Leita í fréttum mbl.is

Svar við pistli Andrésar Magnússonar

andrés

Andrés Magnússon blaðamaður á Blaðinu skrifar pistil um fátæktina á bloggið sitt og ég ákvað að gera smá athugasemd við pistilinn hans sem varð svo aðeins lengri en ég ætlaði. Ég birti svarið því einnig hér á mínu bloggi. Pistil Andrésar er hægt að lesa hér. Og svo kemur athugasemdin mín:

Sæll Andrés,
mér finnst þessi pistill þinn ekki sérlega góður. Byrjar á frekar slöppum og ósmekklegum brandara um "útrýmingu fátækra barna" og svo kemur rullan "það verða alltaf einhverjir fátækir, það er innbyggt í kerfið". Dálítið hártog um aðferðir og skilgreiningar. Aðalatriðið finnst mér hinsvegar vera að fátækt er að aukast þrátt fyrir alla velmegunina. Það á ekki að gera lítið úr því að fólk er fátækt (og þá er ég ekki að meina miðað við einhverja aðra) og það er hlutur sem við ættum að ganga í breyta. Auðvitað er ekki hægt að "útrýma" fátækt miðað við allar skilgreiningar en þegar misskipting eykst hröðum skrefum meðal annars vegna skattaafsláttar til hátekjumanna og fjármagnseigenda á meðan álögur á sjúka og aldraða aukast (komugjöld hækka og verðbólgan étur upp lífeyri, verðlagið er á hraðri uppleið) þá er eitthvað að. Og það sem er að er stefna þessarar ríkisstjórnar. Mín börn eru ekki fátæk en samt eru tekjur fjölskyldunnar ekki háar. Ég skammast mín ekki fyrir það að ganga í fötum sem eru notuð og af öðrum. Það er frekar spurning um viðhorf. En það er staðreynd að sumir í þessu velferðarsamfélagi okkar hafa það mjög skítt og eru í raun fátækir. Ég vil biðja þig að gera ekki lítið úr því. Og að lokum þetta: tal þitt, Andrés, um kommúnisma að kambódískri fyrirmynd er frekar þreytt.
Bestu kveðjur,

Hlynur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.