Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með nýja ríkisstjórn!

Þessi nýja stjórn er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi tekur hún við skelfilegu búi sem 18 ára stjórnaseta Sjálfstæðisflokksins skilar af sér, gjaldþrota þjóðarbú með svimandi milljarða skuldum, atvinnuleysi sem stefnir í 13% og verðbólgu um 18%, himinháum vöxtum og svo mætti lengi telja. Í öðru lagi er þetta fyrsta stjórnin þar sem ráðherrar eru jafn  margir konur og karlar og í þriðja lagi er í fyrsta skipti í sögu landsins kona forsætisráðherra. Það var fyrir löngu kominn tími til. Í fjórða lagi eru tveir ráðherrar utanþings og í fimmta lagi er þetta í fyrsta skipti sem Vinstri græn setjast í ríkisstjórn. Það var einnig löngu tímabært.

Verkefnin eru risavaxin er aðgerðaráætlunin lofar góðu. Aumingja íhaldið hrökklaðist frá völdum í búsáhaldabyltingunni. Og nú fáum við að kjósa þann 25. apríl. Til hamingju með það!


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk Björn. Nú verða verkin látin tala í stað þess að gera ekki neitt:)

Hlynur Hallsson, 2.2.2009 kl. 09:12

2 identicon

Mér sýnist orðalagið á þessari aðgerðaráætlum vera skýrt og afdráttarlaust. Auðvitað má búast við að þessi stjórn verði umdeild, enda hefur líklega engin stjórn séð fram á jafn erfitt starf og þessi sem nú tekur við. Við verðum bara að vona það besta og standa saman.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 09:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í sjötta lagi leiðir ríkisstjórnina fyrsti forsætisráðherrann í heiminum sem er opinberlega samkynhneigður.

Ég hef hinsvegar fyrirvara á kynjahlutföllum hjá vinstri-grænum sem láta stundum með jafnréttið eins og öfgatrú. Þrátt fyrir að tvær konur séu vissulega jafn margar og tveir karlar að hausatölu, þá fara karlarnir með samtals fjögur embætti en konur aðeins tvö eða helmingi færri. Ég er ekki að setja út á það sérstaklega, en hef samt dálitlar áhyggjur af því að SJS sé að færast helst til mikið í fang að taka að sér þrjú veigamikil embætti á sama tíma auk þess að vera formaður síns flokks. Svo dæmi sé tekið þá hafa fjármálaráðherrar undanfarinna ríkissstjórna verið í a.m.k. hálfu starfi við það embætti eitt og sér.*

* Þ.e.a.s. hálft starf = fullt starf fyrir hálfvita.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2009 kl. 11:39

4 identicon

...það mætti fylgja með að þessi 18 ára stjórnarseta var með þátttöku Framsóknarflokks og Samfylkingar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju með þessi merku tímamót í sögu Vinstri grænna og í stjórnmálasögu landsins. - Nú munu verkin verða látin tala. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 12:15

6 Smámynd: Kristján Logason

eftir blót og bölvað strit        
bljúgur leggst á bedda
Vinstri græn með verk og vit
víst munu öllu redda

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 14:04

7 Smámynd: Karl Tómasson

Sjáumst næstu helgi, þokkalega hressir.

Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Mosó.

P.s. bandið verður svakalegt.

Karl Tómasson, 2.2.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Hlynur það verður ofsa mikið að gera á 80 dögum. Hvað gerist svo eftir 25 apríl? Hverjir taka við? Ég veit það eitt að nái gömlu klíkurnar völdum aftur þá mun ég og mín familía íhuga brottflutning af landinu.

Arinbjörn Kúld, 2.2.2009 kl. 23:06

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Gömlu klíkurnar mega ekki ná völdum aftur, Arinbjörn. Við þurfum grundvallabreytingar til að losna við spillinguna, einkavinavæðinguna og sukkið. Nú er tækifæri til að breyta. Kosningarnar 25. apríl verða sennilega þær mikilvægustu hingað til!

Ps. hlakka til næstu helgar Kalli. 10 ára afmæli með almennilegu bandi!

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.2.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.