Leita í fréttum mbl.is

Mogginn ritskoðar

486730.jpg

Leiðari Moggans í dag er afar aumur. Þar er (enn og aftur nafnlaust!) verið að reyna að réttlæta ritskoðun á Moggablogginu. Tilefnið er að bannað var að blogga um tvær fréttir sem fjölluðu um ofbeldistilburði tveggja manna, Ólafs Klemenssonar hagfræðings hjá Seðlabankanum og bróður hans á gamlársdag. Hér eru fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað

Fjölmörg blogg voru tengd við fréttirnar og á tímabili voru þær teknar út en svo settar inn aftur en síðan var með öllu lokað fyrir athugasemdir við þessar fréttir og tenglarnir fjarlægðir. Bloggarar höfðu þá þegar upplýst um hvaða menn var að ræða og í kjölfarið birti mbl.is seinni fréttina. Þar komu þá einnig athugasemdir frá fólki sem varð vitni að atburðunum og á myndskeiðinu sést vel hver það er sem kallar fólk "kommunistadrullusokka" og er með ógnandi tilburði. Rök ritstjórnar moggans fyrir þessari lokun á tengingar við fréttirnar eru þessi:

"Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað."

Það er sem sagt lokað á allar athugasemdir af því að einhverjir fóru yfir strikið. Þetta er látið bitna á öllum en ekki bara þeim sem við á. Það er einkennilegt.

Grein Össurar er svo alger brandari og dæmir sig sjálf. Og ef einhvertíma hefur verið kastað grjóti úr glerhúsi þá tekst Össuri að gera það. 

Ég tek meira mark á þeim sem skrifa undir nafni en þeim sem gera það nafnlaust (Staksteinar "úr glerhúsi" og riststjórnarpistlar moggans eru þar engin undantekning) og vil að menn vandi mál sitt en fari ekki hamförum. Þessar takmarkanir á moggablogginu flokkast að mínu mati hinsvegar undir ritskoðun og tilraun til að koma í veg fyrir umræðu.

Ég styð einnig friðsamleg mótmæli og hafna ofbeldi. En ráðherrar þessarar ríkisstjórnar svífast hinsvegar einskis í að beita þjóðina ofbeldi og finnst það greinilega allt í lagi. Össur og ritstjórn Moggans ættu ef til vill að hafa meiri áhyggjur af því?

Ég bendi hér einnig á áhugaverðan pistil Baldurs McQeen um málið.


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Ég settist við tölvuna og fór að lesa hin og þessi moggablogg, út frá fréttum á mbl.is. Ég komst að því að það eru nokkrir einstaklingar sem eru að eyðileggja þennan möguleika okkar á frjálsri umræðu um fréttir á netinu. Nokkrir bloggarar og fólk sem að skrifar athugasemdir við blogg annara, skrifa svo hrikalega ósmekklega að ég þori ekki einu sinni að vitna í það hér. Ef að mogginn væri bara að loka á þá sem eru harkalegir í pólitískum umræðum eða heldur harðorðir í garð sumra, væri það ritskoðun. En ég hef séð ritaða hluti innan kerfisins sem er svo viðrustyggilegt að maður svitnar.

Ég skil fullkomlega vel að þó svo að bloggfærslan sé alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspegli ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins, þá vilji þeir ekki hýsa þann viðbjóð sem sumir láta út úr sér.

Þetta mun aðeins leiða til þess að mogginn þarf að loka á athugasemdir þeirra sem koma ekki undir nafni, síðan loka á ákveðnar IP tölur, loka á fleiri bloggara, loka á fleiri fréttir og hver veit að þetta verði síðar svo flókið að þeir loki bara á moggabloggið allt eins og það leggur sig.

Pólitísk umræða verður oft að vera hvöss og það er óhjákvæmilegt að einhverjir móðgist eða að fólk verði jafnvel sárt. En með óþarfa sóðakjafti er verið að eyðileggja þetta fína kerfi, sem moggabloggið er, og vettvang okkar til þess að tjá okkur um málefni líðandi stundar.

Margrét Ingadóttir, 5.1.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ja ég þarf nú að skrá mig hér inn til að geta gert athugasemd, ekki satt Hallur??

Eflaust má færa fyrir því rök að óþarfi hefði verið að loka fyrir allar athugasemdir við viðkomandi fréttir, en ef að það þarf að vera fólk í vinnu við það að gæta þess að ekki sé farið yfir velsæmismörk, þá myndi þessi vettvangur okkar fljótlega verða eitthvað annað en ókeypis, og því er þetta einfalda leiðin.

En ég verð að taka undir með Margréti, að stundum gengur alveg fram af manni dónaskapurinn og svívirðingarnar sem hér eru viðhafðar, og maður veltir því fyrir sér hvernig fólk réttlætir slíkt.

Eiður Ragnarsson, 5.1.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er óneitanlega merkilegt að bera saman umfjöllun um mótmælendur annars vegar og hins vegar um þá Klemezsyni. Þeir fyrrnefndu, nafngreindir sem ónafngreindir, hafa fengið að þola lítt dulbúnar hótanir,  skítkast og orðbragð sem meira að segja mér hefur blöskrað. Þetta er allt í lagi. Þó Haukur Hilmarsson og móðir hans hafi verið kölluð öllum illum nöfnum er mogganum lítt brugðið. Vogi sér hinsvegar einhver að tjá sig um framkomu Ólafs Klemenzsonar fá moggablækur fyrir hjartað, klippa á tengingar og bera fyrir sig "ljótu orðbragði".  Ég las flest bloggin sem voru tengd við fréttirnar tvær og sá ekki að þar væri nokkuð að finna sem ekki hefur mátt sjá í umfjöllun um mótmælendur undanfarnar vikur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.1.2009 kl. 11:54

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek heilshugar undir með Tinnu en langar til að bæta nafni Birgittu Jónsdóttur við þau nöfn sem hún nefnir yfir þá sem hafa mátt þola ótrúlegt skítkast á sínu bloggi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.1.2009 kl. 12:52

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Svo virðist sem einhverjir geri sér leik að því að vera með óþarflega gróft orðalag í sínum athugasemdum. Hvort sem það gert af ráðnum hug eða vegna orðfæðar er ekki gott að átta sig á. Sumum færi líklega betur að spara hreinlega orðaforðan og reyna frekar að lesa bara bloggin eins og þau koma fyrir og læra eitthvað af þeim.

Það gæti kannske gilt um þá sem sitja sem siðameistarar og lesa hvern stafkrók sem hér birtist. Manni rennir í grun að allmargir Íslendingar eigi bara hreinlega ekki lengur orð yfir ástandinu eins og það er orðið. Ég segi fyrir mig að ég verð oft að hugsa mig um til að finna tilhlýðileg orð og setningar.

Þórbergur Torfason, 5.1.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Aðal málið er að mbl.is er að velja sér hverja þeir vernda vernda fyrir skítkasti - það kallast misrétti.

Þeir ritskoða eftir því hverjir verða fyrir aðkasti en ekki hvort fólk verði fyrir því.

Þeir sjá ástæðu til að kippa út ósómanum gagnvart miðaldar hvítum karlmanni og meðlimi í Sjálfstæðisflokknum en sjá ekki ástæðu til að klippa út sambærilegar árásir á hvítar konur á besta aldri sem tilheyra annars vegar aðgerðahópum um borgaralega óhlýðni og hins vegar engum ákveðnum flokki.

Þetta er bara nákvæmlega eins og í Animal Farm:

"Sum svín er jafnari en önnur svín" - og þar eru blá svín jöfnust!

Þór Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 13:45

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki hef ég séð neinar færslur verið teknar út þar sem ráðist var á Evu Hauksdóttur og hún skitin út. Tala nú ekki um þegar mótmælendur í heild hafa verið kallaðir skríll, ofbeldissinnar og þaðan af verra.

Theódór Norðkvist, 5.1.2009 kl. 13:53

8 Smámynd: Dunni

Góð og málefnaleg færsla Hlynur. Það er alveg af og frá að Morgunblaðið hafi áratugum saman verð "opið" fyrir öllum sem vildu koma skoðunum sínum á framfæri.  Það var aðeins opið þeim sem eigendur blaðsins (sjálfstæðismenn) höfðu velþókknun á.  Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins áttu lengi erfitt með að fá inni í "blaði allra landsmanna".

En það lauk upp rifu á gættini fyrir svona einum og hálfum áratug.  Sú rifa hefur sem betur fer stækkað umtalsvert.  En ljóst er að enn vantar á að dyrnar séu opnar.

Dunni, 5.1.2009 kl. 18:16

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka þér fyrir að fjalla um þetta Hlynur - ég átti bara ekki til orð þegar ég las báðar greinar - Össur af öllum mönnum ætti að passa sig á glerhúsunum.

Annars þá er ég að reyna að taka þessu skítkasti ekki persónulega - en þetta fer stundum inn fyrir skinnið á manni - ef maður er ekki vel fyrir kallaður. 

Það sem mér finnst grafalvarlegt er þessi þöggun sem er í gangi um ákveðin mál og hve langt fjölmiðlar ganga til að friðþægja aðila út í bæ og með því skerða þeir möguleikann á því að réttar upplýsingar rati til þeirra sem þeir þykjast vera að upplýsa. 

Birgitta Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 18:47

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér skilst að þú lokir á Doctor E. Hvers vegna þá?

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.1.2009 kl. 19:25

11 Smámynd: Halla Rut

Tek algjörlega undir með síðueiganda, Tinnu og þeim sem þola ekki ritskoðun.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 20:43

12 Smámynd: Björn Gísli Gylfason

Þetta er ekki ritskoðun, það er bara verið að "lagfæra" umræðuna og beina henni í "réttan" farveg.

Björn Gísli Gylfason, 5.1.2009 kl. 23:34

13 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér Hlynur. Þetta á ekki að líðast.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 23:48

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En bíddu við. Ég er nú yfirleit sammála þér Hlynur en hefur þú ekki verið með ákveðna ritskoðun á þínu bloggi?

Haraldur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 07:07

15 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er ekki það sama að loka fyrir einstaka rudda og að loka fyrir öll komment eins og gert var við umræddar fréttir.

Birgitta Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 07:30

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

Um þöggun og ritskoðun! 

Það er ekki ritskoðun að birta ekki skrif frá fólki sem felur sig á bak við nafnleynd. Ef menn vilja skrifa og gagnrýna eða jafnvel ráðast á einhvern persónulega þá eiga þeir að bera fulla ábyrgð á því og sá sem skrifað er um hefur fullan rétt á því að vita hver er að skrifa níðinn því þá getur hann beitt fyrir sig lýðræðislegum lögum landsins og höfðað meiðyrðamál gagnvart viðkomandi níðingi.

Þess vegna er það ekki ritskoðun að birta ekki viðbjóðslegar athugasemdir sem hafa ekkert að gera í umræðuna nema e.t.v. drepa henni á dreif.

Hver og einn bloggari hefur vissulega vald yfir því hverjir geta fengið athugasemdir sínar birtar á hans síðu enda er blogg ekki ósvipað og dagbók. Sumir eru með læst blogg sem enginn getur lesið nema útvaldir. Aðrir eru með opin blogg sem allir geta lesið en enginn skrifað athugasemdir. Þriðja gerðin af bloggurum velur úr athugasemdunum sem á þeirra blogg eru skrifuð og svo eru aðrir sem hreinlega bita allt - alveg sama hvað. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hver og einn bloggari velur að gera - líkt og sá sem skrifar dagbók.

Aðrar reglur gilda um fréttastofur - þær eru ekki persónulega dagbók og þar eru ekki skrifaðar hugleiðingar við fréttaskrif (ég vona a.m.k. ekki). Þeirra skylda er að segja satt og rétt (og hlutlaust ef fréttastofan gefur sig út fyrir að vera hlutlaus) frá og á netmiðlum hefur sprottið upp frábært kerfi til hliðar við fréttir þar sem almenningur getur tengt sig fréttinni og tjáð sig um hana. Þetta kerfi köllum við athugasemdakerfi. Í því koma oft fram upplýsingar sem ekki hafa komið fram í fréttinni og ef fréttastofan - mbl.is í þessu tilviki - telur að þar sé eitthvað siðlaust eða ólöglegt á ferðinni hefur hún allar upplýsingar um viðkomandi bloggara sem hjá þeim er skráður og getur því hreinlega kært hann eða loka á hann. 

En fréttastofa mbl.is býður einnig upp á að fólk tjái sig í kerfinu undir tölvupóstfangi eða IP tölum - þar getur hvaða ræfill með lyklaborð og internettengingu misnotað aðstöðu sína og vegið úr launsátri að hverjum sem er. Þetta þarf að stoppa því annars endar heiðarleg umræða á þessum frábæru umræðuþráðum mbl.is eins og bullið sem fylgir athugasemdakerfinu á eyjan.is - þar sem allt logar í viðbjóði og árásum á persónur og einstaklinga skrifuðum úr launsátri. mbl.is verður að marka sér reglur um þessa hluti og það að banna nafnlausum einstaklingum að skrifa er einfaldlega ekki ritskoðun - það er ákvörðun um hversu langt miðillinn vil teygja sig í þjónustu sinni við lesendur.

Hitt er svo alvarlegast af öllu - það er þegar fréttastofa kýs að fjarlæga alla umræðu um fréttina í heild sinni vegna þess að þar hefur ýmislegt komið fram semAF þeim líkar ekki. Þetta er þöggun og ritskoðun af verstu gerð og er ekkert lík því þegar persónulegur bloggari klippir úr ófyrirleitnar aðdróttanir eða hótanir i sínu persónulega bloggi, því einmitt þarna reynir á hversu megnug fréttastofan er að standa á bak við fréttina sem hún skrifaði.

Í fréttinni um Ólaf Klemensson og Guðmund bróðir hans gat fréttastofan ekki staðið á bak við fréttina þar sem hver maðurinn á eftir öðrum kom inn á athugasemdakerfið og lýsti atburðunum á allt annan hátt en Ólafur gerir í fréttinni. Vegna þessara - augljóslegu lyga í Ólafi - spruttu upp heitar og ósvífnar umræður sem oft á tíðum voru ekki siðsamlegar og engum til sóma. Þeir sem réðust að persónu Ólafs með hótunum verða einfallega að standa bak við sín orð (enda undir fullu nafni og kennitölu) ellegar hljóta kæru fyrir - þannig virkar lýðræðið  og málfrelsið. Það er ekki hlutverk fréttastofunnar að vera lögfræðingur og dómari í meiðyrðamáli.

Það er því ekkert sem afsakar þessa þöggun og ritskoðun fréttastofunnar mbl.is á fréttinni "Taldi sér ógnað" - að líkja saman persónulegu bloggi og fréttastofu er eins og líkja saman bláu og gulu og verður því að flokkast undir litblindu - og það held ég einmitt að útskýri best ákvörðun mbl.is, því það er bæði gamall og nýr sannleikur að þar sjá menn lífið og tilveruna í einum og sama litnum - eða bláum.

Þór Jóhannesson, 6.1.2009 kl. 17:42

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Hlynur!

Vil nú byrja á að taka undir með þér í einu, að það er nú heldur fúlt þegar afglöp og syndir annara eru látnar bitna á saklausum eins og þetta tengingarrof hefur gert án nokkurs vafa, margur og sjálfsagt flestir skrifað færslur tengdar fréttinni, sem í alla staði hafa verið innan marka kurteisi og eðlilegs orðfars.

Hef líklega lent í þessu tvívegis sjálfur og í öðru tilvikinu veit ég að krystaltært var að ekkert ósæmilegt mátti finna hjá mér. Í hinu tilfellinu var heldur ekkert óviðurkvæmilegt að lesa hjá mér, nema kannski skoðun sem fór í taugarnar á einvherjum.

En minn kæri, eins og aðeins er komið inn á he´r að ofan, þá er það hins vegar grundvallarmisskilningur hjá þér og mörgum fleiri, að um eitthvað sem heiti geti ritskoðun sé að ræða.

Þetta er einfaldlega, hversu annars svo þér, mér og öllum öðrum finnst það slæm aðgerð eða ekki, af annarlegum hvötum eða hvað eina, RITSTJÓRNARLEG ákvörðun þess sem á eða ræður yfir miðlinum! Með þessu er hann jú að takmarka áður gefin möguleika að einhverjum ástæðum, en hann er alls ekki að hindra birtingu á skrifunum sjálfum með þessu né þannig eins og þú segir, þannig að komið sé í veg fyrir umræðu. og ef um einherja svokallaða "þöggun" ætti að vera að ræða, eins og haldið er fram hér að ofan, þá hefði það einna ´helst átt að birtast í því, að vera alls ekki með neina umfjöllun um þessa atburðarás við hótel Borg, svo ekki sé nú minnst á að sleppa því að vera með þetta sögulega myndskeið öllum til sýnis við fréttina!

Ef þú hugsar þetta nú yfirvegað og rólega, þá sérðu líka Hlynur, að alltallt of seint var þá líka í rassin gripið og greinilega hikandi líka ef það átti að koma í veg fyrir umræðu um þetta með þessu, það finnst mér nú blasa við.

SVo verð ég nú að áre´tta líka, að þó tengingin hafi verið rofin og þær teknar út, þá standa nú væntanlega velflestar ef ekki allar þessar færslur óhaggaðar á bloggsíðum viðkomandi, ekki veit ég betur? með til dæmis nýja möguleikanum á blogginu, "Leit" nú eða bara í gegnum Google, ætti því hygg ég öllum sem hafa áhuga á að grafa þessar greinar upp, því að vera það kleift, með t.d. að skrifa nöfn bræðranna eða eitthvað álíka inn í leitarreitin auk blog.is eða mbl.is líka!

Moggabloggið er vettvangur eða leikvöllur þar sem langflestum ef ekki öllum er frjálst að setja upp síðu, en er um leið gert að fara af vissum reglumsem eigandin setur og áskilur sér rétt að beita og breyta eftir atvikum.Þar með getum við leikið innan þeirra regla og innan þess merkta leikvallar, en Hlynur, með því höfum við ekkert þar með öðlast einvhern rétt eða getum gert einhverjar kröfur. En því miður hefur sá alveg ótrúlegi misskilningur grafið um sig, sem svo kallað hefur fram viðbrögð og skrif sem þessi hjá þér!

En set þetta fram við þig sem og aðra í fullri vinsemd, er ekkert að dæma til eða frá um réttmæti innihaldsins og hin vondu atvik sem um ræðir, aðeins að reyna að leiðrétta þennan misskilning og að ég held allt of ástæðulausar upphrópanir og rangar um ritskoðun og hugsanleg samsæri!

Annars segjum vér bara gleðilegt árið og megi þér allt ganga í hag á nýja árinu félagi!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.