Leita í fréttum mbl.is

Ráðamenn hlusti og boði til kosninga

Þúsundir fólks ganga út á götur og mótmæla friðsamlega í hverri viku en ráðamenn tala um skríl og að við séum ekki þjóðin! Er ekki kominn tími til að boðað verði til kosninga og gert verði upp við óstjórn síðustu mánaða og ára? Það verður aldrei hægt að rannsaka hlutina ef þeir sem brutu af sér ætla að stjórna rannsókninni. Fólk krefst lýðræðis og breytinga og er búið að fá nóg af rugli í ráðmönnum. Ég hvet alla til að mæta í Háskólabíó í kvöld og á Austurvöll og Ráðhústorg á Akureyri á laugardag. Mótmæli hafa áhrif!


mbl.is Meirihluti telur mótmæli endurspegla viðhorf þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Er það þitt hlutlausa mat sem VG klappstýru?  Finnst þér innbrot og skemmdarverk á lögreglustöð vera "friðsæl" mótmæli?  Eða eggjakast og málningaslettur?  Ef ég brýst inn til þín og kasta eggjum og málningu upp um alla veggi, verðurðu þá ekki rosalega ánægður með það saklausa og friðsama uppátæki mitt?  Af því að ég væri jú bara að mótmæla því að mér finnst þú ekkert spes listamaður og mér finnst þínar skoðanir hafa haft slæm áhrif á þjóðina.

Liberal, 8.12.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta kallar maður nú að vera "liberal".

Þórbergur Torfason, 8.12.2008 kl. 16:00

3 identicon

Stöndum saman og mætum í mótmælin. Höldum áfram og gefumst ekki upp. Þeim fer fækkandi þessum "meinfýsishlakkandi úrtöluröddum" og "afturhalds sjallatittum" sem vilja halda dauðahaldi í spillinguna og einkavinakerfið.  Þeir missa takið hver af öðrum

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 02:59

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Liberal (fáviti) - Ef þú hefðir handtekið mann fyrir að mótmæla og héldir honum heima hjá þér mættirðu búast við því að ég ryddist inn til þín og skreytti veggina með einhverju sem þér þætti vænna um en eggin úr Hagkaupum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.12.2008 kl. 04:53

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott að menn mótmæli og það virkar... en staðreyndin er að þó margir mæti á fundi og mótmæli sitja 200.000 heima og taka ekki þátt.

menn sjá heiminn svolítið þröngt þegar þeir eru staddir í mótmælunum miðjum.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.12.2008 kl. 07:45

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skorrdal... svona er þetta hvort sem þér líkar betur eða verr.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.12.2008 kl. 08:45

7 Smámynd: Aliber

Hlynur. Eigi að boða til kosninga þurfa að  koma fram lausnir. Það getur ekki verið gæfulegt í þessu árferði að kjósa kosninganna vegna. Ég sé mér ekki fært að kjósa um flokka lengur, ekki einu sinni fólk. Ég vil kjósa um lausnir, svör, framtíðarsýn. Því miður hef ég ekki séð raunhæfar tillögur frá VG í þeim efnum, mestmegnis tuð frá formanninum, ég batt þó miklar vonir við eflingu VG.

M.b.k.

Sá gamli

Aliber, 9.12.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skorrdal minn... ég get bara ekkert að þessu gert... ég er bara að lýsa þeirri staðreynd að 200.000 sitja heima.... ekkert rangt við þá fullyrðingu. Það hefur ekkert með minn þroska að gera.... mikinn eða lítinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.12.2008 kl. 12:39

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ef það mæta 7.000 manns á mótmæli jafngildir það að 1.000.000 mættu í mótmæli í New York og það þættu mikil tíðindi.

Þau voru ekki alltaf fjölmenn miðvikudagsmótmælin i Austur-Berlín en það dugði til að fella stjórnina og múrinn. 

Það er frekar barnalegt að búast við því að 200.000 manns mæti á mótmæli í Reykjavík, er það ekki Jón Ingi C.?

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.12.2008 kl. 14:29

10 Smámynd: Ransu

Já, það er varla hægt að ætlast til þess að menn að Austan, Norðan eða vestan mæti suður til að mótmæla til að ná upp í meirihluta.

Ég held þó að margir sitji heima við og bíti á jaxlinn sökum þess að þeir sjá enga lausn í kosningu, þ.e. að skipta út pólitískum flokkum fyrir aðra pólitíska flokka sem þurfa jafnvel að fara í samstarf við Samfylkinguna  eða Framsóknarflokk (ef hann héldi velli sem flokkur)?   

Út með eina spillingu og inn með aðra. Maður veit aldrei hvað gengur á kaupum og sölum í þessum ríkisstjórnar-flokka-myndunum eftir kosningar. Borgarstjórnarfarsinn í R.vík var ágætis sýnishorn.

Alþingið og þetta "lýðræðiskerfi" á Íslandi er einfaldlega rúið trausti.

Og hvað geta menn þá annað gert en að henda eggjum?

Ransu, 10.12.2008 kl. 00:41

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kosningar hljóta að vera okkar von. Það væri lýðræðislegast. Það þarf hinsvegar að gera úrbætur á lýðræðinu. Auka beint lýðræði og að hægt sé að raða fólki á lista í kosningum.

Það eru ekki allir jafn spilltir og forysta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og nú Samfylkingar. Það þarf að gefa íhaldinu frí eftir alltof löng 17 ár í spillingunni og einkavinavæðingunni.

Þess vegna er það gott að fólk fari út að mótmæla.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 10.12.2008 kl. 11:55

12 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Faein klika stal lydraedinu vid stofnun lydraedisins og hun hefur haldid voldum a landinu hingad til...

Inni a Altingi sitja sextiu og trir fulltruar tjodarinnar sem svara engu motmaelum folksins a Austurvelli, allir sytja sem fastast tvi teir vita ad enga vinnu er fyrir ta ad fa i framtidinni, nema teir ta  geti logid sig inn a einhvern atvinnurekandann sem gaetir ekki ad ser, svona rett eins og islensk tjod hefur gert i undanfara altingiskosninga...

Ef til vill tarf blod ad renna til ad koma rikisstjorninni fra voldum og vid upp ur tvi faum velmenntada einstaklinga, sem ekki vinna  innan politiskra samtaka til ad taka ad ser stjorn landsins.

Faum altjodalogregluna Interpol til ad rannsaka spillinguna a Islandi !

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.12.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.