvarpinu setti á föstudaginn viðtal á bloggsíðuna sína. Þar má sjá hvernig núverandi forsætisráðherra hellir sér yfir fréttamanninn og sakar hann um að spyrja ekki réttra spurninga. Svo ætlar hann að útiloka fréttamanninn frá frekara viðtali. Þetta viðtal var aldrei birt í Sjónvarpinu heldur annað viðtal sem tekið var upp aftur. Björn Þorláksson fréttamaður á Stöð 2 hér fyrir norðan sagði frá svipaðri þöggunaraðferð sem hann var beittur mánuðum saman af öðrum stjórnmálamanni. Og nú er handbendi valdstjórnarinnar, Páll Magnússon sendur af stað og hann hótar G. Pétri málsókn ef hann skilar ekki viðtalinu.

Lýðræðið er tímafrekt og til trafala að mati Þorgarðar Katrínar, Ingibjargar Sólrúnar og Geir H. Haarde er lafhræddur við kosningar. Þau vilja heldur halda áfram að skrökva að þjóðinni úr valdastólunum.

En fólkið í þessu landi er búið að fá nóg.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu ekki fyrst og fremst reiður, Hallur, að vantrauststillagan kolféll á þingi í gær – skín það ekki í gegn í orðum þínum hér?

Hvernig er það "augljóst ... að Geir H. Haarde sé fullkomlega óhæfur til að stjórna þessu landi"? Er það kannski augljóst í ljósi þess, að augljóslega hafi einhver annar samstæður meirihluti á Alþingi eða utan þings meiri hæfni til að stjórna landinu um þessar mundir? Hefur einhver heildstæð stefna verið mótuð um slíka stjórn landsins af þínum eigin flokki? Eru t.d. allir þar sammála Ögmundi um, að hafna eigi IMF-láninu og skilmálunum og þar með lánum frá öðrum löndum, m.a. Norðurlöndunum? Eruð þið tilbúnir með aðra lausn? Kannski búnir að koma ykkur niður á frjálshyggjuleið Chicago-hagfræðingsins Roberts Z. Aliber?!

Jón Valur Jensson, 25.11.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Jens:) Hlynur hér.)

Ég reiðist afar sjaldan og er kampakátur í dag. Átti ekki von á öðru en Samfylkingin lyppaðist niður með ISG. Geir er búinn að keyra ofan í skurð með þjóðina í aftursætinu og honum er augljóslega ekki treystandi til að keyra uppúr honum aftur. Já, ég er sammála Ögmundi eins og svo oft áður. Frjálshyggjan er dauð.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.11.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þó svo að ég sé alveg sammála þér í því að Geir sýni dónaskap í þessu "viðtali" þá er það auðvitað rétt sem útvarpsstjóri segir að viðmælendur sem eru í viðtali við RÚV verði að geta treyst því að viðtölin þar séu til birtingar á miðlum RÚV - ertu ekki sammála því ?

Bloggsíða Péturs er ekki einn af miðlum RÚV og þó svo að hann hafi tekið viðtalið fyrir hönd RÚV á sínum tíma, getur það varla þýtt að hann eigi upptökuna prívat og persónulega !

Smári Jökull Jónsson, 25.11.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, HLYNUR! En þarna fundust þó tveir sammála, þið Ögmundur. Hvað um alla hina í flokknum? Og ef þið viljið ekki lánin, er það þá frjálshyggjuleið Alibers? Er hann kannski þriðja hjólið undir bílnum?

Jón Valur Jensson, 25.11.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Jón Valur. Ég er sammála Ögmundi og Hlyn í þessu máli. Við höfum ekkert að gera með skilyrt IMF lán og þaðan af síður með ESB aðild. Miðað við trakteringarnar sem við höfum fengið er nær að segja upp EES samningnum en að ganga í ESB.

Björgvin R. Leifsson, 25.11.2008 kl. 18:50

6 Smámynd: haraldurhar

Sæll Hallur.

   Hverning stendur á því að fulltrúi ykkar í stjórn Seðlabankans er ekki löngu búinn að segja af sér?  Væruð snöktum trúverðugri í mínum augum ef þíð sýnduð það á borði en ekki bara í orði að VG. vildi breitta stjórnhætti.  Ættir jafnvel að hugsa hver og hverning þið skipuðu á dögunum í bankaráð ríkisbankanna.  Það er ekki nóg bara tala, og hlaupa svo á fjöll er taka þarf erfiðar ákvarðannir.

  Þér til upplýsingar er það mitt álit að í þingmannahóp VG, séu hvað hæfastir þingmenn þjóðarinnar, en því miður eigið þið jafnfram líka í hópi þeirra slökustu.

haraldurhar, 25.11.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Heidi Strand

Framsókn var hækjan. Ég las einhver staðar að samfylkingin er öndunarvélin.

Heidi Strand, 25.11.2008 kl. 23:37

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skemmtilegt innlegg hjá Heidi Lagakrókarnir komast sjáfsagt að þeirri niðurstöðu að birting Péturs á þessu myndbandi hafi a.m.k. verið á gráu svæði en siðferðislega var það hárrétt hjá honum að mínu mati að birta það.

Fréttamenn hafa verið sakaðir um það að undanförnu að þeir hafi ekki sinnt vinnunni sinni. Þeir hafa verið sakaðir um að upplýsa ekki þjóðina um það sem hún á rétt á að fá að vita. Ég tel að Pétur hafi verið að mæta þessari gagnrýni með birtingu þessar myndbands.

Þetta myndband sýnir þau vinnuskilyrði sem fréttamönnum eru búin oft og tíðum. Við fáum að sjá það þarna „svart á hvítu“ hve snúið það getur verið að uppfylla skyldurnar sem þeim ber að gegna gagnvart almenningi. Erum við ekki annars sammála um það að hlutverk fjólmiðla sé fyrst og fremst það að upplýsa almenning eða eru virkilega einhverjir á því að þeim beri fremur að vernda stjórnvöld fyrir þjóðinni?

Er það ekki í hæsta máta undarlegt að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún skuli komast upp með það á þessum tímum að gefa engin svör eða svo loðin svör að þau eru ígildi engra svara. Og hvað með geldingasérfræðinginn í Fjármálaráðuneytinu? Er það bara sjálfsagt að hann geti sett upp sinn bolasvip og neitað að svara eða svarað í innihaldslausum hringleikjasvörum?

Ég tek ofan fyrir Pétri sem tók upplýsingaskyldu sína við almenning fram yfir flokkshollustu yfirmanns síns við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri óskandi að fleiri litu starfsheiður sinn sömu augum og hann.

Es: Ótrúlegt hvað margir sem koma inn á síðuna þína, Hlynur, eiga í erfiðleikum með að fara rétt með nafnið þitt! Líka ótrúleg þessi VG-hræðsla í ljósi þess sem blasir við í samfélaginu í dag! Ég sé reyndar ekki þetta sjálfsagða samasemmerki sem sumir virðast sjá á mili skrifa þinna og Vinstri grænna. Ég skil heldur ekki að þeir sem sjái allt sem þú skrifar með slíkum gleraugum skuli sjá einhvern úlf í því til að hræðast.

Hins vegar erum við með úlfahjörð sem hefur glefsað sig fasta við stjórnvölinn og er að tæta upp öll lífvænleg skilyrði í landinu. Þar er ógn og virkileg ástæða til að hræðast hana!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.11.2008 kl. 01:20

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe Hlynur, hvað skildi þínum ágæta föður hafa fundist um að þú sért sí og æ tekin fyrir hann!?

En þetta er í aðra röndina broslegt hjá Páli Magg, svona ráðamannsrembingur sem lítið hefur upp á sig. Myndbandið líka komið já út um allt og það lengi tíðkast að menn noti glefsur sem þeir hafa tekið upp í einum eða öðrum tilgangi! Svolítið kjánalegt finnst mér ef á að fara að negla G. Pétur sem einhvern sérstakan glæpamann.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 01:27

10 Smámynd: Andrés.si

ÞEtta hérna er rugl held ég. 

Geir er bara fígura, verkfæri manna sem kemur fram opinbert.  Hann fær örugglega borgað fyrir að vera í þessu hlutverki í þessum tíma.

Ef ég leyfi mér að spekulera aðeins meira.... Hann og aðrir eru ekki beint klikkaðir hvað varðar peninga þróun hér á landi, nema hvað þeir þjóna öðrum en Íslendingum. Sem sagt. Að bjarga krónu er mál annara heldur Geirs.

Hef aldrei kosið D, né S, og ætla ekki gera það. Er ókveðin hvað ætla að kjósa næst, en eitt er víst. Til eru mennir sem gætu gengið stöðu seðlabankastjóra en þeir eru ekki ráðnir. Einmitt. Davið og ríkistjórn eru að þjóna útlendingum.

Ég er það sjálfur en tók ekki eftyr að þeir þjóna mér. Sem sagt, litlum hópum útlendiga og einhverja víkinga glæpona.

Andrés.si, 26.11.2008 kl. 02:18

11 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hmm.... hvað er orðið af viðtalinu, sem fylgdi þessu bloggi?

Björgvin R. Leifsson, 26.11.2008 kl. 08:48

12 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Sæll Hlynur!

Gagnrýnin hugsun býður ekki upp á annað en algjört flopp ríkisstjórnarinnar....ég er hjartanlega sammála þér...

Áfram VG

Aldís Gunnarsdóttir, 26.11.2008 kl. 13:44

13 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Enn hefur enginn VG-ingur (allavega ekki hér inni) svarða því sem ég var að benda á og Páll Magnússon gerði í bréfi sínu, þ.e. að viðmælendur RÚV verði að geta treyst því að viðtöl séu til birtingar á miðlum þeirra - eruð þið VG-menn ósammála því ?

Smári Jökull Jónsson, 27.11.2008 kl. 10:36

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég tala aðeins fyrir mig sjálfan Smári og mér finnst hárrétt hjá G. Pétri að setja viðtalið á YouTube. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.12.2008 kl. 15:58

15 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sammála Hlyn

Björgvin R. Leifsson, 1.12.2008 kl. 16:15

16 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Sammála...hlyn....mér skilst líka að lagalegi rétturinn sé hans meginn

Aldís Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband