Leita í fréttum mbl.is

Útrýmingarbúðir gyðinga á Gaza

487408.jpg

Það er óhugnanlegt að standa í útrýmingarbúðum nasista í Bergen Belsen. Það setur að manni hroll. Að manneskjan geti verið svo ill að framkvæma slíka glæpi á saklausu fólki sem hafði ekkert af sér gert annað en það að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir eða kynhneigð sem samræmdust ekki hugmyndum fasistanna.

Það er því enn óhugnanlegra að stjórnvöld í ríkinu sem þolendur ofbeldis nasistanna máttu þola skuli nú vera að leika sama leikinn á íbúum Palestínu. Börn og saklaust fólk sem ekkert hefur af sér gert annað en að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir sem samræmast ekki hugmyndum stjórnar Ísraelsríkis eru myrt og limlest dag eftir dag.

Sem betur fer er hluti íbúa Ísraels á móti morðum hermanna Ísraelsstjórnar á Gaza en stjórnvöld eru blind af heift og standa auk þess í kosningabaráttu. Fyrirmyndin þeirra er Bush forseti í BNA. Enda eru þau dyggilega studd með vopnum og eiturefnum frá stjórnvöldum í BNA. 

Og menntamálaráðherra Íslands kemur í fréttirnar eins og blaðafulltrúi Ísraelsstjórnar og jafnar saman börnum sem kasta steinum og fullvopnuðum hermönnum. Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde ljúga bæði því að það sé ekki hefð fyrir því að fordæma svona innrásir en bent hefur verið á tvö nýleg dæmi. Þau biðjast ekki afsökunar á lygunum, þau gera ekki neitt.


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Amen! Viðbjóðurinn er svo hrottalegur í þessu máli að það er varla hægt að orða það.

Björgvin Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 10:20

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef við teljum okkur vera siðmenntuð þjóð þá eigum við tafarlaust að slíta öll sambönd við Ísrael, ganga á undan með gott fordæmi. En okkar ríkisstjórn er duglaus og kjarklaus, því míður!

Úrsúla Jünemann, 12.1.2009 kl. 10:54

3 identicon

Ætli stjórnvöld í Ísrael séu í svipuðum sporum og starfsbræður þeirra hér? Sem er að framkvæma hluti sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti? Ég vona það. Ef ekki, ja....hamingjan hjálpi mér þá, næst þegar ég mæti ísraela.

Mín heitasta ósk er: að almenningi í Ísrael blöskri hryllingurinn svo að þeir stjórnmálamenn þar sem ætla að vinna sér fylgi með þessum aðgerðum, bíði niðurlægjandi ósigur í næstu kosningum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:57

4 identicon

Steingrímur J. talaði eitthvað um það á alþingi um árið. Man ekki hvort það var tillaga, að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að sjálfsögðu gerðu sjálfstæðismenn grín að því, eins og öllum góðum málum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: corvus corax

Solla svikari og Geiri gunga eru bæði fífl og hugleysingjar sem sleikja afturendann á Bush-mafíunni í USA.

corvus corax, 12.1.2009 kl. 11:21

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég fordæmi öll hryðjuverk, ríkisrekin sem og einkavædd, Einar. Einnig hryðjuverk Hamas-liða. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.1.2009 kl. 14:47

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er hryllilegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2009 kl. 19:16

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ofbeldið ber að fordæma, hver sem beitir því.

Haraldur Davíðsson, 12.1.2009 kl. 23:03

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að vandamálið sé að stórum hluta að heimurinn hefur ákveðið að þessar tvær þjóðir geti ekki búið saman.  Lausnin felst í því.  Hún felst í því að Palestínumenn fái að snúa heim og þeim sköpuð lífsskilyrði til jafns við nágranna þeirra og landa annars staðar í Ísrael.  Við megum ekki gleyma því að gyðingar fengu bara hálft landið til umráða á sínum tíma, en ráða núna 88% eða hvað það nú er.

Ég hef óbeit á aðferðum beggja hópa, en munurinn á Palestínumönnum og gyðingunum er að fyrri hópurinn er að berjast fyrir tilveru sinni og virðingu meðan gyðingarnir nota herafla sinn (þann fullkomnasta í heimi) til að kúga íbúa herteknusvæðanna og halda þeim í gettói í nafni öryggis.  Það er eins og þeir átti sig ekki á því að það er þessi hernaðarstefna þeirra, sem fæðir ógnina, en dregur ekki úr henni.  Halda þeir virkilega að þó þeim takist að fækka flugskeytum á byggðir gyðinga í nokkra mánuði, að þá sé sigur unninn?  Friður næst ekki á svæðinu fyrr en báðir hópar eru öryggir og búa við hagsæld.

Marinó G. Njálsson, 13.1.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband