Leita í fréttum mbl.is

Piparúða beitt í óhófi

488353A Sem betur fer fór búsáhaldabyltingin að mestu leiti friðsamlega fram. Það tókst að steypa vanhæfri ríkisstjórn með mótmælum fólks sem átti ekkert sökótt við lögregluna. Reyndar brást fólk hárrétt við þegar einhverjir byrjuðu að henda steinum í lögreglumenn með því að mynda skjaldborg um þá og stilla sér upp milli grjótkastaranna og löggunnar. Það var upphafið á appelsínuguluborðunum.

Sú stefna lögreglunnar að beita ekki ofbeldi og taka mjúklega á mótmælendum bjargaði því að ekki urðu slys á fólki, bæði lögreglumönnum og fólki sem var að mótmæla. Björn Bjarnason hvatti til aukinnar hörku "til að verja valdstjórnina" en sem betur fer kom ekkert slíkt til framkvæmda. Það má þó halda því fram að piparúða hafi verið beitt í óhófi og á rangan hátt þegar meðal annars var sprautað beint í augu ljósmyndara og fólks sem var ekkert að gera annað en að mótmæla friðsamlega. Það að svara ofbeldi með ofbeldi leiðir aðeins af sér meira ofbeldi. Það hefði farið mun verr ef lögreglan hefði beitt meiri hörku í vetur, við getum þakkað fyrir að svo fór ekki.


mbl.is Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér kæri frændi. Yfir hið heila má í raun segja að bæði lögregla og mótmælendur hafi staðið sig með miklum ágætum miðað við 'aldur og fyrri störf'. Vissulega má gagnrýna sumt hjá sumum og annað hjá öðrum, en yfir hið heila; fínt, flott, sjö-komma-fimm.

Drengur (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:48

2 identicon

Komið þið sælir; Hlynur og Drengur !

Hvílík; andskotans Rauðliða hræsni, hver upp úr ykkur vellur. Vanhæfir fóru - vanhæfir komu, Hlynur.

Gárungar; sumir, þykjast sakna þeirra Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Þau hafi verið; mun ''líflegri'' , en arftakarnir.

Það skyldi þó ekki vera; grunnhyggnu frændur ?

Meira að segja; forpokuðustu krata ræflar, sumir; eru farnir að skammast sín, fyrir ómyndarskap og slepju, núverandi valdhafa !

Með; afar nöprum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 01:37

3 identicon

Sæll Óskar.

Ekki þori ég að rökræða við svona listræna framsetningu greinarmerkja! En ég sendi samt sem áður mínar bestu kveðjur, rauðar að sjálfsögðu, í Árnesþing.

Mbk,

Drengur

Drengur (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 15:48

4 identicon

Komið þið sælir; enn !

Drengur minn !

Þakka þér; en, ...... umfram allt, fyrir mér, eru verkamenn, jafn áhugaverðir viðræðu, sem annað fólk, án tillits til stéttar eða stöðu - það er; hinn innri maður, sem öllu máli skiptir, í samskiptum öllum.

Ég sendi; mínar beztu kveðjur, okkar Hvítliða; að sjálfsögðu, norður yfir heiðar - sem víðar.

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband