4.2.2009 | 11:11
Gef kost á mér í 1.-3. sæti í forvali Vinstri grænna
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer fyrir Alþingiskosningarnar í vor og sækist eftir því að skipa 1.-3. sæti listans.
Alþingiskosningarnar sem væntanlega fara fram þann 25. apríl verða sennilega þær mikilvægustu í sögu Lýðveldisins og vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að hugsjónir Vinstri grænna um aukið lýðræði, jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu nái fram að ganga.
Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi fyrir Vinstri græn, tók fimm sinnum sæti á Alþingi sem varamaður á árunum 2003-2007. Þar lagð ég meðal annars fram frumvarp um að kosningaaldur verði 16 ár eins gert hefur verið í nokkrum löndum Evrópu og gefist vel, um leið og aukin fræðsla um lýðræði verði veitt í grunn- og framhaldsskólum. Einnig lagði ég fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, beitti mér fyrir auknum framlögum til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt. Talaði fyrir lengingu flugvallarins á Akureyri og beinu millilandaflugi og bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á Egilsstöðum og Seyðisfirði sem og að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál, beint lýðræði og byggðamál eru mér afar hugleikin.
Ég er kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum fjögur börn. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, í byggingarvinnu og einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.
Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri og unnið við sýningarstjórn en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég er formaður Myndlistarfélagsins og sit í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) og hef einnig unnið að uppbyggingu Verksmiðjunnar, menningarmiðstöðvar á Hjalteyri. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 2004, kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2006 og sit nú í stjórn Vg og er formaður kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis.
Frestur til að tilkynna um þátttöku í forvalinu er til 16. febrúar og nánari upplýsingar um framkvæmd forvalsins eru á www.vg.is
Hlynur Hallsson, 2509683379, Ásabyggð 2, 600 Akureyri, sími 6594744, hlynur(hjá)gmx.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 379726
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Þú ert ekki nema tveimur árum eldri en elsta stelpan mín!
Til hamingju með þessa ákvörðun og ég sendi þér heitar baráttukveðjur frá borg hremmingana.
Ég hins vegar er greinilega orðin gömul.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 11:16
Takk fyrir góðar kveðjur kæra Jenný. Aldur er afstæður. Mér finnst þú ung í anda og hugsun og það er það sem skiptir máli:)
Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 11:21
Heyrðu - er alveg að kaupa þig sem þingmann, go for it !
Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.2.2009 kl. 12:10
Jess hvað ég er hress með þig. Algjörlega frábært!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:46
Góð ákvörðun Hlynur! Baráttukveðjur!
Alma Lísa Jóhannsdóttir, 4.2.2009 kl. 12:47
Gangi þér vel.
Úrsúla Jünemann, 4.2.2009 kl. 14:19
Takk, takk, takk, Rúnar, Sóley, Alma Lísa og Úrsúla. Nú tökum við þetta saman!
Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 15:36
Thad var gott hja ther! Hætta thessu bolvada listamannabrolti fram og til baka og reyna ad laga thetta astand sem er heima.
Mundi kjosa thig ef eg gæti.
Vona ad thad verdi enginn hárkvóti, efstu mennirnir mega alveg vera skøllóttir bádir tveir ;)
Baráttukvedjur,
Dagur Snær
Dagur Snær (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:49
Baráttukveðjur.......
DÓNAS, 4.2.2009 kl. 17:44
Gott að fá þið í baráttuna - hefði samt viljað að allir flokkar slepptu prófkjörum og leyfðu okkur almúganum að velja fólk inn á þing án forvals.
Birgitta Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 17:53
,Já,, ég held að þú plummir þig vel.
Res (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 18:11
Það er ekkert annað, á bara að hjóla í sjálfann Steingrím J. og reyna að velta honum úr sessi? Eða hvað? Eða á að hefna harma á sjómanninum í Ólafsfirði? Þá held ég dekudýrahjörðin og ekki-sósíalistarnir kætist ef það gengi eftir.
Að hvers undirlagi býður þú þig fram gegn Birni Vali, Hlynur sæll? Formanns VG?
Jóhannes Ragnarsson, 4.2.2009 kl. 19:20
Eins og Hutch sagði:
Do it
http://youtube.com/watch?v=JoqDYcCDOTg&feature=related
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:25
Glæsilegt! Gangi þér sem allra allra best! Baráttukveðjur Auður Lilja
Auður Lilja (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:51
Til hamingju og gangi þér sem best.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:55
Gangi þér vel Hlynur minn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2009 kl. 20:35
Til lukku með þetta Hlynur og gangi þér sem allra best.
Jón Kristófer Arnarson, 4.2.2009 kl. 20:36
Frábært Hlynur og gangi þér vel.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:18
Takk fyrir góðar kveðjur öll.Ég met stuðning ykkar mikils.
Kæri Jóhannes, ég er ekki að bjóða mig fram að undirlægi neins. Ég er að bjóða mig fram af hugsjón og til að vinna stefnumálum Vinstri grænna brautargengi. Það ætla ég að gera af öllum kröftum. Ég er ekki að bjóða mig fram gegn einhverjum. Það á engin neitt sæti og það er lýðræðisleg krafa um að fólk hafi val um fulltrúa sína.
Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 21:20
mér líst vel á þetta og gangi þér sem allra best. mun hvetja vini og vandamenn á norðurslóðum að krossa við þig. má það væntanlega ekki sjálfur, orðinn borgarbarn.
arnar valgeirsson, 4.2.2009 kl. 21:48
Baráttukveðjur og óskir um gott gengi frá Hala
Þórbergur Torfason, 4.2.2009 kl. 22:45
Til hamingju með þetta frændi. Er ekki hvort sem er kominn tími á Steingrím eftir 32 ára setu á þingi?
Marinó Már Marinósson, 4.2.2009 kl. 23:04
Einmitt Hlynur, þú átt rétt á að bjóða þig fram án þess að það sé túlkað sem einhver árás á aðra frambjóðendur. VG er heppið að eiga úr mörgu ágætu fólki að velja og Steingrímur, Þuríður og Björn Valur eru allt afbragðs fólk. Helst vildi ég sjá ykkur öll á þingi.
Jón Kristófer Arnarson, 4.2.2009 kl. 23:09
Flott Hlynur! Ég þarf ekkert endilega að vera sammála öllum pislum sem ég hef lesið hjá þér, enn þeir bera það með sér að þú ert heiðarlegur og er ég bara að lýsa yfir stuðningi mínum við þessa ákvörðun, og árétta að það þarf hugsjónamenn og heiðarlegt fólk eins og ég tel þig vera til að stjórna á þessu landi. Baráttukveðjur til þín og þinna manna sem ég yrði ekki hissa á að yrðu fleiri enn þú gerir þér grein fyrir.
Kv,
Óskar
Óskar Arnórsson, 4.2.2009 kl. 23:25
Þú ert bara flottur og skemmtilegur og ég fann það og upplifði þegar ég hitti þig fyrst. Fyrstu kynni segja svo margt.
Rétt eins og Paul Mc Cartney sagði fyrstu hljómarnir þegar ég samdi lag urðu á endanum fyrir valinu, þrátt fyrir að hafa reynt marga aðra.
Gangi þér allt í haginn kæri Hlynur.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 5.2.2009 kl. 01:05
Takk aftur fyrir fögur orð kæru kunningjar og vinir. Ég fer hjá mér.) Ég hef reyndar fengið afar jákvæð viðbrögð við þessari tilkynningu og mun sterkari en ég bjóst við.
Ég hef breytt athugasemdakerfinu hjá mér þannig að allir geti skrifað athugasemdir undir fullu nafni en ég verð að samþykkja þær. Og af því að ég er ekki alltaf á netinu:) þá líður stundum smá tími frá því að fólk skrifar og ég næ að samþykkja þær. Aðeins ein nafnlaus athugasemd hefur komið en hún var nú heldur ekki svo frábær að nokkur hefði viljað leggja sitt rétta nafn við hana:)
Bestu baráttukveðjur öll, við tökum þetta saman,
Hlynur Hallsson, 5.2.2009 kl. 08:30
Sæll Hlynur, ég heiti þér stuðningi í 3. sætið, eða ofar ef annar hvor þingmannanna tæki upp á því að gefa ekki kost á sér, sem ég vona að verði ekki. En á móti: Munt þú styðja mig í 8. sætið, taki ég upp á því að bjóða mig fram í það?
Vona annars að reglurnar séu skýrari en þær voru síðast hjá VG í norðausturkjördæmi.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.2.2009 kl. 09:58
Vænt Gengi í vor!!!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.2.2009 kl. 12:28
Þetta er stór ákvörðun Hlynur! Henni fylgja ábyggilega líka stórar fórnir þannig að ég reikna með að þú hafir þurft töluverðan tíma áður en þú ákvaðst að stíga þetta skref. Ég veit að ég á að óska þér til hamingju með þessa stefnubreytingu sem þú ert að gera á lífi þínu og fjölskyldu þinnar og auðvitað geri ég það af heilum hug en ég óska þó fyrst og fremst okkur, kjósendum, til hamingju með að fá tækifæri til að velja þig!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.2.2009 kl. 02:28
Ég er í Frjálslynda flokknum í kjördæmi Reykjavíkur norður. Er reyndar að velta fyrir mér úrsögn úr flokknum vegna óheiðarlegra bolabragða forystunnar varðandi komandi landsþings sem til stendur að halda í Stykkishólmi um miðjan mars.
Ég hef aðallega verið í FF vegna andstöðu minnar við kvótakerfið og vinskapar við Sigurjón Þórðarson. Afskaplega heiðarlegs, skemmtilegs og einlægs hugsjónarmanns.
Sem myndlistamaður og pönkari fagna ég framboði þínu. Þar að auki er í þínu kjördæmi og í þínum flokki frábær náungi, Baldvin á flugteríunni á Akureyri. Hvernig sem prófkjör fer þá óska ég þér og Baldvini bestu velgengni. Þú varst flottur á þingi á sínum tíma. Pönkið lifi!
aloevera, 7.2.2009 kl. 02:16
Kærar þakkir fyrir stuðninginn Ingólfur, Ásgeir, Rakel og Vera.
Ég styð þig í 8. sætið Ingólfur og vildi reyndar gjarnan að þú gæfir kost á þér ofar!
Ég vildi líka gjarnan að þú skrifaðir undir fullu nafni Vera en af því ert pönkari þá geri ég undantekningu:)
Bestu baráttukveðjur öll,
Hlynur Hallsson, 7.2.2009 kl. 10:06
AloeVera er nú varla sjálfur vinur vor í dulargervi, Jens Guð, sem þó er sannarlega pönksins maður og í FF auk þess auðvitað að reka heildverslunina ALOEVERA!? Nei, ætli Vera sé ekki bara "hún" kvennveran og sé til dæmis bara Jóns!?
En minn gamli góðkunningi Hlynur, núna eru einmitt um 20 ár frá því við kynntumst og þú veist alveg hvaða álit ég hef á þér og skal því glaður ef þú ferð nú alla leið í þetta skiptið inn á þing, GEFA ÞÉR BINDI hahaha!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 22:20
Til hamingju með þessa ákvörðun Hlynur: Það væri flott að fá þig fast á þinginu næstu 4 árin, og vona því að þú hljótir stuðning sem þú þarft (og hef alveg trú á því).
Svosem ekki margir talsmenn myndlistar á þingi og kjörið tækifæri til að venjast bindinu.
Kveðja,
Ransu, 8.2.2009 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.