Leita í fréttum mbl.is

Spennandi kosningar í Íran

Í dag er kosið um nýjan forseta í Íran. Það væri óskandi að umbótasinninn og myndlistarmaðurinn Mirhossein Mousavi yrði kosinn forseti. Það gæti leitt til þýðu milli landsins og annarra og ekki síður myndi það bæta mannréttindi í Íran. Núverandi forseti Mahmoud Ahmadinejad hefur í raun skaðað Íran á sama hátt og George W. Bush skaðaði Bandaríkin. Báðir hafa þeir rekið fjandsamlega utanríkisstefnu og með því aukið á óvild í garð sinna landa.

Það er ólíklegt að einhver einn frambjóðendanna fjögurra hljóti hreinan meirihluta svo reikna má með því að önnur umferð fari fram og það verður þann 19. júní. Íranska þjóðin á það skilið að fá umbótasinna í stað harðlínumanns sem forseta og vonandi sigrar Mirhossein Mousavi.

Meira í Spiegel

Süddeutsche


mbl.is Kosningarnar hefjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir þetta Hlynur. Sammála að gott væri ef Ahmadinejad blessaður færi frá.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.6.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband