Leita í fréttum mbl.is

Frábær fjárlög

alþingi

Þessi kosningafjárlög stjórnarflokkanna sem betur fer verða að öllum líkindum þau síðustu eru alveg dásamleg. Mikill velferðarpakki þar á ferð í pakkaflóðinu fyrir jólin. Ég er nú þegar næstum búinn að fyrirgefa dé- og bélista allt.
Það er til dæmis alltaf gott að hækka barnabæturnar sem búið var að skerða fyrir mörgum árum. Framsókn og íhaldi verður þakkað sérstaklega fyrir að skera fyrst niður og taka af fólki en skila svo hluta af því rétt fyrir kosningar og þykjast vera góðu gæjarnir.
Það á líka að bæta kjör aldraðra þó að tillögur stjórnarandstöðunnar um aukinn stuðning þeim til handa hafi verið felldar! Skattalækkanir sem koma þeim best sem hafa það ágætt eru einnig frábærar. Og þó að láglaunafólk kvarti þá tekur því ekki að hlusta á svoleiðis nöldur. Gaman að því að forskeytið "stór-" í sambandinu "stórhækkað og  stóraukið" virðist vera á topp tíu yfir uppáhalds forskeyti hjá stórmenninu Birki Jóni. Og lækka skuldir..., bíðum nú við, var ekki verið að taka stærsta lán íslandsögunnar um daginn.
Gott að stjórnin fái samt að kveðja með svona góðverkum.


mbl.is Fjárlög samþykkt með rúmlega 9 milljarða afgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég hugsa með hryllingi til þess, ef vinstri flokkarnir komast í stjórn, það segi ég satt.  Ef þessi fjárlög eru svo slæm, hvernig voru þau þá síðast þegar vinstri flokkarnir voru við völd?  Ég leyfi mér að efast um að lánið þetta sé það stærsta í sögunni, a.m.k. ekki á heilu kjörtímabili.  Ég er hræddur um að raunvirði lánsins sé lægra en sum sem tekin voru á tímabili vinstristjórnarinnar.

Sigurjón, 6.12.2006 kl. 12:27

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Sigurjón,

ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af fjárlögum vinstristjórnar. Þau verða réttlát og sanngjörn, hygla að vísu ekki efnafólki en munu þess í stað auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ég hef bara orð fjármálaráðherra eða seðlabankastjóra (er það kannski sami maðurinn!) úr fréttum fyrir því að þetta lán sé alveg frábært og það allra risastærsta hingað til.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.12.2006 kl. 14:28

3 Smámynd: Sigurjón

Réttlát og sanngjörn.  Fyrir hverja?  Mér skilst að Vg vilji hækka skatta, þar á meðal á fyrirtæki.  Mér finnst það ekki sanngjarnt, þar sem þá er fyrirséð að fyrirtæki muni unnvörpum flýja land, með tilheyrandi tekjulækkun fyrir ríkið.  Hverjir eiga þá að borga fyrir þá sem minna mega sín?  Þeir sjálfir?  Mér þykir það ólíklegt að þeir geti staðið undir því.

Ekki reka breiðu bökin í burtu.  Við þurfum öll á þeim að halda.

Sigurjón, 10.12.2006 kl. 04:03

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Sigurjón,

það á ekki að reka neinn í burtu. Það er hinnsvegar sanngjarnt að þeir sem eru að græða milljarða borgi réttlátan hlut til að halda uppi öflugu velferðarkerfi og útrýma fátækt. Það þarf ekki að hækka skatta, bara deila þeim réttlátar niður. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 10.12.2006 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband