Leita í fréttum mbl.is

Vinstrisveifla á Íslandi

Til hamingju með glæsileg kosningaúrslit. Góðu fréttirnar eru að Vinstri græn bæta verulega við sig og tveggja flokka vinstristjórn er með öruggan meirihluta. Það eru einnig góðar fréttir að SjálfstæðisFLokkurinn biður afhroð. Það er ánægjuegt að það stefnir í að loksins verði meira jafnræði karla og kvenna á þingi. Ég óska Borgarahreyfingunni líka til hamingju með góðan árangur í kosningunum og það er frábært að Birgitta Jónsdóttir sé komin á þing.
Það er vistra grænt vor í loftinu. Takk fyrir stuðninginn öll.


mbl.is Fréttaskýring: Stærsta vinstrisveiflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til hamingju með daginn, Hlynur! Ertu ekki alla vega orðinn varamaður?

María Kristjánsdóttir, 26.4.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Ransu

Já til hamingju.

Ég hafði áhyggjur  þegar fyrstu tölur bárust úr mínu kjördæmi og bara einn grænn inni. En þeir urðu tveir í lokin.

Félagshyggjan komin í stað féhyggjunnar.

En nú hefst vinnan við að koma hlutum á réttan kjöl. 

Ransu, 26.4.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Velti því fyrir mér. Hvor flokkurinn s eða v verður fyrri til að svíkja kjósendur sína. Virðast á öndverðum meiði með tvö hitamál í kosningum. Stóriðju og ESB.

Oddur Helgi Halldórsson, 26.4.2009 kl. 22:32

4 identicon

Til hamingju.

Mér finnst hins vegar leitt að D listinn er ennþá með of marga menn á þingi sem geta hugsanlega skemmt fyrir, í þeim tilgangi að gera Vinstri stjórn óvinsæla. Þeim hefur tekist slíkt áður.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:49

5 identicon

Heiðarleiki og festa flokksins í heild vinnur á.  Og ekki síst Ólafs, Steingríms og Ögmundar.  Það er mín skoðun.

EE elle (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:05

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Til hamingju Hlynur! Ég viðurkenni reyndar að hamingja mín hefði verið meiri hefðir þú komist inn á þing

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.4.2009 kl. 02:03

7 identicon

Getið þið ekki hugsað ykkur það hversu mikil hjálp það væri í framtíðinni fyrir venjulegt fólk að ganga í ESb. Ég tók 18 miljón króna lán til 40 ára. Ég þarf að borga það 17 falt til baka þ.e. 300 miljónir þegar upp er staðið. En vegna andstöðu fólks út af einhverjum þjóðernisrembing, þá verð ég að sætta mig við að borga þetta lán svona. Vaxtalækkunin sem þjóðin fengi í gegn um það að fara í ESB eru litlar 228 þúsund miljónir, já 228 miljaraðr sem hemilin og fyrirtæki landsins fengju í lækkun. En því miður vegna andstöðu fólks og þjóðerniosrembings, þá verðum við að leggja á okkur ómælda vinnu til að standa skil á þessum vöxtum. Hvað er svona hræðilegt að skoða þessi mál eins og flestar aðrar þjóðir hafa gert í kring um okkur? Ég heyrði í manni sem þekkir þessi mál mjög vel, að ESB væri einn stór félagsmálapakki sem héldi utan um fólk og fjölskyldur og passaði upp á mannréttindi og velferð. ESb gerir líka það að verkum að pólitíkusar hér á landi, sem hafa verið Sjálfstæðismenn hingað til, sem hafa ráðsgast með landsins gagn og nauðsynjar, eins og þeim sýnist. En vegna fólks sem er fullt af þjóðernisrembing þá verðum við að sætta okkur við að henda lottómiðanum án þess að kíkja á tölurnar.

Valsól (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband