Leita í fréttum mbl.is

Stöndum vörð um svæðisútvarpið

Niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu ohf er einkennilegur. Í stað þess að efla það sem vel er gert á að leggja niður Svæðisútvörpin. Alltaf skal skorið niður fyrst á landbyggðinni. Yfirmenn hjá ruv hækkuðu um 100% í launum við það að gera útvarpið að hlutafélagi og nú þykir þeim það mikil fórn að ætla að lækka við sig launin um 10%. Ríkisútvarpinu er greinilega illa stjórnað en almennt starfsfólk hefur staðið sig vel. Oft hafa starfsmenn þar staðið saman þegar yfirmennirnir klikkuðu og vonandi verður það einnig nú.

Það er kominn hópur á Facebook sem vill standa vörð um Svæðisútvarpið og það hafa meira en 800 manns skráð sig á nokkrum dögum. Ekki leggja niður útvarpið okkar!

Og til hamingju með 25 árin Rás 2.


mbl.is Starfsmenn Rúv boða til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að skera niður kostnað á við mörg svæðisútvörp í Utanríkis og fjármálaráðuneytum án þess að nokkur taki eftir því. Ég er á þeirri skoðun að RUV hefur farið aftur frá því viss maður gerðist þar æðsti yfirmaður. Ef laun eiga að vera árangurstengd, þá ætti sá maður síst að vera á hærri launum en fyrirrennarar hans.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:10

2 Smámynd: Jörundur Garðarsson

Ég er sammála þér.  Ríkisútvarpinu getur ekki verið vel stjórnað og fróðlegt væri að sjá sundurliða reikninga þess.  Svæðisútvarpið sem er mjög mikilvægt fyrir landsbyggðina getur varla verið það sem brýnast er að skera niður.

Jörundur Garðarsson, 2.12.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þegar verið er að láta eftir mönnum í Samfylkingunni og örfáum sérvitringum í mínum elskaða Flokki, að draga RUV af tilkynnigamarkaði og rýra upplýsingagildi RUV (það eru ekki allir landsmenn, sem geta --eða vilja--nýta sér upplýsingarnar hjá Baugsmiðlunum, sem eru að verða hin hliðin á fréttunum, líkt og DO sagði mundu verða og að einokunarpungar vildu nýta se´r einokun a´markaðinum.)

Þið sem börðust gegn Fjölmiðlalögunum eruð nú að uppskera við hæfi.

Mundu það, að það eru þeir sem börðust gegn setningu Fjölmiðlalagana sem eru hinir raunverlegu sökudólgar.

Palli sér bara hvar niðurskurður hefur ,,NNST" áhrif á heildarvirkni RUV og sker auðvitað þar.

Einfalt og skýrt dæmi um aulaskap Samfóliða sem hafa verið dregnir á einhverju, svo sem Asnaeyrum af Baugsmönnum á borð við Hrein Loftsson og fl.

Verði ykkur að góðu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Birna Jensdóttir

Ég vil gjarnan hætta að greiða afnotagjöld af Ruv eftir að ég vissi hve svimandi há laun hann Páll hefur svo ég tali nú ekki um ef það á að fara að skera niður alveg ráð laust og vitlaust.Ég segi líka: Til hamingju þið sem ekki vilduð samþykkja fjölmiðlalögin nú eruð þið að fá það í hausinn.

Birna Jensdóttir, 2.12.2008 kl. 10:49

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fjölmiðlalögin voru fyrst fremst aðför að einu fjölmiðlafyrirtæki. Þau snérust ekkert um skynsemi er varðaði eignarhlutfall, heldur hefðu þau nánast útilokað að fjársterkir aðilar gætu staðið að þeim, svo að auðvitað út í hött var. RÚV stóð utan við þessi fyrirhuguðu lög, þannig að afturhvarf til fortíðar með það sem risa gnæfandi yfir og nær einan að líkindum í fréttaflutningi á ljósvakanum var fyrirsjáanleg. Eitthvert rask hefði orðið hjá Moggaveldinu ef lögin hefðu náð fram, en þó ekki meir en svo að hann hefði við þessa lagasetningu að líkindum aftur náð svipaðari yfirburðastöðu og RÚV og hann hafði áður er Fre´ttablaði kom til sögunnar.Með öðrum orðum, risaeinokun á ný þar sem D réði meira og minna öllu með einhverja dverga norpandi í kring að berjast við að ná athyhgli, en með litlum árangri og áhrifum. Ekki skrýtið þótt einvherjir íhaldsnöldrarar séu að reyna að skapa sér olnbogarými með þessu, en það tekst nú ekki né að draga athyglina frá þeirra eigin sök og ábyrgð! Út í hött svo að tengja þessar umdeildu uppagnir hjá RÚV nú við þessi ólög sem áttu að verða!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þarfa ábendingu Magnús. Þú hittir hér naglann á höfuðið. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.12.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ekki leggja niður útvarpið okkar, allra landsmanna, það er ómissandi. Ég skrifaði undir það á Fésbókinni.

Bestu kveðjur norður, eva

Eva Benjamínsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband