Leita í fréttum mbl.is

Snilldarlegt Hrútaspil

hrútaspil

Þetta hrútaspil er algjör snilld. Ég mæli með þessu spili og það er jólagjöfin í ár (ásamt ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar eftir Óttar Martin Norðfjörð)  Hérna er smá lýsing af heimasíðunni: "Hrútaspilið byggist á því að keppa um eiginleika íslenska hrútsins. Á hverju spili er mynd af hrút, nafn hans og ýmsar upplýsingar sem varða útlit, líkamsburði og aðra eiginleika hans.  Hverjum þykir sinn fugl fagur og það á líka við um hrúta, en þeir geta verið hyrndir, kollóttir, stuttfættir, langir, gulir, kubbslaga, með útstæð horn og svona mætti lengi telja." Ódýrt og gott spil og þeir Stefán Pétur og Sverrir eiga heiður skilinn fyrir að koma þessu ljómandi spili á markað. Til hamingju með það!


mbl.is Spil um hrúta á leið í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Skyldi Hið íslenzka hrútavinafélag á Reyðarfirði vita af þessu???

Eiður Ragnarsson, 7.12.2006 kl. 14:23

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Vonandi núna. En kannski hafa þeir verið uppteknir við að fylgjast með fjárlögunum, eða bara að hlusta á þau. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.12.2006 kl. 15:50

3 Smámynd: halkatla

tveir miðaldra menn sem ólust upp í sveit munu fá hrútaspilið frá mér í jólagjöf, þetta er algjör snilld og ég heyrði fyrst um það hér

halkatla, 10.12.2006 kl. 15:11

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, einmitt tilvalin jólagjöf handa miðaldra mönnum. Þeir geta þá spilað hrútaspilið saman og haft gaman að. Og svo getur þú Anna kíkt í heimsókn og unnið þá í Hrútaspilinu!

Hlynur Hallsson, 11.12.2006 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband