Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórnin slekkur ljósin

490221.jpg

Það hefur vakið athygli hér á Akureyri að eitt af sparnarráðum meirihluta Sjálfstæðsiflokks og Samfylkingar er að slökkva ljósin á fótboltavöllum við grunnskóla bæjarins. Og reyndar taka einnig hitann af! Ég efast um að þær krónur sem sparast við þessa aðgerð skipti sköpum í hallarekstri bæjarins. Á tímum sem þessum væri vænlegra að horfa til mannlegra gilda og hvetja börn og unglinga og reyndar alla til að stunda líkmsrækt á ódýran og hagkvæman hátt en ekki slökkva ljósin.

Krakkarnir (bæði stelpur og strákar) sem mættu í Ráðhús Akureyrarbæjar eiga heiður skilinn. Hógværar og sanngjarnar kröfur þeirra ættu að eiga hljómgrunn meðal ráðamanna en Sigrún Björk bæjarstýra segist ekki geta lofað neinu. Ég bið þig Sigrún um að lofa því að kveikja aftur ljósin svo að krakkarnir geti spilað fótbolta og leikið sér.


mbl.is „Kreppan er ekki okkur að kenna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og þetta er í boði Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vont er þeirra ranglæti en enn verra er þeirra réttlæti þegar það kemst til framkvæmda. Hérna kemur forgangsröðun þeirra skýrt fram. oj bara. Skammist ykkar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fyrir að ráðast á börnin í bænum. Svona gera menn ekki!

Arinbjörn Kúld, 12.2.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er hissa á manninum að vera að spara á þennan hátt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2009 kl. 18:33

3 Smámynd: arnar valgeirsson

já, auðvitað á þetta lið bara að vera heima að spila tölvuleiki....

þetta er nú að leggjast lágt að koma í veg fyrir hreyfingu krakkanna. leim að finna ekki önnur ráð. en þetta er bara eins og þegar á að spara á spítulunum. þá rekur maður ræstingarliðið....

arnar valgeirsson, 12.2.2009 kl. 23:37

4 identicon

Já ég skil ekki svona gjörning, Þetta er líka að gerast hér í fjarðabyggð, þeir eru að taka af krökkunum ferðir upp í Oddskarð til að komast á skíði, sparnaðurinn skiptir aurum, það mæti rukka smá gjald í harðræðinu og einnig koma meiri tekjur inn á svæðið með krökkunum svo að því frádregnu er þetta ekki neitt sem verið er að spara á kostnað krakkana. Svo er yfirbyggingin hér gríðarleg á bæjarbatteríinu og engin merki um niðurskurð þar ennþá? bara að byrja á krökkunum og þjónustu???

Óskar Þór Hallgrímsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:11

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hlynur, það er eðlilegt að ljósin séu slökkt. Verðhækkanir á raforku og flutningi raforku hafa orðið svo miklar að undanförnu að jafnvel mannmörg sveitarfélög eins og Akureyri stendur ekki lengur undir þessum kostnaði.

Hvað veldur þessum hækkunum? Jú, nú er álverð á heimsmarkaði orðið svo lágt og þar af leiðandi raforkuverð til Alcoa Fjarðaráls orðið svo lágt en fjármagnskostnaður Kárahnjúkavirkjunar orðinn svo ofboðslegur að öllum tiltækum ráðum er beitt til að hafa uppí reikninginn.

Hlynur, blessaður reyndu að fá bæjarstjórnina til að kveikja ljósin svo hægt verði að fjármagna Kárahnjúkavirkjun.

Þórbergur Torfason, 13.2.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég myndi líka slökkva öll ljós væri ég sjálfstæðismaður!  Fá hettu á hausinn og fara fjöruleiðina!

Auðun Gíslason, 14.2.2009 kl. 04:19

7 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Aldraðir, geðfatlaðir og börn eru þeir hópar hér á Akureyri sem fyrst fá að kenna á niðurskurðinum.

Guðrún Una Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 10:22

8 identicon

Væri ekki ágætt ef bæjarstjórnin byrti opinberlega tölur um það hvað sparast mikið með þessu?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.