Leita í fréttum mbl.is

Uppbyggilegur fundur á Akureyri

logo_200Samtökin Landsbyggðin lifi efna til fundar á Akureyri á laugardaginn. Ég missi því miður af fundinum, verð í 10 ára afmæli Vinstri grænna í höfuðborginni en bendi öllum sem vettlingi geta valdið á að mæta á þennan áhugaverða og uppbyggilega fund. Hellingur af góðu fólki er í pallborði og með framsögur.

Það var heldur fámennt en góðmennt í 18. mótmælagöngunni á Akureyri um síðustu helgi en nú þarf að veita stjórnmálamönnum aðhald og viðhalda búsáhaldabyltingunni. Við megum ekki gleyma eða detta aftur ofan í sama gamla farið. En hér er dagskrá fundarins:

 

Farsæld til framtíðar!


Undir þessu kjörorði skipuleggur Landsbyggðin lifi (LBL) fundi á landsbyggðinni í samvinnu við stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulífsins

Fyrsti fundurinn verður á Akureyri Laugardaginn 7. febrúar 2009 - Kl 12:30- 15:00 í Brekkuskóla v/ Hrafnagilsstræti (fyrir ofan Akureyrarkirkju).

Dagskrá:
Setning 
Ragnar Stefánsson, prófessor og varaformaður LBL setur fundinn og ýtir  fundaherferðinni úr vör.
   
Framsöguerindi 

Framtíð lýðræðis
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Ný tækifæri í sjávarútvegi
Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Framtíð landbúnaðar – lífrænn iðnaður?
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Ný sköpun – Ný framtíð
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ferðaþjónusta til farsældar
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,  deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum

Pallborðsumræða Í pallborði verða, auk frummælenda:
•    George Hollanders, leikfangasmiður
•    Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur Háskólanum á Akureyri
•    Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Eyjafirði
•    Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi að Hléskógum
•    Sóley Björk Stefánsdóttir, háskólanemi í fjölmiðlafræði
•    Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri í nýsköpun í ferðamálum
•    Guðrún Þórsdóttir, nemandi við Myndlistaskólann á Akureyri

Stefnt er að því að framsöguerindi verði stutt, þannig að góður tími gefist til almennrar umræðu
Fundarstjóri er Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir
          
Veitingasala 10. bekkjar Brekkuskóla verður opin  


Nánari upplýsingar á www.landlif.is


mbl.is Mótmælt eftir stjórnarskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með fyrstu afleiðingar grjótkastsins: þær að ekki mátti lækka vexti síðastliðinn föstudag, þar með fara fleiri fyrirtæki og einstaklingar í þrot.

Og vegna þess að AGS þarf að sjá hverju fram vindur fram yfir kosningar verður ekki almennilega slakað á vöxtum hér fyrr en í fyrsta lagi í maí, og þar með fara nánast öll fyrirtæki í þrot og fleiri þúsund í viðbót af þeim einstaklingum sem með mestar skuldir eru: fyrirtæki altso og einstaklingar sem hefðu lifað af ef mátt hefði lækka vexti strax síðastliðinn föstudag, og AGF þyrfti ekki að bíða fram yfir kosningar með frekari vaxtalækkanir og aðrar aðgerðir.

Eða eins og Finnarnir segja: að þurfa að standa í stjórnarskiptum og kosningum framlengdi kreppuna hjá þeim um tvö ár með tilheyrandi auknum hörmungum fyrir þjóðina.

En á Íslandi eru margir sem halda, að þótt bókstaflega ekkert megi fara úrskeiðis svo hér verði ekki TÓTAL KOLLAPS, þá sé kreppan fyrst og fremst tækifæri til að æfa eitthvert últra dásamlegt grjótakastaralýðræði.

Ég á börn og veit að staðan er að heita má jafn alvarleg og ef þau lægju helsjúk á gjörgæslu, þess vegna er ég ekki með hugann við það dekurvandamál hvort hér sé últra dásamlegt grjótkastaralýðræði, hvort læknateimið sem annast börnin mín hafi 113% skínandi búsáhaldabyltingarumboð til að reyna að bjarga lífi barna minna; ég veit að það er 113% vinna fyrir læknateimið að annast börnin mín og ég heimta því ekki að læknateimið standi á sama tíma í kosningabaráttu (með þeirri miklu freistingu sem henni fylgdi að beita á börnin, kosningabaráttunnar vegna, vel útlítandi sýndarlækningu sem gerði þeim óleik).

Hvaða stjórn sem hér ræður verður að fara eftir stefnu AGS: jafnvel heilagur Þorvaldur segir (sagði meðan Þingvallastjórnin lifði) að ekki megi víkja hársbreidd frá þeirri stefnu.

Fyrir utan ofangreindar hörmungarafleiðingar sem stjórnarskipti/kosningar hafa í för með sér hafa þær altso sama praktíska gildi og fegurðarsamkeppni: fá sætara fólk (eða sama fólk í sætari fötum) til að framfylgja þeirri stefnu sem allir vita að verður að fylgja. Myndi slíkt vera mér mál málanna með börnin mín liggjandi fyrir dauðanum: að beita öllum tiltækum ráðum til að koma læknateiminu í læknafegurðarsamkeppni? Já. Já. Það vær mál málanna fyrir mig. Ég myndi framkalla þann hávaða sem ég gæti til að læknateimið sem væri upp fyrir haus að reyna að bjarga börnum mínum myndi á sama tíma þurfa að standa í margra vikna stífri fegurðarsamkeppni. Já. það væri mér sannarlega meira kappsmál en allt annað. Ef ég væri búsáhaldarbyltingarkona.


Þvílík skinhelgi að halda því fram að íslenska þjóðin sé saklaus fórnarlömb hrunsins. Hér var árum saman einhver mesti kaupmáttur í heimi, við altso hefðum öðrum fremur átt að eiga fyrir því sem við kaupum, en það gerðum við adeilis ekki. Gott og vel bankarnir voru í bullandi áhættu (sem er dauðadómur þegar brestur á megakreppa), en almenningur og nánast hver einasti aðili á Íslandi var ekki hótinu skárri: nánast allir hér, stórir sem smáir, voru í þeirri stöðu með sín fjármál að ekkert mátti koma uppá í heiminum svo ekki myndi allt hér hrynja.Í grunninn er málið svona: bankar eru einkafyrirtæki. Enginn var neyddur til að eiga viðskipti við bankana okkar þrjá (hér var jú öðrum lánastofnunum til að dreifa), enginn skyldugur að vinna hjá þeim, enginn skyldugur að eiga krónu í hlutabréfum/skuldabréfum þeirra. Allir þykjast núna hafa vitað allan tímann að bankarnir væru meira og minna rotnir, rétt eins og allir koma nú fram hálfsnöktandi og segja: "ég vildi þetta aldrei, snökt snökt. Þetta var ekki það þjóðfélag sem ég vildi, snökt snökt".

Hvað vildu menn ekki? Hafa svona mikinn kaupmátt og taka svona mikið af lánum til að kaupa allt sem hugurinn girntist? "Já, ég vildi þetta aldrei, snökt snökt, ég bara fylgdi straumnum, af því ég hafði jú frelsi til þess, snökt snökt, ég vildi aldrei þetta frelsi, snökt snökt, til að eyða og sóa eins og hinir vitleysingarnir. Og ég vildi ekki að hinir vitleysingarnir eyddu og sóuðu eins og hin-hinir vitleysingarnir, vildi ekki að þeir væru að kaupa sér jeppa og skjái útí bláinn, snökt snökt. Og ég vildi ekki að eigendur hinna og þessara einkafyrirtækja ákveddu að borga sumum af starfsmönnum sínum mjög há laun, snökt snökt".   

Gott og vel, það vildi enginn gera neitt af því sem hann og maðurinn í næsta húsi og þar næsta húsi gerðu.

Það var hverjum manni í sjálfsvald sett að sleppa því alfarið að eiga nokkuð saman við bankana þrjá að sælda, rétt eins og margir td vildu ekki koma nálægt fyrirtækjum sem Hannes Smára átti í. Ef hver og einn hefði tekið ábyrgð á sér, og ekki ákveðið, af fúsum og frjálsum vilja, að binda trúss sitt, að einhverju leyti, við þessi þrjú fyrirtæki, þá hefðu gjaldþrot þeirra snert okkur álíka mikið og ef einhverjar illa reknar "óreiðu"mannabúllur hefðu oltið um (Icesave-skuldin er dálítið sérstakt mál, í raun er verið að troða þeirri skuld uppá á okkur án þess að fyrir því sé lagabókstafur). 


Fagaðilar hafa bent þeim sem þurftu á slíkri ábendingu að halda) að það er fræðilega óhugsandi að "fara og sækja peninga auðmanna": fé sem bundið er í hverskyns fyrirtækjum og fjármálapappírum víðsvegar um heiminn, og í hverju tilviki, varðandi sérhvern af þeim aragrúa pappíra, þyrfti málaferli - sem öll væru dæmd til að tapast. Og hlegið að okkur fyrir að láta okkur svo mikið sem detta í hug að við gætum unnið slík málaferli.

Þetta fé er auk þess mikið til veðsett í topp, svo við fengjum að sjálfsögðu skuldir auðmannanna með.

Það er altso ekki svo mín kæra að við getum öslað "útí heim" með fötu og sagst vera "að sækja peninga sem ljótir kallar á Íslandi þykjast eiga en við, þjóðin, þykjumst nú sko eiga meira í en ljótu kallarnir".

Það fyrsta altso sem heyrist frá VG eftir að þeir ná í stjórnartaumana er tillaga sem er jafn Kópavogshælisleg og ef þeir hefðu sagt: "hei krakkar, komum og finnum fjársjóð; hei krakkar, komum að búa til gull". 

ásdís (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 04:17

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæl Ásdís og takk fyrir langa og ýtarlega athugasemd. Þú mátt samt gjarnan skrifa undir fullu nafni næst.

Fyrstu skref nýrrar ríkisstjórnar lofa að mínu mati góðu. En þetta verður ekki auðvelt. Að bjarga því sem bjargað veruðr og koma þjóðfélaginu í lag. Það á eftir að taka langan tíma og vera sársaukafullt. Það var hinsvegar grundvallaratriði að koma frá vanhæfri ríkisstjórn sem hafði ekki verið að vinna verkin sem þurfti að vinna auk þess sem brennuvargarnir sátu sem fastast. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn sem betur fer kominn frá eftir að hafa komið þjóðinni ofan í mesta skuldafen sem við höfum séð og skilið okkur eftir með 18% verðbólgu, svimandi vexti og atvinnuleysi sem stefnir í að minnsta kosti 13%.

Auðvitað á að lækka vexti strax og ég er viss um að ný stjórn seðlabankans einhendir sér í það. Það er auðvitað sárt að vera bundin af einhverjum skilyrðum AGS og sem betur fer ætlar Steingrímur að reyna að semja um önnur ákvæði en forvari hans hafði dug í sér til að gera.

Það að halda því farm að öll þjóðin sé sek um óreiðuna því öll þjóðin hafi tekið þátt í "góðærinu" er eð mínu mati tilraun til blekkingar. Það eru nokkrir stjórnmálamenn sem leyfðu stóreignamönnum að vaða áfram án nægjanlegs eftirlits sem bera meginábyrgð. Ábyrgð okkar allra felst svo í því að senda þessa stjórnmálmenn og þeirra stefnu og flokka í langt frí. Það þarf að taka til eftir þá.

Með bestu kveðjum,

Hlynur Hallsson, 6.2.2009 kl. 08:36

3 identicon

Verst að þú ert ekki að fara fram í Norð vestur, þá fengir þú mitt atkvæði.

Svona til gamans!

Eftirfarandi lét Davíð út úr sér rétt fyrir bankahrunið

Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.”

Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:14

4 Smámynd: Karl Tómasson

Nú er það bara rokkið minn kæri. Ekkert helvítis kjaftæði. Þetta gerist allt á þeim bænum. Það koma margar góðar hugmyndir úr þeim geiranum.

Sjáumst eldhressir á morgun.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó

Karl Tómasson, 6.2.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.