Leita í fréttum mbl.is

Tími til að byggja upp

Við stöndum á tímamótum. Framundan eru sennilega einar mikilvægustu kosningar í sögu landsins. Við fáum tækifæri til að velja okkur fulltrúa á Alþingi á erfiðum tímum. Og það er verk að vinna. Eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins ýmist með krötum eða Framsóknarflokki rambar þjóðin á barmi gjaldþrots. En nú eru þeir sem steyptu okkur í gífurlegar skuldir, atvinnuleysi, óðaverðbólgu og óöryggi farnir frá og fólk komið sem raunverulega er að takast á við enduruppbyggingu.

Krafa um virkt lýðræði
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 1.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hér í NA-kjördæmi. Ég var varaþingmaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman árin 2003-2007 og hef ávalt átt afar góð samskipti við þau og styð þau heilshugar. Ég er ekki að bjóða mig fram gegn neinum heldur er það lýðræðislegur réttur fólks að fá að raða á lista. Ég tók fjórum sinnum sæti á þingi og lagði þá áherslu á stuðning við Háskólann á Akureyri, lagði fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna og mælti með lengingu flugbrautarinnar á Akureyri og uppbyggingu ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Einnig lagði ég fram tillögu um að allir sem orðnir eru 16 ára fái kosningarétt líkt og gert hefur verið í nokkrum Evrópulöndum með góðum árangri. Það þarf að virkja unga fólkið og auka fræðslu um lýðræði í grunn- og framhaldsskólum. Skapa virka umræðu og beina þátttöku fólks í ákvarðanatöku.

Ótæmandi tækifæri
Hér á svæðinu eru margir möguleikar til atvinnuuppbyggingar. Við eigum að leggja aukna áherslu á ferðaþjónustu allt árið með beinu flugi til Evrópu. Landbúnaður og vistvæn ræktun grænmetis gæti blómstrað ef orkuverð yrði fært til samræmis sem það álverin eru að borga. Við eigum fjölda möguleika í sjávarútvegi með áherslu á smábátaútgerð og vistvænar veiðar. Grundvallarforsenda er að kvótinn færist aftur í hendur þjóðarinnar og fari á markað en sé ekki eign fárra. Tækifæri okkar í nýtingu á orku t. d. í þekkingariðnaði og hátækni eru einnig óþrjótandi.
Ég er tilbúinn að leggja mitt fram til að byggja upp kraftmikið og réttlátara þjóðfélag. Nánari upplýsingar um stefnumál mín eru á www.hlynur.is og hægt er að ganga til liðs við Vinstri græn og taka þannig þátt í forvalinu á www.vg.is

Hlynur Hallsson

Greinin birtist í Vikudegi 19. febrúar 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Þú átt mitt atkvæði og stuðning í anda sem ég sendi svífandi norður yfir heiði.

Ransu, 24.2.2009 kl. 09:07

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég óska þér velfarnaðar Hlynur og vona að þú komist inn á þing í næstu kosningum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.2.2009 kl. 02:55

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir það Ransu og Rakel. Forvalið er á fullu, búið að senda út kjörseðla og kjördagur er á laugardaginn. Svo tökum við þetta í kosningunum 25. apríl.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.2.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.